
Opið bréf til stjórnar Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands
Sem félagi í FF, með aðild að sjúkrasjóði KÍ, leikur mér forvitni á að vita um meðferð fjármuna, sem á sínum tíma eiga að hafa verið hluti iðgjalds frá Tækniskóla Íslands til Vísindasjóðs FF og FS, líklega á árunum 2010 og 2011, en eiga á óútskýrðan máta, fyrir meint mistök varðandi tölvuhugbúnað, að hafa „varpast“ yfir í Sjúkrasjóð KÍ og setið þar, uns þeir voru endurheimtir af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, í sept.-nóv. 2016 og lagðir inn á biðreikning FF í Íslandsbanka, að sögn formanns FF.
Til frekari útskýringar vil ég hér vitna til ummæla í bréfi undirrituðu af formanni FF, Guðríði Arnardóttur, sem sent var út undir yfirskriftinni „Greinargerð frá formanni um málefni Vísindasjóðs FF og FS“ til fundarfulltrúa svokallaðs „auka-aðalfundar FF“ fáum dögum fyrir þann fund sem haldinn var 7. nóv. 2016 (bréfið er ódagsett, en líklega sent út til fundarmanna 3. eða 4. nóvember). Í greinargerðinni segir formaður FF, Guðríður Arnardóttir, orðrétt á bls. 5, undir feitletraðri fyrirsögn „0,22% - týnda framlag Tækniskólans“:
„Eins og bent hefur verið á réttilega skiluðu 0,22% af framlögum Tækniskólans sér ekki til Vísindasjóðs á tilteknu tímabili. Þetta kom fram við skoðun gagna frá þeim tíma. Mér vitanlega var aldrei reynt að hafa samband við Kennarasamband Íslands að leita skýringa heldur var þetta hluti af kæru sjóðsstjórnar til lögreglu og var stjórn FF ekki upplýst um það.
Þegar mér varð kunnugt um málið í haust hringdi ég í skólameistara Tækniskólans og fjármálastjóra, var í sambandi við forritara DK kerfisins og endurskoðandi Kennarasambandsins fór yfir færslur frá þeim tíma. Á þremur dögum fannst skýringin en fyrir mistök hafði forritun hjá DK hugbúnaði varpað þessum 0,22% í sjúkrasjóð. Reyndar var á þessum tíma talsvert um villur hjá Tækniskólanum og fannst sambærileg villa í hina áttina, ofgreiðslur í Vísindasjóð. Þetta liggur nú fyrir og hefur verið leiðrétt. Upphæðin var að minni tillögu lögð inn á biðreikning FF hjá Íslandsbanka.“
Í ljósi þessara orða formanns FF langar mig sem sjóðsfélagi í Sjúkrasjóði KÍ, félagi í FF og KÍ og einn eigandi að Vísindasjóði FF og FS að spyrja stjórn Sjúkrasjóðs KÍ um eftirfarandi:
1. Er ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ kunnugt um að fjármunir, sem á árunum 2010-11 áttu að lenda í vörslu Vísindasjóðs FF og FS, hafi lent inni í Sjúkrasjóði KÍ?
2. Ef svo er, hvenær var ykkur kunnugt um það?
3. Ef svo er, um hversu háa fjárhæð var þá að ræða? Og ef svo er, kom hvergi fram í bókhaldi Sjúkrasjóðs KÍ á árunum 2010-16 að óeðlilega mikið kynni að vera í sjóðnum sem næmi þessu umframfjárframlagi?
4. Hafði einhver samband við ykkur í stjórn Sjúkrasjóðs KÍ eða við einhvern stjórnarmann á einhverjum tímapunkti núverandi stjórnar, vegna þessara fjármuna, sem ranglega eiga að hafa verið lagðir inn í Sjúkrasjóð KÍ?
5. Ef svo er, hver hafði þá samband vegna þeirra meintu mistaka og hvenær?
6. Hefur einhver fjárhæð verið endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ vegna meintra mistaka af ofangreindum toga?
7. Ef það var formaður FF, sem sótti féð í hendur Sjúkrasjóðs KÍ, var þá gengið úr skugga um að fjárhæðin yrði endurgreidd til lögmætra og réttmætra vörsluaðila sem upphaflega áttu að fá féð?
8. Ef fjárhæð var endurgreidd úr Sjúkrasjóði KÍ, hve há var hún, hvenær var hún greidd, inn á hvaða reikning og til hvaða vörsluaðila?
9. Hefur Sjúkrasjóður KÍ undir höndum kvittanir eða færsluyfirlit fyrir innlögn fjárins: a) Inn í reikning Vísindasjóð FF og FS?; eða b) Inn á annan reikning, og þá í umsjá hvers og samkvæmt fyrirmælum hvers? Hafi féð verið flutt úr Sjúkrasjóði KÍ yfir á annan reikning, hvaða dag fór þá sú millifærsla fram? (Hér vil ég nefna að dagsetning gæti skipt máli hvort féð hafi verið lagt inn á réttmætan aðila.)
10. Kannast stjórn Sjúkrasjóðs KÍ, í heild eða sem einstaklingar, að öðru leyti við samskipti við formann FF út af umræddum fjármunum? Ef svo er, í hverju hafa þau samskipti þá verið fólgin?
Með fyrirfram þökk og ósk um nákvæm og greinargóð svör.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar