Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 10:00 Nora Mörk. Vísir/Getty Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. Nora Mörk sagði frá fyrr um daginn að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af sér en myndunum var stolið úr síma hennar. Handboltasambandið vissi af þessu í nóvember en Mörk fannst menn þar á bæ taka mjög léttvægt á málinu og því kom hún nú fram, sagði frá dreifingu myndanna hjá leikmönnum karlalandsliðisins og hótaði því jafnframt að hætta að spila með norska landsliðinu. Bjarte Myrhol, fyrirliði norska karlalandsliðsins, gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru en hún ákveður að henda þessu fram í dagsljósið í miðju stórmóti hjá körlunum. „Þetta var slæm byrjun á deginum hjá okkur. Að fá svona mál í fangið á leikdegi,“ sagði Bjarte Myrhol í viðtali við Verdens Gang en VG birti viðtalið við Noru og hefur farið fyrir umfjöllunni um málið í Noregi.Bjarte Myrhol.Vísir/Getty„Ég get bara talað fyrir mig sjálfan en þetta var mjög erfitt. Það vill enginn sjá svona persónulegt mál koma upp í miðju stórmóti,“ sagði Myrhol. „Það var rétt að segja frá þessu en tímasetningin er alröng. Ég sagði Noru að ég væri mjög ósammála henni í að koma með þetta fram í dagsljósið núna. Mitt mat er að hún sé bara svo reið út í norska handboltasambandið,“ sagði Myrhol. „Við höfum verið í sambandi við Noru. Hópur leikmanna hefur talað við hana og stutt við bakið á henni. Við töluðum við hana og létum hana vita af því að myndirnar væru í dreifingu. Það er mitt mat að við höfum staðið saman í að styðja við bakið á henni. Það er því dapurlegt að við séum settir í þessa vondu stöðu,“ sagði Myrhol. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. Nora Mörk sagði frá fyrr um daginn að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af sér en myndunum var stolið úr síma hennar. Handboltasambandið vissi af þessu í nóvember en Mörk fannst menn þar á bæ taka mjög léttvægt á málinu og því kom hún nú fram, sagði frá dreifingu myndanna hjá leikmönnum karlalandsliðisins og hótaði því jafnframt að hætta að spila með norska landsliðinu. Bjarte Myrhol, fyrirliði norska karlalandsliðsins, gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru en hún ákveður að henda þessu fram í dagsljósið í miðju stórmóti hjá körlunum. „Þetta var slæm byrjun á deginum hjá okkur. Að fá svona mál í fangið á leikdegi,“ sagði Bjarte Myrhol í viðtali við Verdens Gang en VG birti viðtalið við Noru og hefur farið fyrir umfjöllunni um málið í Noregi.Bjarte Myrhol.Vísir/Getty„Ég get bara talað fyrir mig sjálfan en þetta var mjög erfitt. Það vill enginn sjá svona persónulegt mál koma upp í miðju stórmóti,“ sagði Myrhol. „Það var rétt að segja frá þessu en tímasetningin er alröng. Ég sagði Noru að ég væri mjög ósammála henni í að koma með þetta fram í dagsljósið núna. Mitt mat er að hún sé bara svo reið út í norska handboltasambandið,“ sagði Myrhol. „Við höfum verið í sambandi við Noru. Hópur leikmanna hefur talað við hana og stutt við bakið á henni. Við töluðum við hana og létum hana vita af því að myndirnar væru í dreifingu. Það er mitt mat að við höfum staðið saman í að styðja við bakið á henni. Það er því dapurlegt að við séum settir í þessa vondu stöðu,“ sagði Myrhol.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00
Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24