LSH, Klíníkin og samkeppni Benedikt Ó. Sveinsson skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. Stóru spítalarnir á höfuðborgarsvæðinu voru sameinaðir undir einn hatt og dregið verulega úr starfsemi kragasjúkrahúsanna og einu þeirra var lokað að fullu, St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Með þessu átti að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri Landspítalans og bæta þjónustu og aðgengi allra landsmanna til muna. Þessi stofnun fékk það undarlega heiti Landspítali-háskólasjúkrahús, skammstafað LSH. Ekki dugði minna til en að kalla stofnunina bæði spítala og sjúkrahús, eins og til að leggja áherslu á að stofnunin væri Fjallið eina innan íslensks heilbrigðiskerfis.Fjallið eina Það átti að blása til sóknar í heilbrigðismálum og reisa nýjan spítala austur af Háskólanum. En stjórnmálafólk sveik gefin loforð. Lítið sem ekkert aukafjármagn fylgdi sameiningarferlinu. Frá fyrsta degi hafa forráðamenn LSH verið með sífelldan barlóm í fjölmiðlum vegna fjárskorts. Ekkert bólar á nýjum spítala og enn er þrasað um staðarval. Það hefur verið óhóflegt álag á starfsfólki LSH um árabil. Hlutar þjónustunnar hafa dregist saman og biðlistar lengst með mikilli þjáningu fyrir þá veiku. Þrátt fyrir áköll býr LSH enn við þau furðukjör að vera skömmtuð eingreiðsla við hver fjárlög, sem á að duga fyrir öllum útgjöldum á hverju sem gengur. Skiptir þá engu þótt bætt sé við dýrum nýjungum í læknisfræði eða þúsundum erlendra ferðamanna sé sinnt til hliðar við. Á sama tíma og rekstur LSH hefur gengið eins og raun ber vitni, hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gert æ víðtækari samninga við einkareknar sjúkrastöðvar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa bætt úr brýnustu þörfinni. Má þar nefna hagkvæm og þjónustumiðuð fyrirtæki með aðsetur í Domus Medica, Orkuhúsinu, Læknasetrinu í Mjódd og Læknastöðinni Glæsibæ, að ótalinni allri þeirri frábæru þjónustu sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar í öllum sérgreinum hafa sinnt af metnaði og trúmennsku. Án allrar þessarar einkareknu þjónustu væri heilbrigðiskerfið okkar rústir einar.Að fleyta rjómann En áður en lengra er haldið er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að munurinn á ofangreindum einkarekstri og starfsemi LSH er sá að SÍ greiðir einkarekstrinum fyrir hverja mælda vinnueiningu meðan LSH verður að búa við fasta eingreiðslu. Ekki nóg með það. Í einkarekstrinum, einkum þegar um aðgerðir er að ræða, koma upp ýmis alvarleg vandamál, sem ekki verður ráðið við nema á sérhæfðum spítala á borð við LSH. Þar stendur hnífurinn í kúnni. LSH fær ekkert aukafjármagn með þeim alvarlega veiku sjúklingum sem berast frá einkareknu stöðvunum. Einkareknu stöðvarnar geta hins vegar fleytt rjómann, reiknað sér hagnað og greitt arð, sem nemur háum fjárhæðum. Þarna er á ferðinni alvarlegt misræmi, sem verður að lagfæra LSH í vil með samræmdu kostnaðargreiningakerfi. Meðan ekkert hefur gerst í nýbyggingu LSH hafa einkaaðilar byggt upp vel búnar skurðstofur og leguaðstöðu í Ármúlanum sem ber nafnið Klíníkin. Þar eru í fararbroddi dugmiklir læknar og hugsjónamenn, sem eru reiðubúnir að taka að sér umfangsmiklar aðgerðir í brjósta-, bæklunar-, lýta- og almennum skurðlækningum á grundvelli samnings við SÍ. Þannig mætti stytta verulega biðlista og draga úr þjáningum þeirra sem í óvissu bíða mánuðum og árum saman. En líta þarf á málið í heild.Ekki eðlileg samkeppni Forstjóri LSH hefur lýst því yfir opinberlega að gangi SÍ til samninga við Klíníkina verði það veruleg ógn við LSH. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld heimilað SÍ að greiða fyrir aðgerðir þeirra sjúklinga erlendis sem lengst hafa verið á biðlistum hér heima. En í allri þessari umfjöllun um hagræðingu og kostnað vill þó oft gleymast, það sem vegur þyngst í mínum huga. Það er skortur á eðlilegri samkeppni sem er trúlega hættulegasti vágesturinn í öllum lækningum. Slík samkeppni var til staðar áður en ríkisreknu stofnanirnar voru sameinaðar undir hatt LSH. Samkeppni á nefnilega ekki bara við um einkarekstur, heldur um hverskonar kerfi þar sem aðilar sitja við sama borð. Sú er ekki raunin nú, vegna þess hvernig fjármagni er skammtað annars vegar með einni fastri greiðslu og hins vegar greiðslu fyrir hvert unnið verk, óháð því hver endanlegur kostnaður vegna komplikasjóna getur orðið vegna þess verks. Mikið hefur verið rætt og skrifað að undanförnu um að að baki Klíníkinni standi fjármálaöfl, sem hafi það eitt að markmiði að græða peninga og leysa til sín arð í ómældu magni. Í samningum SÍ við Klíníkina má að sjálfsögðu girða fyrir þann möguleika á sama hátt og gert var við nýstofnaðar einkareknar heilsugæslustöðvar, þ.e. að banna eða takmarka arðgreiðslur af rekstri sem að stærstum hluta er greiddur af almannafé. En það sem er enn mikilvægara að tryggja, gangi SÍ til samninga við Klíníkina á þann veg að greitt verði fyrir hvert verk, er að ganga þannig frá hnútum við LSH að sama greiðslufyrirkomulag gildi þar. Setja þarf stóraukið fé í uppbyggingu nýs spítala LSH og gera stefnumörkun um framtíð heilbrigðis- og sjúkrahúsmála. Þá fyrst er komin á eðlileg samkeppni innan heilbrigðiskerfisins þar sem setið er við sama borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. Stóru spítalarnir á höfuðborgarsvæðinu voru sameinaðir undir einn hatt og dregið verulega úr starfsemi kragasjúkrahúsanna og einu þeirra var lokað að fullu, St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Með þessu átti að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri Landspítalans og bæta þjónustu og aðgengi allra landsmanna til muna. Þessi stofnun fékk það undarlega heiti Landspítali-háskólasjúkrahús, skammstafað LSH. Ekki dugði minna til en að kalla stofnunina bæði spítala og sjúkrahús, eins og til að leggja áherslu á að stofnunin væri Fjallið eina innan íslensks heilbrigðiskerfis.Fjallið eina Það átti að blása til sóknar í heilbrigðismálum og reisa nýjan spítala austur af Háskólanum. En stjórnmálafólk sveik gefin loforð. Lítið sem ekkert aukafjármagn fylgdi sameiningarferlinu. Frá fyrsta degi hafa forráðamenn LSH verið með sífelldan barlóm í fjölmiðlum vegna fjárskorts. Ekkert bólar á nýjum spítala og enn er þrasað um staðarval. Það hefur verið óhóflegt álag á starfsfólki LSH um árabil. Hlutar þjónustunnar hafa dregist saman og biðlistar lengst með mikilli þjáningu fyrir þá veiku. Þrátt fyrir áköll býr LSH enn við þau furðukjör að vera skömmtuð eingreiðsla við hver fjárlög, sem á að duga fyrir öllum útgjöldum á hverju sem gengur. Skiptir þá engu þótt bætt sé við dýrum nýjungum í læknisfræði eða þúsundum erlendra ferðamanna sé sinnt til hliðar við. Á sama tíma og rekstur LSH hefur gengið eins og raun ber vitni, hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gert æ víðtækari samninga við einkareknar sjúkrastöðvar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa bætt úr brýnustu þörfinni. Má þar nefna hagkvæm og þjónustumiðuð fyrirtæki með aðsetur í Domus Medica, Orkuhúsinu, Læknasetrinu í Mjódd og Læknastöðinni Glæsibæ, að ótalinni allri þeirri frábæru þjónustu sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar í öllum sérgreinum hafa sinnt af metnaði og trúmennsku. Án allrar þessarar einkareknu þjónustu væri heilbrigðiskerfið okkar rústir einar.Að fleyta rjómann En áður en lengra er haldið er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að munurinn á ofangreindum einkarekstri og starfsemi LSH er sá að SÍ greiðir einkarekstrinum fyrir hverja mælda vinnueiningu meðan LSH verður að búa við fasta eingreiðslu. Ekki nóg með það. Í einkarekstrinum, einkum þegar um aðgerðir er að ræða, koma upp ýmis alvarleg vandamál, sem ekki verður ráðið við nema á sérhæfðum spítala á borð við LSH. Þar stendur hnífurinn í kúnni. LSH fær ekkert aukafjármagn með þeim alvarlega veiku sjúklingum sem berast frá einkareknu stöðvunum. Einkareknu stöðvarnar geta hins vegar fleytt rjómann, reiknað sér hagnað og greitt arð, sem nemur háum fjárhæðum. Þarna er á ferðinni alvarlegt misræmi, sem verður að lagfæra LSH í vil með samræmdu kostnaðargreiningakerfi. Meðan ekkert hefur gerst í nýbyggingu LSH hafa einkaaðilar byggt upp vel búnar skurðstofur og leguaðstöðu í Ármúlanum sem ber nafnið Klíníkin. Þar eru í fararbroddi dugmiklir læknar og hugsjónamenn, sem eru reiðubúnir að taka að sér umfangsmiklar aðgerðir í brjósta-, bæklunar-, lýta- og almennum skurðlækningum á grundvelli samnings við SÍ. Þannig mætti stytta verulega biðlista og draga úr þjáningum þeirra sem í óvissu bíða mánuðum og árum saman. En líta þarf á málið í heild.Ekki eðlileg samkeppni Forstjóri LSH hefur lýst því yfir opinberlega að gangi SÍ til samninga við Klíníkina verði það veruleg ógn við LSH. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld heimilað SÍ að greiða fyrir aðgerðir þeirra sjúklinga erlendis sem lengst hafa verið á biðlistum hér heima. En í allri þessari umfjöllun um hagræðingu og kostnað vill þó oft gleymast, það sem vegur þyngst í mínum huga. Það er skortur á eðlilegri samkeppni sem er trúlega hættulegasti vágesturinn í öllum lækningum. Slík samkeppni var til staðar áður en ríkisreknu stofnanirnar voru sameinaðar undir hatt LSH. Samkeppni á nefnilega ekki bara við um einkarekstur, heldur um hverskonar kerfi þar sem aðilar sitja við sama borð. Sú er ekki raunin nú, vegna þess hvernig fjármagni er skammtað annars vegar með einni fastri greiðslu og hins vegar greiðslu fyrir hvert unnið verk, óháð því hver endanlegur kostnaður vegna komplikasjóna getur orðið vegna þess verks. Mikið hefur verið rætt og skrifað að undanförnu um að að baki Klíníkinni standi fjármálaöfl, sem hafi það eitt að markmiði að græða peninga og leysa til sín arð í ómældu magni. Í samningum SÍ við Klíníkina má að sjálfsögðu girða fyrir þann möguleika á sama hátt og gert var við nýstofnaðar einkareknar heilsugæslustöðvar, þ.e. að banna eða takmarka arðgreiðslur af rekstri sem að stærstum hluta er greiddur af almannafé. En það sem er enn mikilvægara að tryggja, gangi SÍ til samninga við Klíníkina á þann veg að greitt verði fyrir hvert verk, er að ganga þannig frá hnútum við LSH að sama greiðslufyrirkomulag gildi þar. Setja þarf stóraukið fé í uppbyggingu nýs spítala LSH og gera stefnumörkun um framtíð heilbrigðis- og sjúkrahúsmála. Þá fyrst er komin á eðlileg samkeppni innan heilbrigðiskerfisins þar sem setið er við sama borð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar