Byrja að rukka fyrir rútustæði við Leifsstöð Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 14:24 Verðskrá verður á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Vísir/stefán Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að um sé að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þar segir að verðskrá sé á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar sé veitt og framtíðaruppbyggingu. „Auk þess er mikilvægt fyrir Isavia að styrkja óflugtengda tekjustofna, en þannig er unnt að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli. Hópferðabifreiðastæðin er með með síðustu þjónustuþáttum í umferðarskipulagi þar sem Isavia hefur gjaldtöku. Lengi hafa þau hópferðafyrirtæki sem hafa aðstöðu nær flugstöðinni og sölubása inni greitt fyrir sína aðstöðu. Bílastæði fyrir einkabíla hafa verið háð gjaldtöku um árabil, bílaleigur greiða fyrir sína aðstöðu og nýverið var tekin upp gjaldtaka fyrir leigubílastæði. Þessi nýja gjaldtaka er því í takt við það sem áður hefur verið ákveðið og kynnt. Sett verða upp aðgangsstýrð hlið og aðgangskort verða aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa gilt hópferðaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að eins og þegar hafi komið fram séu gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfi þær að gerast hratt. „Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar,“ segir Hlynur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að um sé að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þar segir að verðskrá sé á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar sé veitt og framtíðaruppbyggingu. „Auk þess er mikilvægt fyrir Isavia að styrkja óflugtengda tekjustofna, en þannig er unnt að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli. Hópferðabifreiðastæðin er með með síðustu þjónustuþáttum í umferðarskipulagi þar sem Isavia hefur gjaldtöku. Lengi hafa þau hópferðafyrirtæki sem hafa aðstöðu nær flugstöðinni og sölubása inni greitt fyrir sína aðstöðu. Bílastæði fyrir einkabíla hafa verið háð gjaldtöku um árabil, bílaleigur greiða fyrir sína aðstöðu og nýverið var tekin upp gjaldtaka fyrir leigubílastæði. Þessi nýja gjaldtaka er því í takt við það sem áður hefur verið ákveðið og kynnt. Sett verða upp aðgangsstýrð hlið og aðgangskort verða aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa gilt hópferðaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að eins og þegar hafi komið fram séu gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfi þær að gerast hratt. „Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar,“ segir Hlynur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira