Brandon Ingram, Rajon Rondo og Chris Paul voru allir dæmdir í leikbann af NBA deildinni fyrir slagsmálin sem brutust út á lokamínútum leiks LA Lakers og Houston Rockets á aðfaranótt sunnudags.
Ingram mun þurfa að fylgjast með næstu 4 leikjum Lakers úr stúkunni á meðan Rondo fékk 3 leikja bann. Chris Paul, leikstjórnandi Rockets, var hins vegar dæmdur í 2 leikja bann og hefur þegar tekið út einn leik þar sem hann var fjarverandi þegar Rockets tapaði fyrir Clippers í nótt.
Mike D´Antoni, þjálfari Rockets, er ósáttur með að Paul hafi verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum og telur að eins leiks bann hefði verið ásættanlegt.
Þó myndbandsupptökur sýni greinilega að Rondo hafi hrækt á Paul þvertekur Luke Walton, þjálfari Lakers fyrir það en hann mótmælir þó ekki leikbönnum Ingram og Rondo.
„Nei hann hrækti ekki á hann. Við munum læra af þessu og við horfum núna fram á veginn. Við höfum rætt þetta og nú þurfum við að herða okkur, horfa jákvæðir fram á veginn og halda áfram að bæta okkur," sagði Walton í samtali við ESPN.
Ingram í lengsta leikbannið fyrir slagsmálin í LA

Tengdar fréttir

Þremur hent út úr húsi í frumraun LeBron með Lakers
Það voru læti í Staples Center þegar LeBron James lék sinn fyrsta heimaleik fyrir LA Lakers í NBA körfuboltanum í nótt.