Það er gott fyrir okkur öll að skipta um flokk Eygló Halldórsdóttir skrifar 28. október 2017 07:00 Í dag veljum við Íslendingar fulltrúa til að gegna löggjafarstörfum á Alþingi, stjórna ráðuneytum og sitja í ríkisstjórn landsins. Margir flokkar eru í boði og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Sumir kjósendur ætla að velja annan flokk en síðast þegar þeir kusu, en aðrir telja algert óráð að skipta um skoðun og merkja ætíð við sama bókstafinn. Kannski má kalla það eins konar bókstafstrú. En það er annars konar val sem er mér líka hugleikið. Ég er mikið fyrir svokallaða útivist og hef tamið mér um nokkurt skeið á útivistarferðum mínum innanbæjar sem utan að tína upp í hverri ferð minnst 3 stykki af rusli, aðallega plasti, sem ég finn á röngum stað og koma því til skila í ruslaílát. Það er skemmst frá því að segja að þetta er ekki einnar konu verk, sérstaklega þegar keppa þarf við alla hina sem hafa þveröfugt markmið við mitt, þ.e. að fleygja rusli helst ekki í ruslaílát heldur á víðavangi. Það er þetta fólk sem ég vil skora á að skipta um flokk, koma sér úr ruslflokki og í hreinsunarflokk. Mörgum er tamt að gera kröfur til annarra og tala um það sem þeir eiga rétt á, en hvað með eigin ábyrgð og skyldur? Ég veit að sumir hugsa: „Af hverju ætti ég að tína upp rusl sem aðrir fleygja á víðavangi?“ Mitt svar er: „Af því þú vilt sýna umhverfi þínu virðingu og vera ábyrg og góð fyrirmynd fyrir fólkið sem hefur sett sjálft sig í ruslflokk.“ - Það getur enginn allt, en allir geta eitthvað, t.d. tínt upp 3 stk. af rusli á dag. Hugsaðu þér áhrifin ef 10 manns ganga úr ruslflokki í hreinsunarflokk og tína upp 3 stk. af rusli á dag í stað þess að fleygja og ef þessir 10 myndu hver um sig valda því að 10 til viðbótar tæku upp 3 stk. af rusli á dag. Ertu til í að prófa að ganga í hreinsunarflokkinn? Það kostar ekki neitt og ávinningurinn gæti komið á óvart. Gerum betur fyrir okkur öll. Sameiginlegt stórátak til að móta framtíðina. Látum hjartað ráð för og horfum fram á „hreinan“ veginn. Stöndum með náttúrunni því bráðum kemur betri tíð ef við kjósum betra „og hreinna“ Ísland. Tökum stjórn „og gerum þetta“ saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í dag veljum við Íslendingar fulltrúa til að gegna löggjafarstörfum á Alþingi, stjórna ráðuneytum og sitja í ríkisstjórn landsins. Margir flokkar eru í boði og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Sumir kjósendur ætla að velja annan flokk en síðast þegar þeir kusu, en aðrir telja algert óráð að skipta um skoðun og merkja ætíð við sama bókstafinn. Kannski má kalla það eins konar bókstafstrú. En það er annars konar val sem er mér líka hugleikið. Ég er mikið fyrir svokallaða útivist og hef tamið mér um nokkurt skeið á útivistarferðum mínum innanbæjar sem utan að tína upp í hverri ferð minnst 3 stykki af rusli, aðallega plasti, sem ég finn á röngum stað og koma því til skila í ruslaílát. Það er skemmst frá því að segja að þetta er ekki einnar konu verk, sérstaklega þegar keppa þarf við alla hina sem hafa þveröfugt markmið við mitt, þ.e. að fleygja rusli helst ekki í ruslaílát heldur á víðavangi. Það er þetta fólk sem ég vil skora á að skipta um flokk, koma sér úr ruslflokki og í hreinsunarflokk. Mörgum er tamt að gera kröfur til annarra og tala um það sem þeir eiga rétt á, en hvað með eigin ábyrgð og skyldur? Ég veit að sumir hugsa: „Af hverju ætti ég að tína upp rusl sem aðrir fleygja á víðavangi?“ Mitt svar er: „Af því þú vilt sýna umhverfi þínu virðingu og vera ábyrg og góð fyrirmynd fyrir fólkið sem hefur sett sjálft sig í ruslflokk.“ - Það getur enginn allt, en allir geta eitthvað, t.d. tínt upp 3 stk. af rusli á dag. Hugsaðu þér áhrifin ef 10 manns ganga úr ruslflokki í hreinsunarflokk og tína upp 3 stk. af rusli á dag í stað þess að fleygja og ef þessir 10 myndu hver um sig valda því að 10 til viðbótar tæku upp 3 stk. af rusli á dag. Ertu til í að prófa að ganga í hreinsunarflokkinn? Það kostar ekki neitt og ávinningurinn gæti komið á óvart. Gerum betur fyrir okkur öll. Sameiginlegt stórátak til að móta framtíðina. Látum hjartað ráð för og horfum fram á „hreinan“ veginn. Stöndum með náttúrunni því bráðum kemur betri tíð ef við kjósum betra „og hreinna“ Ísland. Tökum stjórn „og gerum þetta“ saman.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar