Facebook biðst afsökunar á að hafa birt auglýsingu "hvítra þjóðernissinna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 16:41 Facebook hefur beðist afsökunar á málinu. Vísir/Getty Samskiptamiðillinn Facebook hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að hafa samþykkt að birta auglýsingu sem beindist að áhugamönnum um samsæriskenningar smíðuðum af hvítum þjóðernissinnum. Fréttavefsíðan The Intercept gat birt auglýsingu á Facebook, en auglýsingin beindist að tæplega 170 þúsund notendum sem höfðu merkt sig áhugasama á „þjóðarmorði á hvítu fólki“ (e. white genocide). Það gerði miðillinn í þeim tilgangi að athuga hversu auðvelt væri fyrir ýmsa öfga- eða haturshópa að beina boðskap sínum að Facebook-notendum sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Þá komst Intercept einnig að því að auðvelt væri að koma Facebook-auglýsingum til notenda eftir því hvernig þeir lýstu sjálfum sér á samskiptamiðlinum. Þannig sýndi miðillinn fram á að auðvelt væri að koma auglýsingum til þeirra sem lýstu sjálfum sér sem „gyðingahöturum.“ Sækjendur í máli Roberts Bowers, mannsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið 11 manns að bana í árás á bænahús Gyðinga í Pittsburgh, telja mögulegt að samsæriskenningar um að „utanaðkomandi aðilar“ vilji eyða hinum hvíta „kynstofni“ hafi hvatt árásarmanninn til þess að fremja voðaverkin. Eftir að Intercept hafði samband við Facebook í von um viðbrögð baðst samskiptarisinn afsökunar, breytti auglýsingakerfi sínu og eyddi út þeim eiginleikum sem talið var að öfgahópar gætu nýtt sér við dreifingu og gerð auglýsinga. Þá hét Facebook því að bæta fleiri „mannlegum endurskoðendum“ við ferlið sem fer af stað þegar auglýsingar eru samþykktar til birtingar. Facebook Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að hafa samþykkt að birta auglýsingu sem beindist að áhugamönnum um samsæriskenningar smíðuðum af hvítum þjóðernissinnum. Fréttavefsíðan The Intercept gat birt auglýsingu á Facebook, en auglýsingin beindist að tæplega 170 þúsund notendum sem höfðu merkt sig áhugasama á „þjóðarmorði á hvítu fólki“ (e. white genocide). Það gerði miðillinn í þeim tilgangi að athuga hversu auðvelt væri fyrir ýmsa öfga- eða haturshópa að beina boðskap sínum að Facebook-notendum sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Þá komst Intercept einnig að því að auðvelt væri að koma Facebook-auglýsingum til notenda eftir því hvernig þeir lýstu sjálfum sér á samskiptamiðlinum. Þannig sýndi miðillinn fram á að auðvelt væri að koma auglýsingum til þeirra sem lýstu sjálfum sér sem „gyðingahöturum.“ Sækjendur í máli Roberts Bowers, mannsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið 11 manns að bana í árás á bænahús Gyðinga í Pittsburgh, telja mögulegt að samsæriskenningar um að „utanaðkomandi aðilar“ vilji eyða hinum hvíta „kynstofni“ hafi hvatt árásarmanninn til þess að fremja voðaverkin. Eftir að Intercept hafði samband við Facebook í von um viðbrögð baðst samskiptarisinn afsökunar, breytti auglýsingakerfi sínu og eyddi út þeim eiginleikum sem talið var að öfgahópar gætu nýtt sér við dreifingu og gerð auglýsinga. Þá hét Facebook því að bæta fleiri „mannlegum endurskoðendum“ við ferlið sem fer af stað þegar auglýsingar eru samþykktar til birtingar.
Facebook Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira