Viljalaust verkfæri Anna Steinsen skrifar 29. mars 2017 07:00 Stanslaust áreiti frá öllum samfélagsmiðlunum og í raun aldrei friður. Ungt fólk oft eins og fangar símans, viljalaus verkfæri. Líta stundum út eins og uppvakningar og horfa varla upp til að taka eftir því sem er að gerast í kringum þau. Þau eru ýmist í símanum eða iPadinum. Má ekki missa af neinu ... ding, ding ... skilaboðin hrynja inn og fleiri „like“. Verða að fanga augnablikið og taka það upp á Snapchat. Augnablikið sem er í raun farið því þú varst of upptekinn við að taka það upp. Afleiðingin er sú að kvíði og þunglyndi er að aukast í heiminum, er að verða að faraldri. Rannsóknir sýna að ungt fólk sefur minna, eyðir meiri tíma á samfélagsmiðlunum, horfir meira á sjónvarp og er í tölvuleikjum, en heilsan dvínar. Sem móðir fjögurra barna hef ég miklar áhyggjur af þessu. Ég viðurkenni að ég er sjálf oft í símanum, er að vinna, skoða, spekúlera, pósta og fylgjast með. Við fullorðnir erum oft á tíðum ekkert skárri ... jafnvægi milli vinnu og einkalífs nánast horfið, því við getum auðveldlega unnið allan sólarhringinn. Alltaf tengd, alltaf í vinnunni .... en samt ekki, því ég er heima, en hugurinn er ekki á staðnum. Margir út úr stressaðir af of miklu álagi og áreiti í mörg, mörg ár. Við virðumst bara hafa minni tíma en áður. Það eru líklegast færri tímar í sólarhringnum eða hvað eftir að allir samfélagsmiðlarnir bættust við allt annað sem þarf að sinna og gera. Hvaða áhrif ætli þetta hafi á fjölskyldulífið og börnin? Samfélagsmiðlar eru frábærir að mörgu leyti en að mínu mati hins vegar alls ekki. Verstur finnst mér samanburðurinn. Sama hvaða árangri við náum, þá er alltaf einhver sem nær betri árangri. Eitt fermingarbarnið fær flottari gjafir en þú, útskriftarnemi með betri einkunnir eða kláraði námið á styttri tíma, sumir eru betri í fótbolta, skora flottari mörk, eru skemmtilegri, sætari, í betra formi og einfaldlega bara að gera skemmtilegri hluti. Samfélagsmiðlarnir eru notaðir til að sýna hvað við elskum fólkið okkar mikið, eiginlega meira en næsti maður og hvað börnin okkar eru að ná frábærum árangri í skóla, einkunnirnar stundum settar inn og allir hressir. Ef ég fæ nógu mörg „like“ þá er ég allavega falleg, annars ekki. Allt er þetta hluti af einhverri glansmynd. Á unglingsárunum er alveg ótrúlega mikið að gerast í líkama okkar, hormónar á fullu, sjálfsmyndin að mótast og vinirnir verða oft mikilvægari en fjölskyldan. Gríðarlega stór og mikilvægur tími í lífi okkar allra. Á meðan sjálfsmyndin er að mótast er alls ekki heilbrigt að vera stöðugt að bera sig saman við aðra, sem virðast vera betri, þannig að við förum að leita að einhverjum sem nær lakari árangri til að við lítum betur út. Virkum betri. Erum einhvern veginn aldrei nóg! Í þessum heimi er það auðvitað alltaf þannig að sumir eru færari en aðrir. Það væri að æra óstöðugan að pæla endalaust í því og gerir ekkert annað en að rýra sjálfstraustið og sér í lagi þegar verið er að byggja það upp. Skoðum frekar allt það jákvæða sem er í kringum okkur í staðinn fyrir það neikvæða. Allir eru góðir í einhverju. Hver og einn hefur sinn styrkleika, ræktum þá frekar en að pæla í hvað við getum ekki. Hvað erum við að gera vel, skoða það líka, helst alla daga. Prófum að gefa okkur frí frá samfélagsmiðlunum í smá tíma jafnvel þó það sé ekki nema til þess að minnka þann tíma sem í þá fer. Gerum eitthvað skemmtilegt í staðinn eða látum okkur bara leiðast, sem er líka heilbrigt og hollt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stanslaust áreiti frá öllum samfélagsmiðlunum og í raun aldrei friður. Ungt fólk oft eins og fangar símans, viljalaus verkfæri. Líta stundum út eins og uppvakningar og horfa varla upp til að taka eftir því sem er að gerast í kringum þau. Þau eru ýmist í símanum eða iPadinum. Má ekki missa af neinu ... ding, ding ... skilaboðin hrynja inn og fleiri „like“. Verða að fanga augnablikið og taka það upp á Snapchat. Augnablikið sem er í raun farið því þú varst of upptekinn við að taka það upp. Afleiðingin er sú að kvíði og þunglyndi er að aukast í heiminum, er að verða að faraldri. Rannsóknir sýna að ungt fólk sefur minna, eyðir meiri tíma á samfélagsmiðlunum, horfir meira á sjónvarp og er í tölvuleikjum, en heilsan dvínar. Sem móðir fjögurra barna hef ég miklar áhyggjur af þessu. Ég viðurkenni að ég er sjálf oft í símanum, er að vinna, skoða, spekúlera, pósta og fylgjast með. Við fullorðnir erum oft á tíðum ekkert skárri ... jafnvægi milli vinnu og einkalífs nánast horfið, því við getum auðveldlega unnið allan sólarhringinn. Alltaf tengd, alltaf í vinnunni .... en samt ekki, því ég er heima, en hugurinn er ekki á staðnum. Margir út úr stressaðir af of miklu álagi og áreiti í mörg, mörg ár. Við virðumst bara hafa minni tíma en áður. Það eru líklegast færri tímar í sólarhringnum eða hvað eftir að allir samfélagsmiðlarnir bættust við allt annað sem þarf að sinna og gera. Hvaða áhrif ætli þetta hafi á fjölskyldulífið og börnin? Samfélagsmiðlar eru frábærir að mörgu leyti en að mínu mati hins vegar alls ekki. Verstur finnst mér samanburðurinn. Sama hvaða árangri við náum, þá er alltaf einhver sem nær betri árangri. Eitt fermingarbarnið fær flottari gjafir en þú, útskriftarnemi með betri einkunnir eða kláraði námið á styttri tíma, sumir eru betri í fótbolta, skora flottari mörk, eru skemmtilegri, sætari, í betra formi og einfaldlega bara að gera skemmtilegri hluti. Samfélagsmiðlarnir eru notaðir til að sýna hvað við elskum fólkið okkar mikið, eiginlega meira en næsti maður og hvað börnin okkar eru að ná frábærum árangri í skóla, einkunnirnar stundum settar inn og allir hressir. Ef ég fæ nógu mörg „like“ þá er ég allavega falleg, annars ekki. Allt er þetta hluti af einhverri glansmynd. Á unglingsárunum er alveg ótrúlega mikið að gerast í líkama okkar, hormónar á fullu, sjálfsmyndin að mótast og vinirnir verða oft mikilvægari en fjölskyldan. Gríðarlega stór og mikilvægur tími í lífi okkar allra. Á meðan sjálfsmyndin er að mótast er alls ekki heilbrigt að vera stöðugt að bera sig saman við aðra, sem virðast vera betri, þannig að við förum að leita að einhverjum sem nær lakari árangri til að við lítum betur út. Virkum betri. Erum einhvern veginn aldrei nóg! Í þessum heimi er það auðvitað alltaf þannig að sumir eru færari en aðrir. Það væri að æra óstöðugan að pæla endalaust í því og gerir ekkert annað en að rýra sjálfstraustið og sér í lagi þegar verið er að byggja það upp. Skoðum frekar allt það jákvæða sem er í kringum okkur í staðinn fyrir það neikvæða. Allir eru góðir í einhverju. Hver og einn hefur sinn styrkleika, ræktum þá frekar en að pæla í hvað við getum ekki. Hvað erum við að gera vel, skoða það líka, helst alla daga. Prófum að gefa okkur frí frá samfélagsmiðlunum í smá tíma jafnvel þó það sé ekki nema til þess að minnka þann tíma sem í þá fer. Gerum eitthvað skemmtilegt í staðinn eða látum okkur bara leiðast, sem er líka heilbrigt og hollt.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun