Þrjátíu ár liðin frá fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkurkvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 07:00 Thelma Dís Ágústsdóttirr er jafngömul og þegar móðir hennar Björg Hafsteinsdóttir lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik fyrir 30 árum síðan. Víisir/Eyþór Keflvíkingar vonast til að geta haldið upp á stór tímamót í dag með enn einum bikarmeistaratili kvennaliðs félagsins í Laugardalshöllinni þegar þar fer fram úrslitaleikur Maltbikars kvenna milli Keflavíkur og Skallagríms. Fyrir 30 árum lék kvennalið Keflavík sinn fyrsta bikarúrslitaleik en leikurinn í dag verður bikarúrslitaleikur númer 22. Það er magnað að Keflavíkurkonur hafi farið 22 sinnum í Höllina á þessum þrjátíu árum og að þrettán sinnum hafa þær farið með bikarinn til baka á Reykjanesbrautina. Hið unga Keflavíkurlið sem mætir til leiks í Höllinni í dag á margt sameiginlegt með þeim Keflavíkurstelpum sem mættu í Laugardalshöllina fyrir þremur áratugum síðan. Þá var Keflavíkurliðið einnig skipað kornungum stelpum sem voru þarna að mæta efsta liði deildarinnar. Í dag er það Skallagrímur en fyrir 30 árum síðan var það lið KR. Liðið frá 1987 sló líka Hauka út úr undanúrslitunum alveg eins og liðið 2017. Keflavíkurliðið tapaði þessum fyrsta bikarúrslitaleik sínum (KR vann 65-61) en Keflavíkurstelpurnar komu reynslunni ríkari árið eftir og unnu sinn fyrsta af þrettán bikarmeistaratitlum. Keflvíkingar vonast reyndar örugglega til þess að það endurtaki sig ekki því stefnar er að koma með bikarmeistaratitil númer fjórtán til Keflavíkur annað kvöld. Stigahæsti leikmaður Keflavíkur í úrslitaleiknum 1987 var hin átján ára gamla Anna María Sveinsdóttir með 22 stig. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, sem skoraði mest af íslensku stelpunum í undanúrslitaleiknum (18 stig) er einnig átján ára. Björg Hafsteinsdóttir, sem var þriðja stigahæst hjá Keflavík í bikaúrslitaleiknum fyrir 30 árum var einnig bara átján ára gömul. Dóttir Bjargar, Thelma Dís Ágústsdóttir, er leikmaður Keflavíkur í dag og hún var þriðja stigahæst í undanúrslitaleiknum. Thelma Dís er jafngömul og móðir hennar var 1987. Þegar Keflavík varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið eftir, 1988, þá léku ennfremur með liðinu mæður tveggja leikmanna Keflavíkur í dag. Björg Hafsteinsdóttir (Thelma Dís Ágústsdóttir) var þá stigahæst með 25 stig og Elínborg Herbertsdóttir (Birna Valgerður Benónýsdóttir) var með tvö stig. Tengdamóðir fyrirliða Keflavíkur í dag, Ernu Hákonardóttur, var einnig með 1988-liði Keflavíkur en Bylgja Sverrisdóttir skoraði eitt stig í leiknum.Leikmenn í fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkur 1987 Anna María Sveinsdóttir 22 stig Guðlaug Sveinsdóttir 21 stig Björg Hafsteinsdóttir 5 stig Kristín Sigurðardóttir 5 stig Margrét Sturlaugsdóttir 4 stig Bylgja Sverrisdóttir 2 stig Kristín Blöndal 2 stig Gunnhildur Hilmarsdóttir Skoraði ekki Katrín M Eiríksdóttir Skoraði ekki Svandís Gylfadóttir Skoraði ekki Dominos-deild kvenna Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Keflvíkingar vonast til að geta haldið upp á stór tímamót í dag með enn einum bikarmeistaratili kvennaliðs félagsins í Laugardalshöllinni þegar þar fer fram úrslitaleikur Maltbikars kvenna milli Keflavíkur og Skallagríms. Fyrir 30 árum lék kvennalið Keflavík sinn fyrsta bikarúrslitaleik en leikurinn í dag verður bikarúrslitaleikur númer 22. Það er magnað að Keflavíkurkonur hafi farið 22 sinnum í Höllina á þessum þrjátíu árum og að þrettán sinnum hafa þær farið með bikarinn til baka á Reykjanesbrautina. Hið unga Keflavíkurlið sem mætir til leiks í Höllinni í dag á margt sameiginlegt með þeim Keflavíkurstelpum sem mættu í Laugardalshöllina fyrir þremur áratugum síðan. Þá var Keflavíkurliðið einnig skipað kornungum stelpum sem voru þarna að mæta efsta liði deildarinnar. Í dag er það Skallagrímur en fyrir 30 árum síðan var það lið KR. Liðið frá 1987 sló líka Hauka út úr undanúrslitunum alveg eins og liðið 2017. Keflavíkurliðið tapaði þessum fyrsta bikarúrslitaleik sínum (KR vann 65-61) en Keflavíkurstelpurnar komu reynslunni ríkari árið eftir og unnu sinn fyrsta af þrettán bikarmeistaratitlum. Keflvíkingar vonast reyndar örugglega til þess að það endurtaki sig ekki því stefnar er að koma með bikarmeistaratitil númer fjórtán til Keflavíkur annað kvöld. Stigahæsti leikmaður Keflavíkur í úrslitaleiknum 1987 var hin átján ára gamla Anna María Sveinsdóttir með 22 stig. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, sem skoraði mest af íslensku stelpunum í undanúrslitaleiknum (18 stig) er einnig átján ára. Björg Hafsteinsdóttir, sem var þriðja stigahæst hjá Keflavík í bikaúrslitaleiknum fyrir 30 árum var einnig bara átján ára gömul. Dóttir Bjargar, Thelma Dís Ágústsdóttir, er leikmaður Keflavíkur í dag og hún var þriðja stigahæst í undanúrslitaleiknum. Thelma Dís er jafngömul og móðir hennar var 1987. Þegar Keflavík varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið eftir, 1988, þá léku ennfremur með liðinu mæður tveggja leikmanna Keflavíkur í dag. Björg Hafsteinsdóttir (Thelma Dís Ágústsdóttir) var þá stigahæst með 25 stig og Elínborg Herbertsdóttir (Birna Valgerður Benónýsdóttir) var með tvö stig. Tengdamóðir fyrirliða Keflavíkur í dag, Ernu Hákonardóttur, var einnig með 1988-liði Keflavíkur en Bylgja Sverrisdóttir skoraði eitt stig í leiknum.Leikmenn í fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkur 1987 Anna María Sveinsdóttir 22 stig Guðlaug Sveinsdóttir 21 stig Björg Hafsteinsdóttir 5 stig Kristín Sigurðardóttir 5 stig Margrét Sturlaugsdóttir 4 stig Bylgja Sverrisdóttir 2 stig Kristín Blöndal 2 stig Gunnhildur Hilmarsdóttir Skoraði ekki Katrín M Eiríksdóttir Skoraði ekki Svandís Gylfadóttir Skoraði ekki
Dominos-deild kvenna Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira