Íslenska liðið Evrópumeistari í golfi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 16:58 Íslendingarnir með verðlaunin Vísir/Getty Ísland er Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golfi eftir frábæra spilamennsku íslensku kylfinganna á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi í dag. Keppni fór þannig fram að keppt var í liðum, karl og kona saman í pari og tvö pör í hverju liði. Keppt var í höggleik og skiptust kylfingarnir á höggum. Íslenska liðið var skipað þeim Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóassyni annars vegar og Birgi Leif Hafþórssyni og Valdísi Þóru Jónsdóttur hins vegar. Ólafía og Axel byrjuðu frábærlega, fengu reyndar skolla á fyrstu holunni en fylgdu henni eftir með fjórum fuglum í röð. Á sama tíma voru Valdís og Birgir Leifur að leiða mjög stöðugt. Þegar stutt var liðið af keppninni var Ísland með þriggja högga forystu á toppi keppninnar, en samtals voru 11 lið í keppninni. Þá fór aðeins að halla undan fæti hjá báðum íslensku pörunum og spænska liðið Noemi Jimenez og Scott Ferandez lék á alls oddi og virtist ætla að sigla öruggum sigri í höfn. Íslensku kylfingarnir gáfust hins vegar ekki upp og áttu frábæran endasprett á meðan þau spænsku misstu flugið.Valdís og Birgir Leifur spiluðu virkilega velvísir/gettyValdís Þóra og Birgir Leifur kláruðu hringinn á þremur fuglum í röð, þar af stórglæsilegum fugli á 18. holunni. Birgir Leifur var óheppinn og innáhöggið hans lak af flötinni og niður í nokkuð erfiða stöðu. Skagamærin Valdís Þóra gerði sér hins vegar lítið fyrir og púttaði upp brekkuna og beint í holu, fugl og tvö högg undir pari á hringnum niðurstaðan hjá þeim. Ólafía og Axel fóru seinna af stað og áttu því nokkrar holur eftir þegar Valdís og Birgir höfðu lokið leik. Þau rétt misstu af erni á 16. holu en kláruðu auðveldan fugl og fyrir síðustu holuna, sem er par fimm, voru þau með eins höggs forystu og allir helstu keppinautarnir búnir að ljúka leik. Ólafía púttaði fyrir fugli en það fór rétt framhjá, auðvelt par og sigurinn svo gott sem í húfi. Eitt af ensku liðunum átti enn eftir að ljúka leik og þar var nýkrýndur sigurvegari Opna breska mótsins, Georgia Hall, að keppa. Hún var alveg líkleg til þess að stela sigrinum en náði því þó ekki og Ísland Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni. Íslenska liðið kláraði leik samtals á þremur höggum undir pari. Í öðru sæti varð eitt af þremur liðum Bretlands á tveimur höggum undir pari og lið frá Svíþjóð og Spáni voru jöfn í þriðja á einu höggi undir pari. Þar sem veitt voru verðlaun um þrjú efstu sætin háðu þau bráðabana um bronsið. Þar vann sænska liðið eftir eina holu. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni fer fram á þennan hátt, með blönduðum liðum karla og kvenna. Mótið er hluti af Meistaramóti Evrópu, sem einnig er að fara fram í fyrsta skipti, þar sem EM í mörgum íþróttagreinum eru haldin á sama tíma í Skotlandi og Berlín, Þýskalandi.Lokastaðanskjáskot/rúv Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ísland er Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golfi eftir frábæra spilamennsku íslensku kylfinganna á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi í dag. Keppni fór þannig fram að keppt var í liðum, karl og kona saman í pari og tvö pör í hverju liði. Keppt var í höggleik og skiptust kylfingarnir á höggum. Íslenska liðið var skipað þeim Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóassyni annars vegar og Birgi Leif Hafþórssyni og Valdísi Þóru Jónsdóttur hins vegar. Ólafía og Axel byrjuðu frábærlega, fengu reyndar skolla á fyrstu holunni en fylgdu henni eftir með fjórum fuglum í röð. Á sama tíma voru Valdís og Birgir Leifur að leiða mjög stöðugt. Þegar stutt var liðið af keppninni var Ísland með þriggja högga forystu á toppi keppninnar, en samtals voru 11 lið í keppninni. Þá fór aðeins að halla undan fæti hjá báðum íslensku pörunum og spænska liðið Noemi Jimenez og Scott Ferandez lék á alls oddi og virtist ætla að sigla öruggum sigri í höfn. Íslensku kylfingarnir gáfust hins vegar ekki upp og áttu frábæran endasprett á meðan þau spænsku misstu flugið.Valdís og Birgir Leifur spiluðu virkilega velvísir/gettyValdís Þóra og Birgir Leifur kláruðu hringinn á þremur fuglum í röð, þar af stórglæsilegum fugli á 18. holunni. Birgir Leifur var óheppinn og innáhöggið hans lak af flötinni og niður í nokkuð erfiða stöðu. Skagamærin Valdís Þóra gerði sér hins vegar lítið fyrir og púttaði upp brekkuna og beint í holu, fugl og tvö högg undir pari á hringnum niðurstaðan hjá þeim. Ólafía og Axel fóru seinna af stað og áttu því nokkrar holur eftir þegar Valdís og Birgir höfðu lokið leik. Þau rétt misstu af erni á 16. holu en kláruðu auðveldan fugl og fyrir síðustu holuna, sem er par fimm, voru þau með eins höggs forystu og allir helstu keppinautarnir búnir að ljúka leik. Ólafía púttaði fyrir fugli en það fór rétt framhjá, auðvelt par og sigurinn svo gott sem í húfi. Eitt af ensku liðunum átti enn eftir að ljúka leik og þar var nýkrýndur sigurvegari Opna breska mótsins, Georgia Hall, að keppa. Hún var alveg líkleg til þess að stela sigrinum en náði því þó ekki og Ísland Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni. Íslenska liðið kláraði leik samtals á þremur höggum undir pari. Í öðru sæti varð eitt af þremur liðum Bretlands á tveimur höggum undir pari og lið frá Svíþjóð og Spáni voru jöfn í þriðja á einu höggi undir pari. Þar sem veitt voru verðlaun um þrjú efstu sætin háðu þau bráðabana um bronsið. Þar vann sænska liðið eftir eina holu. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni fer fram á þennan hátt, með blönduðum liðum karla og kvenna. Mótið er hluti af Meistaramóti Evrópu, sem einnig er að fara fram í fyrsta skipti, þar sem EM í mörgum íþróttagreinum eru haldin á sama tíma í Skotlandi og Berlín, Þýskalandi.Lokastaðanskjáskot/rúv
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira