Einar Árni: Fannst Óli Ragnar stela senunni Gunnar Gunnarsson skrifar 1. desember 2017 21:58 Einar Árni Jóhannsson. Vísir/Ernir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, hrósaði bakverðinum Óla Ragnari Alexanderssyni fyrir frábæra frammistöðu í vörninni í sigrinum á Hetti í kvöld. Óli Ragnar virtist ekki ætla að leyfa bakvörðum Hattar að komast fram yfir miðju á tímabili, stal alls fimm boltum, átti sex stoðsendingar og náði sex fráköstum. „Mér fannst hann stela sendunni. Hann setti ákveðinn tón í varnarleiknum með pressu sinni sem aðrir fylgdu á eftir á lokakaflanum. Hann er hörku varnarmaður, kvikur og líkamlega sterkur. Mér fannst hann stjórna þessu frábærlega en við náðum líka vel saman sem lið. Fyrir utan tvær mínútur í þriðja leikhluta fannst mér vörnin hjá okkur mjög góð.“ Hinu megin á vellinum voru það DJ Balentine og Emil Karel Einarsson sem drógu vagninn með þriggja stiga skotum. Það var lausn Þórs sem var án miðherjans Snorra Hrafnkelssonar sem er veikur auk þess sem Bandaríkjamaðurinn Jesse Pellot-Rosa meiddist illa snemma á tímabilinu og er farinn til síns heima. „Við þurftum að færa til í liðinu en við erum ógnandi alls staðar. Mér finnst við samt geta bætt okkur. Mér fannst við eiga góð færi sem duttu ekki. Mér líður hins vegar ekki illa ef vandamálið er að við setjum ekki opin skot. Ég veit það það kemur því strákarnir hafa unnið vel á æfingum.“ Þór var einnig í kvöld án Þorsteins Ragnarssonar. „Hann hefur í gegnum tíðina verið óheppinn þótt hann hafi verið heill í vetur. Hann fékk olnbogaskot í bringuna í leiknum á Sauðárkróki um daginn. Hann reyndi að spila gegn Val en var í vandræðum með að anda. Hann fór í hjartagáttina í fyrradag þar sem kom í ljós mar á lunga og bólgur í líffærunum í kringum hjartað þannig að hann hefur tekið dágott högg. Eins og staðan er í dag þarf hann að hvíla í tvær vikur þannig það er líklegt að hann mæti bara ferskur á nýju ári.“ En mikilvægast í kvöld voru hins vegar stigin tvö. Eftir erfitt haust er Þór búið að vinna síðustu tvo leiki og er ekki í fallsæti eftir kvöldið. „Við spilum núna við liðin í kringum okkur. Það var mikilvægt að vinna Val og fylgja því eftir með góðum sigri í kvöld á erfiðum útivelli. Mér fannst Höttur spila vel, Viðar Örn hefur fengið einhverja töfradrykki frá Inga Þór (þjálfara Snæfells) fyrir þriggja stiga skotin. Höttur var, líkt og Snæfell, með um 50% nýtingu þar og sum skotin hér voru fjandi erfið. Á sama tíma nýttum við ekki góð færi en það kom í seinni hálfleik og DJ og Emil stigu vel upp.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, hrósaði bakverðinum Óla Ragnari Alexanderssyni fyrir frábæra frammistöðu í vörninni í sigrinum á Hetti í kvöld. Óli Ragnar virtist ekki ætla að leyfa bakvörðum Hattar að komast fram yfir miðju á tímabili, stal alls fimm boltum, átti sex stoðsendingar og náði sex fráköstum. „Mér fannst hann stela sendunni. Hann setti ákveðinn tón í varnarleiknum með pressu sinni sem aðrir fylgdu á eftir á lokakaflanum. Hann er hörku varnarmaður, kvikur og líkamlega sterkur. Mér fannst hann stjórna þessu frábærlega en við náðum líka vel saman sem lið. Fyrir utan tvær mínútur í þriðja leikhluta fannst mér vörnin hjá okkur mjög góð.“ Hinu megin á vellinum voru það DJ Balentine og Emil Karel Einarsson sem drógu vagninn með þriggja stiga skotum. Það var lausn Þórs sem var án miðherjans Snorra Hrafnkelssonar sem er veikur auk þess sem Bandaríkjamaðurinn Jesse Pellot-Rosa meiddist illa snemma á tímabilinu og er farinn til síns heima. „Við þurftum að færa til í liðinu en við erum ógnandi alls staðar. Mér finnst við samt geta bætt okkur. Mér fannst við eiga góð færi sem duttu ekki. Mér líður hins vegar ekki illa ef vandamálið er að við setjum ekki opin skot. Ég veit það það kemur því strákarnir hafa unnið vel á æfingum.“ Þór var einnig í kvöld án Þorsteins Ragnarssonar. „Hann hefur í gegnum tíðina verið óheppinn þótt hann hafi verið heill í vetur. Hann fékk olnbogaskot í bringuna í leiknum á Sauðárkróki um daginn. Hann reyndi að spila gegn Val en var í vandræðum með að anda. Hann fór í hjartagáttina í fyrradag þar sem kom í ljós mar á lunga og bólgur í líffærunum í kringum hjartað þannig að hann hefur tekið dágott högg. Eins og staðan er í dag þarf hann að hvíla í tvær vikur þannig það er líklegt að hann mæti bara ferskur á nýju ári.“ En mikilvægast í kvöld voru hins vegar stigin tvö. Eftir erfitt haust er Þór búið að vinna síðustu tvo leiki og er ekki í fallsæti eftir kvöldið. „Við spilum núna við liðin í kringum okkur. Það var mikilvægt að vinna Val og fylgja því eftir með góðum sigri í kvöld á erfiðum útivelli. Mér fannst Höttur spila vel, Viðar Örn hefur fengið einhverja töfradrykki frá Inga Þór (þjálfara Snæfells) fyrir þriggja stiga skotin. Höttur var, líkt og Snæfell, með um 50% nýtingu þar og sum skotin hér voru fjandi erfið. Á sama tíma nýttum við ekki góð færi en það kom í seinni hálfleik og DJ og Emil stigu vel upp.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15