Halldór Jóhann: Ég á bara að halda kjafti Guðlaugur Valgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 22:26 Halldór var oft á tíðum hissa á dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira