Stöðvum eiturfrumvarpið! Sigurbergur Sveinsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Íslendingar eru dugleg þjóð sem hefur komist af í þúsund ár í harðbýlu landi. Við erum tarnafólk og getum státað af ótrúlegum afrekum, allavega miðað við höfðatölu. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar evrópskrar heilsufarsrannsóknar drekkum við til dæmis áfengi sjaldnar en ýmsar þjóðir sem við höfum borið okkur saman við en við drekkum meira í hvert sinn. Sem sagt: Þegar við drekkum þá dettum við í það, eins og það er kallað. Og þetta gerum við þrátt fyrir að við þurfum að fara í sérstakar búðir, sem eru meira að segja lokaðar á sunnudögum, til þess að sækja eitrið ? því etanól, virka efnið í áfengi, er að mínu viti eitur og getur valdið eitrunaráhrifum. Ekki þarf að deila um það. Maður skyldi ætla að það ætti engu að síður að duga íslensku ?afreksfólki? í áfengisneyslu. En nei. Betur má ef duga skal og nú hafa nokkrir alþingismenn, fulltrúar okkar á elsta löggjafarþingi heims, ákveðið að eitra enn frekar fyrir þjóðinni og hafa áfengið aðgengilegt 24/7 ? allan sólarhringinn, allan ársins hring. Og það þrátt fyrir að fólk sem starfar með áfengis- og vímuefnafíklum hafi jafnvel skilgreint áfengið sem hættulegasta vímuefnið eins og starfskona í Konukoti gerði nýverið í útvarpsviðtali. Þetta þykir undirrituðum undarleg aðferðafræði til þess að koma enn meira áfengi ofan í þjóðina. Víst er að stór hluti hennar hefur ágæta stjórn á neyslu sinni. En nú verð ég að færa flutningsfólki eiturfrumvarpsins allmerkileg tíðindi: Áfengi er vímu- og fíkniefni, ólíkt matvöru. Þau rök að það sé matvara eru því endemis rugl. Við höfum til dæmis sérstakar verslanir fyrir lyf sem selja ávanabindandi efni til þess að takmarka notkun þeirra. Það eru lyfjaverslanir. Vínbúðir ÁTVR falla að mínu mati að vissu leyti í sama flokk. Og þar sem löglegt er að selja vímuefnið áfengi þá þykir mér því ágætlega fyrir komið undir merkjum einkasölu á vegum ríkisins með viðeigandi takmörkunum. Enda hafa verslanir ÁTVR staðið sig með afbrigðum vel. Það skal tekið fram að ég neyti sjálfur áfengis en tel mig hafa ágæta stjórn á því og hef því marktæka reynslu af viðskiptum við verslanir Ríkisins. Ég er ánægður með þjónustu og úrval þar og vil ekki breyta því fyrirkomulagi. Ég hef áður bent á hættuna á að með því að einkasala ÁTVR á áfengi verði afnumin skapist umtalsverð hætta á því að stórar verslanakeðjur nái algjörum yfirráðum á þessum markaði. Þær munu að mínu mati velja þær tegundir sem viðskiptavinirnir fá þá að kaupa og stjórna verðlagi. Þetta tel ég að verði til þess að úrval minnki og verð hækki. Það eru ekki góð skipti frá því sem nú er. Hið nýja fyrirkomulag myndi líka reynast smærri innlendum framleiðendum afar þungt í skauti. Þeir geta nú átt samskipti við einn aðila um sölu á vörum sínum innanlands en með afnámi einkasölu ÁTVR verða þeir undir þá sök seldir að þurfa að semja við hina og þessa smásöluaðila um að koma vöru sinni á framfæri og geta líka þurft að sætta sig við verðlagningu sem jafnvel dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði. Að öðrum kosti skuli þeir hypja sig á brott með vöru sína úr viðkomandi verslun. Og það sem verra gæti verið; viðkomandi verslanakeðju. Og þá er voðinn vís fyrir ýmsa innlenda framleiðslu. En fyrst og fremst er ég á móti afnámi einkasölu vegna þess að ég vil ekki rýmka hömlur á sölu á vanabindandi vímu- og fíkniefnum alveg á sama hátt og við takmörkum hámarkshraða vélknúinna ökutækja til að vernda heilsu og líf fólks. Algjört frelsi getur aldrei orðið mannlegu samfélagi til góðs. Ég tel að með því að halda núverandi fyrirkomulagi takist okkur að lágmarka áhættu án þess að hefta frelsi. Eiturfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi verður aldrei annað en lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva enn dýpra í hin sorglegu hyldýpi þess mannlega breyskleika sem ofneysla áfengis felur í sér. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru dugleg þjóð sem hefur komist af í þúsund ár í harðbýlu landi. Við erum tarnafólk og getum státað af ótrúlegum afrekum, allavega miðað við höfðatölu. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar evrópskrar heilsufarsrannsóknar drekkum við til dæmis áfengi sjaldnar en ýmsar þjóðir sem við höfum borið okkur saman við en við drekkum meira í hvert sinn. Sem sagt: Þegar við drekkum þá dettum við í það, eins og það er kallað. Og þetta gerum við þrátt fyrir að við þurfum að fara í sérstakar búðir, sem eru meira að segja lokaðar á sunnudögum, til þess að sækja eitrið ? því etanól, virka efnið í áfengi, er að mínu viti eitur og getur valdið eitrunaráhrifum. Ekki þarf að deila um það. Maður skyldi ætla að það ætti engu að síður að duga íslensku ?afreksfólki? í áfengisneyslu. En nei. Betur má ef duga skal og nú hafa nokkrir alþingismenn, fulltrúar okkar á elsta löggjafarþingi heims, ákveðið að eitra enn frekar fyrir þjóðinni og hafa áfengið aðgengilegt 24/7 ? allan sólarhringinn, allan ársins hring. Og það þrátt fyrir að fólk sem starfar með áfengis- og vímuefnafíklum hafi jafnvel skilgreint áfengið sem hættulegasta vímuefnið eins og starfskona í Konukoti gerði nýverið í útvarpsviðtali. Þetta þykir undirrituðum undarleg aðferðafræði til þess að koma enn meira áfengi ofan í þjóðina. Víst er að stór hluti hennar hefur ágæta stjórn á neyslu sinni. En nú verð ég að færa flutningsfólki eiturfrumvarpsins allmerkileg tíðindi: Áfengi er vímu- og fíkniefni, ólíkt matvöru. Þau rök að það sé matvara eru því endemis rugl. Við höfum til dæmis sérstakar verslanir fyrir lyf sem selja ávanabindandi efni til þess að takmarka notkun þeirra. Það eru lyfjaverslanir. Vínbúðir ÁTVR falla að mínu mati að vissu leyti í sama flokk. Og þar sem löglegt er að selja vímuefnið áfengi þá þykir mér því ágætlega fyrir komið undir merkjum einkasölu á vegum ríkisins með viðeigandi takmörkunum. Enda hafa verslanir ÁTVR staðið sig með afbrigðum vel. Það skal tekið fram að ég neyti sjálfur áfengis en tel mig hafa ágæta stjórn á því og hef því marktæka reynslu af viðskiptum við verslanir Ríkisins. Ég er ánægður með þjónustu og úrval þar og vil ekki breyta því fyrirkomulagi. Ég hef áður bent á hættuna á að með því að einkasala ÁTVR á áfengi verði afnumin skapist umtalsverð hætta á því að stórar verslanakeðjur nái algjörum yfirráðum á þessum markaði. Þær munu að mínu mati velja þær tegundir sem viðskiptavinirnir fá þá að kaupa og stjórna verðlagi. Þetta tel ég að verði til þess að úrval minnki og verð hækki. Það eru ekki góð skipti frá því sem nú er. Hið nýja fyrirkomulag myndi líka reynast smærri innlendum framleiðendum afar þungt í skauti. Þeir geta nú átt samskipti við einn aðila um sölu á vörum sínum innanlands en með afnámi einkasölu ÁTVR verða þeir undir þá sök seldir að þurfa að semja við hina og þessa smásöluaðila um að koma vöru sinni á framfæri og geta líka þurft að sætta sig við verðlagningu sem jafnvel dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði. Að öðrum kosti skuli þeir hypja sig á brott með vöru sína úr viðkomandi verslun. Og það sem verra gæti verið; viðkomandi verslanakeðju. Og þá er voðinn vís fyrir ýmsa innlenda framleiðslu. En fyrst og fremst er ég á móti afnámi einkasölu vegna þess að ég vil ekki rýmka hömlur á sölu á vanabindandi vímu- og fíkniefnum alveg á sama hátt og við takmörkum hámarkshraða vélknúinna ökutækja til að vernda heilsu og líf fólks. Algjört frelsi getur aldrei orðið mannlegu samfélagi til góðs. Ég tel að með því að halda núverandi fyrirkomulagi takist okkur að lágmarka áhættu án þess að hefta frelsi. Eiturfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi verður aldrei annað en lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva enn dýpra í hin sorglegu hyldýpi þess mannlega breyskleika sem ofneysla áfengis felur í sér. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun