Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - Friðun til óþurftar? Páll Imsland skrifar 4. september 2017 06:00 Umhverfisráðherra hefur friðlýst Jökulsárlón. Engin vitræn umræða hefur farið fram um málið og daginn eftir lýsir ráðherrann því yfir opinberlega að flokkur hans þurfi að gera meira en tala minna. Þegar öllu er á botninn hvolft gerði flokkur hans kannski betur með því gera minna en hugsa meira. Ég tek fram til að forða misskilningi að ég er sjálfur náttúruverndarsinni og einlægur unnandi allrar náttúru, einkum óspilltrar. Ég veit að það þarf að taka traustar ákvarðanir í náttúruverndarmálum þegar slíkar eru teknar, ákvarðanir sem eru ekki byggðar á skammsýni eða óskhyggju einstaklinga, ákvarðanir sem sjá fram í tímann, ákvarðanir sem skila tilætluðum árangri, en eru ekki lína í upptalningaskrá ráðherra í friðunarmálum eða viðleitni hans til þess eins að gera meira. Jökulsárlón og Breiðamerkurjökull eru náttúrufyrirbæri í afar örri náttúrufarslegri þróun og friðlýsing á slíkum stöðum er vandasamari en ella. Í slíkum málum þarf að huga vel að öllum þáttum áður en gripið er til ákvarðana og skyndiákvarðanir eru ekki líklegar til að skila góðum árangri. Svona ákvarðanir í pólitík eru þó ekki nýjar af nálinni og voru hér áður fyrr kallaðar pennastriksákvarðanir. Náttúruvernd er afar vandmeðfarið mál og þó flestir viti að náttúruvernd er nauðsynleg þá er ekki sama hvernig að henni er staðið og hvernig hún er síðan framkvæmd. Heimspeki náttúruverndar er flókin og ekki einhlít og kannski er henni ekki skenktur nægur þanki. Í náttúruvernd er meira að segja fólgin alvarleg þversögn og hún hljóðar svona: Verndun náttúru hefur þann tilgang að spara viðkomandi náttúru handa óbornum kynslóðum til þess að njóta hennar. Þetta felur í sér, að ef við nútímafólk njótum hennar þá spillist hún og verður ekki söm í framtíðinni. Þetta felur líka í sér, að þegar hinar óbornu kynslóðir sem náttúran var friðuð handa, taka sig til og fara að njóta hennar þá spillist hún og verður ekki lengur söm. Friðunin ber þannig aldrei einfaldan tilætlaðan árangur. Það er í raun alls ekki hægt að friða náttúruna með þeim árangri sem til er ætlast.Tilgangurinn virðist óskýr Það ætti að vera ljóst að ég er ekki sérlega hlynntur umræddri friðlýsingu austur á söndum. Hvers vegna? Í stuttu máli, vegna þess að málin hafa ekki verið skoðuð nægilega vítt og framsætt. Tilgangurinn virðist vera óskýr og er kannski í raun marklaus. Til hvers leiðir þessi friðun? Það er oft búið að ræða náttúrufar og þróun þess á þessum slóðum, bæði almennt og einstaka þætti þess og oftast af miklum vanskilningi á eðli náttúrunnar þarna. Fáir virðast sjá og skilja djúpum skilningi hvað þarna er að gerast, það flókna samspil margra og ólíkra náttúrufarsþátta sem þarna eru virkir, hvernig þetta gerist og til hvers það getur leitt. Og svo eru hliðarsporin. Hvaða áhrif hefur friðlýsingin t.d. á möguleika til mannvirkjagerðar á svæðinu? Verður kannski ekki leyfilegt að aðhafast neitt, þegar að því kemur að bregðast þarf við sjávarrofinu á ströndinni við ós Jökulsár, þegar það ógnar að setja af stað lokaþáttinn í því að rjúfa þetta mjóa haft sem er á milli sjávar og lóns? Verðum við vegna þessarar friðunar að búa við það á næstu áratugum og í fjarlægari framtíð að ekki verði vegasamgöngur og línulagnir á milli Suðurlands og Austurlands vegna þess að ekki má verja eina hugsanlega vegar- og línustæðið fyrir rofi sjávar? Eða verður að afturkalla friðunina og lýsa hana markleysu til þess að geta brugðist við. Ef svo fer þá hverfur traust manna til friðunar á náttúrunni, ekki bara þarna, heldur almennt. Þessi framtíðarsýn er ekki langsótt ímyndun, heldur er þetta óhjákvæmileg uppákoma í náinni framtíð. Nær hefði ráðherrum líklega verið að taka þetta varnarmál á dagskrá núna heldur en að rikka þess í stað upp óþarfri pennastriksskyndiráðstöfun fyrir svæðið, sem alls ekki mun hafa nein áhrif á þjóðnauðsynlega landnýtingu á svæðinu en setur hins vegar varnir vegar og lagna í uppnám. Að því viðkvæma máli verður nánar vikið í næsta hluta greinarinnar.Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur friðlýst Jökulsárlón. Engin vitræn umræða hefur farið fram um málið og daginn eftir lýsir ráðherrann því yfir opinberlega að flokkur hans þurfi að gera meira en tala minna. Þegar öllu er á botninn hvolft gerði flokkur hans kannski betur með því gera minna en hugsa meira. Ég tek fram til að forða misskilningi að ég er sjálfur náttúruverndarsinni og einlægur unnandi allrar náttúru, einkum óspilltrar. Ég veit að það þarf að taka traustar ákvarðanir í náttúruverndarmálum þegar slíkar eru teknar, ákvarðanir sem eru ekki byggðar á skammsýni eða óskhyggju einstaklinga, ákvarðanir sem sjá fram í tímann, ákvarðanir sem skila tilætluðum árangri, en eru ekki lína í upptalningaskrá ráðherra í friðunarmálum eða viðleitni hans til þess eins að gera meira. Jökulsárlón og Breiðamerkurjökull eru náttúrufyrirbæri í afar örri náttúrufarslegri þróun og friðlýsing á slíkum stöðum er vandasamari en ella. Í slíkum málum þarf að huga vel að öllum þáttum áður en gripið er til ákvarðana og skyndiákvarðanir eru ekki líklegar til að skila góðum árangri. Svona ákvarðanir í pólitík eru þó ekki nýjar af nálinni og voru hér áður fyrr kallaðar pennastriksákvarðanir. Náttúruvernd er afar vandmeðfarið mál og þó flestir viti að náttúruvernd er nauðsynleg þá er ekki sama hvernig að henni er staðið og hvernig hún er síðan framkvæmd. Heimspeki náttúruverndar er flókin og ekki einhlít og kannski er henni ekki skenktur nægur þanki. Í náttúruvernd er meira að segja fólgin alvarleg þversögn og hún hljóðar svona: Verndun náttúru hefur þann tilgang að spara viðkomandi náttúru handa óbornum kynslóðum til þess að njóta hennar. Þetta felur í sér, að ef við nútímafólk njótum hennar þá spillist hún og verður ekki söm í framtíðinni. Þetta felur líka í sér, að þegar hinar óbornu kynslóðir sem náttúran var friðuð handa, taka sig til og fara að njóta hennar þá spillist hún og verður ekki lengur söm. Friðunin ber þannig aldrei einfaldan tilætlaðan árangur. Það er í raun alls ekki hægt að friða náttúruna með þeim árangri sem til er ætlast.Tilgangurinn virðist óskýr Það ætti að vera ljóst að ég er ekki sérlega hlynntur umræddri friðlýsingu austur á söndum. Hvers vegna? Í stuttu máli, vegna þess að málin hafa ekki verið skoðuð nægilega vítt og framsætt. Tilgangurinn virðist vera óskýr og er kannski í raun marklaus. Til hvers leiðir þessi friðun? Það er oft búið að ræða náttúrufar og þróun þess á þessum slóðum, bæði almennt og einstaka þætti þess og oftast af miklum vanskilningi á eðli náttúrunnar þarna. Fáir virðast sjá og skilja djúpum skilningi hvað þarna er að gerast, það flókna samspil margra og ólíkra náttúrufarsþátta sem þarna eru virkir, hvernig þetta gerist og til hvers það getur leitt. Og svo eru hliðarsporin. Hvaða áhrif hefur friðlýsingin t.d. á möguleika til mannvirkjagerðar á svæðinu? Verður kannski ekki leyfilegt að aðhafast neitt, þegar að því kemur að bregðast þarf við sjávarrofinu á ströndinni við ós Jökulsár, þegar það ógnar að setja af stað lokaþáttinn í því að rjúfa þetta mjóa haft sem er á milli sjávar og lóns? Verðum við vegna þessarar friðunar að búa við það á næstu áratugum og í fjarlægari framtíð að ekki verði vegasamgöngur og línulagnir á milli Suðurlands og Austurlands vegna þess að ekki má verja eina hugsanlega vegar- og línustæðið fyrir rofi sjávar? Eða verður að afturkalla friðunina og lýsa hana markleysu til þess að geta brugðist við. Ef svo fer þá hverfur traust manna til friðunar á náttúrunni, ekki bara þarna, heldur almennt. Þessi framtíðarsýn er ekki langsótt ímyndun, heldur er þetta óhjákvæmileg uppákoma í náinni framtíð. Nær hefði ráðherrum líklega verið að taka þetta varnarmál á dagskrá núna heldur en að rikka þess í stað upp óþarfri pennastriksskyndiráðstöfun fyrir svæðið, sem alls ekki mun hafa nein áhrif á þjóðnauðsynlega landnýtingu á svæðinu en setur hins vegar varnir vegar og lagna í uppnám. Að því viðkvæma máli verður nánar vikið í næsta hluta greinarinnar.Höfundur er jarðfræðingur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun