Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2018 10:30 HB Grandi er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Hvalur hf. var langstærsti hluthafinn í fyrirtækinu í gegnum félögin Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. Fyrir viðskiptin átti Vogun hf. 33,5 prósenta hlut og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. 0,5 prósent. Bæði félögin eru í eigu Hvals hf. en stærstu hluthafar þess félags eru Kristján Loftsson og fjölskylda. Alls eru þetta 619.721.067 hlutir sem félögin seldu í HB Granda á genginu 35. Kaupendur eru sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. og félagið Fiskitangi sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims hf. Kaupverð, 35 krónur á hlut, er nokkuð yfir markaðsverði HB Granda en hlutabréf þess stóðu í 30,2 krónur á hlut á aðallista Kauphallar Íslands eftir lokun markaða í gær. Kristján Loftsson. Með sölunni hafa félög tengd Kristjáni Loftssyni selt nær allan hlut sinn í HB Granda.Vísir/anton brinkFlöggunartilkynningar um viðskiptin voru birtar í Kauphöll Íslands rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá sölunni. Með viðskiptunum eru Kristján Loftsson og fjölskylda að selja nær allan hlut sinn í HB Granda en eftir viðskiptin eiga félög tengd Kristjáni 249.000 hluti. Stór hlutur í Hval hf. finnst ekki Í mars síðastliðnum birtist í Lögbirtingarblaðinu innköllun frá hluthöfum Hvals hf. þar sem farið er þess á leit við stjórn félagsins að samtals 20 prósent af hlutabréfum í félaginu verði felld úr gildi þar sem þau hafi glatast og að ný bréf verði gefin út í staðinn. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Um er að ræða 59 hlutabréf sem samtals mynda um 41,4 milljónir hlutafjár að nafnvirði. Það samsvarar um 3,3 milljörðum króna af eigin fé Hvals hf. Handhafar hlutabréfanna eru í innkölluninni beðnir um að gefa sig fram við stjórn Hvals innan þriggja mánaða og lýsa yfir rétti sínum yfir bréfunum. Ef enginn gefur sig fram áður en fresturinn er liðinn falla niður öll réttindi á hendur félaginu samkvæmt týndu hlutabréfunum og verða þá í staðinn gefin út ný hlutabréf í Hval hf. handa hinum skráðu eigendum. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. Fyrir viðskiptin átti Vogun hf. 33,5 prósenta hlut og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. 0,5 prósent. Bæði félögin eru í eigu Hvals hf. en stærstu hluthafar þess félags eru Kristján Loftsson og fjölskylda. Alls eru þetta 619.721.067 hlutir sem félögin seldu í HB Granda á genginu 35. Kaupendur eru sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. og félagið Fiskitangi sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims hf. Kaupverð, 35 krónur á hlut, er nokkuð yfir markaðsverði HB Granda en hlutabréf þess stóðu í 30,2 krónur á hlut á aðallista Kauphallar Íslands eftir lokun markaða í gær. Kristján Loftsson. Með sölunni hafa félög tengd Kristjáni Loftssyni selt nær allan hlut sinn í HB Granda.Vísir/anton brinkFlöggunartilkynningar um viðskiptin voru birtar í Kauphöll Íslands rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá sölunni. Með viðskiptunum eru Kristján Loftsson og fjölskylda að selja nær allan hlut sinn í HB Granda en eftir viðskiptin eiga félög tengd Kristjáni 249.000 hluti. Stór hlutur í Hval hf. finnst ekki Í mars síðastliðnum birtist í Lögbirtingarblaðinu innköllun frá hluthöfum Hvals hf. þar sem farið er þess á leit við stjórn félagsins að samtals 20 prósent af hlutabréfum í félaginu verði felld úr gildi þar sem þau hafi glatast og að ný bréf verði gefin út í staðinn. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Um er að ræða 59 hlutabréf sem samtals mynda um 41,4 milljónir hlutafjár að nafnvirði. Það samsvarar um 3,3 milljörðum króna af eigin fé Hvals hf. Handhafar hlutabréfanna eru í innkölluninni beðnir um að gefa sig fram við stjórn Hvals innan þriggja mánaða og lýsa yfir rétti sínum yfir bréfunum. Ef enginn gefur sig fram áður en fresturinn er liðinn falla niður öll réttindi á hendur félaginu samkvæmt týndu hlutabréfunum og verða þá í staðinn gefin út ný hlutabréf í Hval hf. handa hinum skráðu eigendum.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira