Facebook biðst afsökunar á að hafa birt auglýsingu "hvítra þjóðernissinna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 16:41 Facebook hefur beðist afsökunar á málinu. Vísir/Getty Samskiptamiðillinn Facebook hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að hafa samþykkt að birta auglýsingu sem beindist að áhugamönnum um samsæriskenningar smíðuðum af hvítum þjóðernissinnum. Fréttavefsíðan The Intercept gat birt auglýsingu á Facebook, en auglýsingin beindist að tæplega 170 þúsund notendum sem höfðu merkt sig áhugasama á „þjóðarmorði á hvítu fólki“ (e. white genocide). Það gerði miðillinn í þeim tilgangi að athuga hversu auðvelt væri fyrir ýmsa öfga- eða haturshópa að beina boðskap sínum að Facebook-notendum sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Þá komst Intercept einnig að því að auðvelt væri að koma Facebook-auglýsingum til notenda eftir því hvernig þeir lýstu sjálfum sér á samskiptamiðlinum. Þannig sýndi miðillinn fram á að auðvelt væri að koma auglýsingum til þeirra sem lýstu sjálfum sér sem „gyðingahöturum.“ Sækjendur í máli Roberts Bowers, mannsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið 11 manns að bana í árás á bænahús Gyðinga í Pittsburgh, telja mögulegt að samsæriskenningar um að „utanaðkomandi aðilar“ vilji eyða hinum hvíta „kynstofni“ hafi hvatt árásarmanninn til þess að fremja voðaverkin. Eftir að Intercept hafði samband við Facebook í von um viðbrögð baðst samskiptarisinn afsökunar, breytti auglýsingakerfi sínu og eyddi út þeim eiginleikum sem talið var að öfgahópar gætu nýtt sér við dreifingu og gerð auglýsinga. Þá hét Facebook því að bæta fleiri „mannlegum endurskoðendum“ við ferlið sem fer af stað þegar auglýsingar eru samþykktar til birtingar. Facebook Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að hafa samþykkt að birta auglýsingu sem beindist að áhugamönnum um samsæriskenningar smíðuðum af hvítum þjóðernissinnum. Fréttavefsíðan The Intercept gat birt auglýsingu á Facebook, en auglýsingin beindist að tæplega 170 þúsund notendum sem höfðu merkt sig áhugasama á „þjóðarmorði á hvítu fólki“ (e. white genocide). Það gerði miðillinn í þeim tilgangi að athuga hversu auðvelt væri fyrir ýmsa öfga- eða haturshópa að beina boðskap sínum að Facebook-notendum sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Þá komst Intercept einnig að því að auðvelt væri að koma Facebook-auglýsingum til notenda eftir því hvernig þeir lýstu sjálfum sér á samskiptamiðlinum. Þannig sýndi miðillinn fram á að auðvelt væri að koma auglýsingum til þeirra sem lýstu sjálfum sér sem „gyðingahöturum.“ Sækjendur í máli Roberts Bowers, mannsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið 11 manns að bana í árás á bænahús Gyðinga í Pittsburgh, telja mögulegt að samsæriskenningar um að „utanaðkomandi aðilar“ vilji eyða hinum hvíta „kynstofni“ hafi hvatt árásarmanninn til þess að fremja voðaverkin. Eftir að Intercept hafði samband við Facebook í von um viðbrögð baðst samskiptarisinn afsökunar, breytti auglýsingakerfi sínu og eyddi út þeim eiginleikum sem talið var að öfgahópar gætu nýtt sér við dreifingu og gerð auglýsinga. Þá hét Facebook því að bæta fleiri „mannlegum endurskoðendum“ við ferlið sem fer af stað þegar auglýsingar eru samþykktar til birtingar.
Facebook Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira