Stöðvum eiturfrumvarpið! Sigurbergur Sveinsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Íslendingar eru dugleg þjóð sem hefur komist af í þúsund ár í harðbýlu landi. Við erum tarnafólk og getum státað af ótrúlegum afrekum, allavega miðað við höfðatölu. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar evrópskrar heilsufarsrannsóknar drekkum við til dæmis áfengi sjaldnar en ýmsar þjóðir sem við höfum borið okkur saman við en við drekkum meira í hvert sinn. Sem sagt: Þegar við drekkum þá dettum við í það, eins og það er kallað. Og þetta gerum við þrátt fyrir að við þurfum að fara í sérstakar búðir, sem eru meira að segja lokaðar á sunnudögum, til þess að sækja eitrið ? því etanól, virka efnið í áfengi, er að mínu viti eitur og getur valdið eitrunaráhrifum. Ekki þarf að deila um það. Maður skyldi ætla að það ætti engu að síður að duga íslensku ?afreksfólki? í áfengisneyslu. En nei. Betur má ef duga skal og nú hafa nokkrir alþingismenn, fulltrúar okkar á elsta löggjafarþingi heims, ákveðið að eitra enn frekar fyrir þjóðinni og hafa áfengið aðgengilegt 24/7 ? allan sólarhringinn, allan ársins hring. Og það þrátt fyrir að fólk sem starfar með áfengis- og vímuefnafíklum hafi jafnvel skilgreint áfengið sem hættulegasta vímuefnið eins og starfskona í Konukoti gerði nýverið í útvarpsviðtali. Þetta þykir undirrituðum undarleg aðferðafræði til þess að koma enn meira áfengi ofan í þjóðina. Víst er að stór hluti hennar hefur ágæta stjórn á neyslu sinni. En nú verð ég að færa flutningsfólki eiturfrumvarpsins allmerkileg tíðindi: Áfengi er vímu- og fíkniefni, ólíkt matvöru. Þau rök að það sé matvara eru því endemis rugl. Við höfum til dæmis sérstakar verslanir fyrir lyf sem selja ávanabindandi efni til þess að takmarka notkun þeirra. Það eru lyfjaverslanir. Vínbúðir ÁTVR falla að mínu mati að vissu leyti í sama flokk. Og þar sem löglegt er að selja vímuefnið áfengi þá þykir mér því ágætlega fyrir komið undir merkjum einkasölu á vegum ríkisins með viðeigandi takmörkunum. Enda hafa verslanir ÁTVR staðið sig með afbrigðum vel. Það skal tekið fram að ég neyti sjálfur áfengis en tel mig hafa ágæta stjórn á því og hef því marktæka reynslu af viðskiptum við verslanir Ríkisins. Ég er ánægður með þjónustu og úrval þar og vil ekki breyta því fyrirkomulagi. Ég hef áður bent á hættuna á að með því að einkasala ÁTVR á áfengi verði afnumin skapist umtalsverð hætta á því að stórar verslanakeðjur nái algjörum yfirráðum á þessum markaði. Þær munu að mínu mati velja þær tegundir sem viðskiptavinirnir fá þá að kaupa og stjórna verðlagi. Þetta tel ég að verði til þess að úrval minnki og verð hækki. Það eru ekki góð skipti frá því sem nú er. Hið nýja fyrirkomulag myndi líka reynast smærri innlendum framleiðendum afar þungt í skauti. Þeir geta nú átt samskipti við einn aðila um sölu á vörum sínum innanlands en með afnámi einkasölu ÁTVR verða þeir undir þá sök seldir að þurfa að semja við hina og þessa smásöluaðila um að koma vöru sinni á framfæri og geta líka þurft að sætta sig við verðlagningu sem jafnvel dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði. Að öðrum kosti skuli þeir hypja sig á brott með vöru sína úr viðkomandi verslun. Og það sem verra gæti verið; viðkomandi verslanakeðju. Og þá er voðinn vís fyrir ýmsa innlenda framleiðslu. En fyrst og fremst er ég á móti afnámi einkasölu vegna þess að ég vil ekki rýmka hömlur á sölu á vanabindandi vímu- og fíkniefnum alveg á sama hátt og við takmörkum hámarkshraða vélknúinna ökutækja til að vernda heilsu og líf fólks. Algjört frelsi getur aldrei orðið mannlegu samfélagi til góðs. Ég tel að með því að halda núverandi fyrirkomulagi takist okkur að lágmarka áhættu án þess að hefta frelsi. Eiturfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi verður aldrei annað en lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva enn dýpra í hin sorglegu hyldýpi þess mannlega breyskleika sem ofneysla áfengis felur í sér. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Íslendingar eru dugleg þjóð sem hefur komist af í þúsund ár í harðbýlu landi. Við erum tarnafólk og getum státað af ótrúlegum afrekum, allavega miðað við höfðatölu. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar evrópskrar heilsufarsrannsóknar drekkum við til dæmis áfengi sjaldnar en ýmsar þjóðir sem við höfum borið okkur saman við en við drekkum meira í hvert sinn. Sem sagt: Þegar við drekkum þá dettum við í það, eins og það er kallað. Og þetta gerum við þrátt fyrir að við þurfum að fara í sérstakar búðir, sem eru meira að segja lokaðar á sunnudögum, til þess að sækja eitrið ? því etanól, virka efnið í áfengi, er að mínu viti eitur og getur valdið eitrunaráhrifum. Ekki þarf að deila um það. Maður skyldi ætla að það ætti engu að síður að duga íslensku ?afreksfólki? í áfengisneyslu. En nei. Betur má ef duga skal og nú hafa nokkrir alþingismenn, fulltrúar okkar á elsta löggjafarþingi heims, ákveðið að eitra enn frekar fyrir þjóðinni og hafa áfengið aðgengilegt 24/7 ? allan sólarhringinn, allan ársins hring. Og það þrátt fyrir að fólk sem starfar með áfengis- og vímuefnafíklum hafi jafnvel skilgreint áfengið sem hættulegasta vímuefnið eins og starfskona í Konukoti gerði nýverið í útvarpsviðtali. Þetta þykir undirrituðum undarleg aðferðafræði til þess að koma enn meira áfengi ofan í þjóðina. Víst er að stór hluti hennar hefur ágæta stjórn á neyslu sinni. En nú verð ég að færa flutningsfólki eiturfrumvarpsins allmerkileg tíðindi: Áfengi er vímu- og fíkniefni, ólíkt matvöru. Þau rök að það sé matvara eru því endemis rugl. Við höfum til dæmis sérstakar verslanir fyrir lyf sem selja ávanabindandi efni til þess að takmarka notkun þeirra. Það eru lyfjaverslanir. Vínbúðir ÁTVR falla að mínu mati að vissu leyti í sama flokk. Og þar sem löglegt er að selja vímuefnið áfengi þá þykir mér því ágætlega fyrir komið undir merkjum einkasölu á vegum ríkisins með viðeigandi takmörkunum. Enda hafa verslanir ÁTVR staðið sig með afbrigðum vel. Það skal tekið fram að ég neyti sjálfur áfengis en tel mig hafa ágæta stjórn á því og hef því marktæka reynslu af viðskiptum við verslanir Ríkisins. Ég er ánægður með þjónustu og úrval þar og vil ekki breyta því fyrirkomulagi. Ég hef áður bent á hættuna á að með því að einkasala ÁTVR á áfengi verði afnumin skapist umtalsverð hætta á því að stórar verslanakeðjur nái algjörum yfirráðum á þessum markaði. Þær munu að mínu mati velja þær tegundir sem viðskiptavinirnir fá þá að kaupa og stjórna verðlagi. Þetta tel ég að verði til þess að úrval minnki og verð hækki. Það eru ekki góð skipti frá því sem nú er. Hið nýja fyrirkomulag myndi líka reynast smærri innlendum framleiðendum afar þungt í skauti. Þeir geta nú átt samskipti við einn aðila um sölu á vörum sínum innanlands en með afnámi einkasölu ÁTVR verða þeir undir þá sök seldir að þurfa að semja við hina og þessa smásöluaðila um að koma vöru sinni á framfæri og geta líka þurft að sætta sig við verðlagningu sem jafnvel dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði. Að öðrum kosti skuli þeir hypja sig á brott með vöru sína úr viðkomandi verslun. Og það sem verra gæti verið; viðkomandi verslanakeðju. Og þá er voðinn vís fyrir ýmsa innlenda framleiðslu. En fyrst og fremst er ég á móti afnámi einkasölu vegna þess að ég vil ekki rýmka hömlur á sölu á vanabindandi vímu- og fíkniefnum alveg á sama hátt og við takmörkum hámarkshraða vélknúinna ökutækja til að vernda heilsu og líf fólks. Algjört frelsi getur aldrei orðið mannlegu samfélagi til góðs. Ég tel að með því að halda núverandi fyrirkomulagi takist okkur að lágmarka áhættu án þess að hefta frelsi. Eiturfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi verður aldrei annað en lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva enn dýpra í hin sorglegu hyldýpi þess mannlega breyskleika sem ofneysla áfengis felur í sér. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun