Dánaraðstoð: Rétt skal vera rétt Ingrid Kuhlman og Sylviane Lecoultre skrifar 16. mars 2017 07:00 Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein. Undirritaðar hafa báðar reynslu af dánaraðstoð, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Sviss og er markmið greinarinnar að viðhalda upplýstri umræðu um dánaraðstoð, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, nýstofnaðs félags um dánaraðstoð. Líknarmeðferð Björn lýsir hvernig líknarmeðferð er beitt og segir að þó að ásetningurinn sé ekki að stytta líf sjúklings séu engin takmörk á því hvað má gefa mikið af lyfjum, og þar af leiðandi kunni líknarmeðferð að stytta líf sjúklings. Læknaeiðurinn er oft notaður sem rök gegn dánaraðstoð en þar sem dánaraðstoð á sér stað innan ramma líknandi meðferðar eiga þessi rök ekki við. Dánaraðstoð í Hollandi Björn fullyrðir ranglega að tveir læknar þurfi að staðfesta að sjúklingur sé dauðvona. Hið rétta er að læknirinn þarf að vera sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi og óbærileg. Auk líkamlegrar þjáningar getur verið um að ræða andlega þjáningu eða þjáningu vegna mjög svo skertra lífsgæða. Björn fullyrðir ranglega að sjúkdómsgreining þurfi ekki lengur að liggja fyrir. Aðeins læknir má veita dánaraðstoð í Hollandi og er ákvörðunin ávallt byggð á sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt hollensku lögunum má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að skylda lækna til að veita dánaraðstoð, eins og Björn heldur ranglega fram. Dánaraðstoð í Sviss Björn fullyrðir ranglega að læknir komi ekki að ákvörðun um aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Hjá Dignitas er ávallt leitað álits lækna. Sjúklingur er krafinn um upplýsingar um þróun sjúkdómsins, meðhöndlun hans og hver staðan er þegar sótt er um dánaraðstoð. Því fer fjarri að hver sem er geti óskað eftir aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Björn fullyrðir ranglega að frískur eiginmaður hafi fengið að fylgja konu sinni í dauðann. Árið 2009 fékk eiginmaður konu með ólæknandi krabbamein í brisi og lifur aðstoð við sjálfsvíg. Þó að eiginmaðurinn hafi ekki verið með ólæknandi sjúkdóm var hann blindur, að verða heyrnarlaus og fullkomlega háður konu sinni eftir að heilsu hans hrakaði eftir mjaðmaliðaskipti. Það er einnig rangt hjá Birni að ekki verði af aðstoð við sjálfsvíg ef sjúklingur getur ekki drukkið lyfjablönduna. Hann getur sjálfur sprautað vökvann í sondu eða fengið fjarstýringu til þess. Fullyrðingar Björns um reiði, sársauka og höfnun fjölskyldu eiga sennilega við rök að styðjast ef einstaklingur hefur ekki rætt dánaraðstoðina opinskátt við nánustu aðstandendur. Það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk geri þetta án vitundar ættingja. Læknar leggja áhersla á þátttöku aðstandenda og eiga við þá samtal. Ákvörðun um dánaraðstoð veldur aðstandendum ekki viðbótarþjáningu, eins og Björn heldur fram, heldur líta flestir á hana sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk einstaklingsins um að fá að deyja með sæmd, í faðmi fjölskyldunnar. Íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð þó að hún sé veitt. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilegar kvalir þar sem engin skynsöm lausn er í boði. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein. Undirritaðar hafa báðar reynslu af dánaraðstoð, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Sviss og er markmið greinarinnar að viðhalda upplýstri umræðu um dánaraðstoð, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, nýstofnaðs félags um dánaraðstoð. Líknarmeðferð Björn lýsir hvernig líknarmeðferð er beitt og segir að þó að ásetningurinn sé ekki að stytta líf sjúklings séu engin takmörk á því hvað má gefa mikið af lyfjum, og þar af leiðandi kunni líknarmeðferð að stytta líf sjúklings. Læknaeiðurinn er oft notaður sem rök gegn dánaraðstoð en þar sem dánaraðstoð á sér stað innan ramma líknandi meðferðar eiga þessi rök ekki við. Dánaraðstoð í Hollandi Björn fullyrðir ranglega að tveir læknar þurfi að staðfesta að sjúklingur sé dauðvona. Hið rétta er að læknirinn þarf að vera sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi og óbærileg. Auk líkamlegrar þjáningar getur verið um að ræða andlega þjáningu eða þjáningu vegna mjög svo skertra lífsgæða. Björn fullyrðir ranglega að sjúkdómsgreining þurfi ekki lengur að liggja fyrir. Aðeins læknir má veita dánaraðstoð í Hollandi og er ákvörðunin ávallt byggð á sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt hollensku lögunum má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að skylda lækna til að veita dánaraðstoð, eins og Björn heldur ranglega fram. Dánaraðstoð í Sviss Björn fullyrðir ranglega að læknir komi ekki að ákvörðun um aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Hjá Dignitas er ávallt leitað álits lækna. Sjúklingur er krafinn um upplýsingar um þróun sjúkdómsins, meðhöndlun hans og hver staðan er þegar sótt er um dánaraðstoð. Því fer fjarri að hver sem er geti óskað eftir aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Björn fullyrðir ranglega að frískur eiginmaður hafi fengið að fylgja konu sinni í dauðann. Árið 2009 fékk eiginmaður konu með ólæknandi krabbamein í brisi og lifur aðstoð við sjálfsvíg. Þó að eiginmaðurinn hafi ekki verið með ólæknandi sjúkdóm var hann blindur, að verða heyrnarlaus og fullkomlega háður konu sinni eftir að heilsu hans hrakaði eftir mjaðmaliðaskipti. Það er einnig rangt hjá Birni að ekki verði af aðstoð við sjálfsvíg ef sjúklingur getur ekki drukkið lyfjablönduna. Hann getur sjálfur sprautað vökvann í sondu eða fengið fjarstýringu til þess. Fullyrðingar Björns um reiði, sársauka og höfnun fjölskyldu eiga sennilega við rök að styðjast ef einstaklingur hefur ekki rætt dánaraðstoðina opinskátt við nánustu aðstandendur. Það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk geri þetta án vitundar ættingja. Læknar leggja áhersla á þátttöku aðstandenda og eiga við þá samtal. Ákvörðun um dánaraðstoð veldur aðstandendum ekki viðbótarþjáningu, eins og Björn heldur fram, heldur líta flestir á hana sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk einstaklingsins um að fá að deyja með sæmd, í faðmi fjölskyldunnar. Íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð þó að hún sé veitt. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilegar kvalir þar sem engin skynsöm lausn er í boði. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun