Hraðhleðslustöðvar ON orðnar 20 talsins Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 11:05 Fyrsti bíllinn hlaðinn á nýrri hraðhleðslustöð ON á Djúpavogi. Í árslok 2018 verða hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar (ON) orðnar 50 talsins og dreifðar um allt land. Nú eru þær orðnar 20 og sú nýjasta var opnuð á Djúpavogi í vikunni. Það var Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi sem hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun og sést hún hér á mynd hlaða bíl sinn. Hleðslustöðin er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundna hleðslu. Hleðslustöðin á Djúpavogi er við veitingastaðinn Voginn. ON, sem hefur einsett sér að varða hringveginn hleðslustöðvum, mun á næstu dögum opna hlöður við Jökulsárlón og í Freysnesi sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum. Á næstu vikum bætast svo við hlöður á Stöðvarfirði, við Minni-Borg í Grímsnesi, við Mývatn og við þjónustustöðvar N1 hvorttveggja við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Hleðslustöðvar ON verða orðnar fleiri en 50 í árslok 2018. ON á í samstarfi við fjölda aðila um þessa uppbyggingu hleðslustöðvanets um landið. Einna mikilvægastir eru þeir sem leggja til aðstöðu fyrir hlöðurnar og hefur N1 leikið þar stórt hlutverk. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
Í árslok 2018 verða hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar (ON) orðnar 50 talsins og dreifðar um allt land. Nú eru þær orðnar 20 og sú nýjasta var opnuð á Djúpavogi í vikunni. Það var Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi sem hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun og sést hún hér á mynd hlaða bíl sinn. Hleðslustöðin er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundna hleðslu. Hleðslustöðin á Djúpavogi er við veitingastaðinn Voginn. ON, sem hefur einsett sér að varða hringveginn hleðslustöðvum, mun á næstu dögum opna hlöður við Jökulsárlón og í Freysnesi sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum. Á næstu vikum bætast svo við hlöður á Stöðvarfirði, við Minni-Borg í Grímsnesi, við Mývatn og við þjónustustöðvar N1 hvorttveggja við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Hleðslustöðvar ON verða orðnar fleiri en 50 í árslok 2018. ON á í samstarfi við fjölda aðila um þessa uppbyggingu hleðslustöðvanets um landið. Einna mikilvægastir eru þeir sem leggja til aðstöðu fyrir hlöðurnar og hefur N1 leikið þar stórt hlutverk.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent