Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði 19. september 2017 06:00 Óvíst er hvenær Sjanghæ opnar dyr sínar á nýjan leik. vísir/svenni Veitingastaðurinn Sjanghæ hefur ekki verið opnaður að nýju eftir umfjöllun Ríkisútvarpsins um að grunur hafi leikið á mansali á staðnum. Eftir rannsókn stéttarfélagsins Einingar Iðju á launaskýrslum kom í ljós að ekki var fótur fyrir þeim sögusögnum. Eigendur staðarins íhuga alvarlega lagalegu stöðu sína. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því þann 30. ágúst síðastliðinn að grunur léki á mansali á veitingastaðnum og að kokkar fengju greiddar um 30 þúsund krónur í mánaðarlaun. Reyndin var síðan allt önnur og voru laun kokkanna, sem komu frá Kína, 465 þúsund krónur á mánuði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þau laun eru rétt um eitt hundrað þúsund krónum hærri en lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum.Óvíst er hvenær Sjanghæ opnar dyr sínar á nýjan leik. Fréttablaðið/Sveinn„Ég get staðfest það að veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri hefur verið lokaður síðan fjölmiðlaumfjöllun um staðinn hófst,“ segir Jóhannes Már Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins. Það var ekki ætlunin í upphafi að loka staðnum strax eftir fjölmiðlaumfjöllunina. Hún hafi samt sem áður valdið því að fáir viðskiptavinir komu á staðinn. „Fljótlega varð ljóst að hjá því varð ekki komist að loka,“ bætir Jóhannes Már við. Óvíst er hvenær veitingastaðurinn verður opnaður aftur. Þá mun væntanlega koma í ljós hver langtímaáhrif umfjöllunar um staðinn mun hafa á reksturinn að mati Jóhannesar. Nú sé hann að fara yfir málið með eigendunum og á næstu dögum verður tekin ákvörðun um það hvort dómsmál verði höfðað. „Það kom ekki stakur viðskiptavinur inn á staðinn eftir að fyrsta fréttin af málinu fór í loftið, og birgjar farnir að sækja tæki sem þeir höfðu lánað inn á veitingastaðinn. Þau viðbrögð verður að telja fullkomlega eðlileg, þegar um alvarlegar ásakanir um refsiverða háttsemi er að ræða. Eigandi veitingastaðarins var í fréttum grunaður um brot sem varðar allt að 12 ára fangelsi,“ segir Jóhannes Már. Rætt var við Jóhannes Má í Bítinu í morgun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri segir allar líkur á að eigendur staðarins muni fara í mál við Ríkisútvarpið. 8. september 2017 08:24 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Veitingastaðurinn Sjanghæ hefur ekki verið opnaður að nýju eftir umfjöllun Ríkisútvarpsins um að grunur hafi leikið á mansali á staðnum. Eftir rannsókn stéttarfélagsins Einingar Iðju á launaskýrslum kom í ljós að ekki var fótur fyrir þeim sögusögnum. Eigendur staðarins íhuga alvarlega lagalegu stöðu sína. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því þann 30. ágúst síðastliðinn að grunur léki á mansali á veitingastaðnum og að kokkar fengju greiddar um 30 þúsund krónur í mánaðarlaun. Reyndin var síðan allt önnur og voru laun kokkanna, sem komu frá Kína, 465 þúsund krónur á mánuði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þau laun eru rétt um eitt hundrað þúsund krónum hærri en lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum.Óvíst er hvenær Sjanghæ opnar dyr sínar á nýjan leik. Fréttablaðið/Sveinn„Ég get staðfest það að veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri hefur verið lokaður síðan fjölmiðlaumfjöllun um staðinn hófst,“ segir Jóhannes Már Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins. Það var ekki ætlunin í upphafi að loka staðnum strax eftir fjölmiðlaumfjöllunina. Hún hafi samt sem áður valdið því að fáir viðskiptavinir komu á staðinn. „Fljótlega varð ljóst að hjá því varð ekki komist að loka,“ bætir Jóhannes Már við. Óvíst er hvenær veitingastaðurinn verður opnaður aftur. Þá mun væntanlega koma í ljós hver langtímaáhrif umfjöllunar um staðinn mun hafa á reksturinn að mati Jóhannesar. Nú sé hann að fara yfir málið með eigendunum og á næstu dögum verður tekin ákvörðun um það hvort dómsmál verði höfðað. „Það kom ekki stakur viðskiptavinur inn á staðinn eftir að fyrsta fréttin af málinu fór í loftið, og birgjar farnir að sækja tæki sem þeir höfðu lánað inn á veitingastaðinn. Þau viðbrögð verður að telja fullkomlega eðlileg, þegar um alvarlegar ásakanir um refsiverða háttsemi er að ræða. Eigandi veitingastaðarins var í fréttum grunaður um brot sem varðar allt að 12 ára fangelsi,“ segir Jóhannes Már. Rætt var við Jóhannes Má í Bítinu í morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri segir allar líkur á að eigendur staðarins muni fara í mál við Ríkisútvarpið. 8. september 2017 08:24 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri segir allar líkur á að eigendur staðarins muni fara í mál við Ríkisútvarpið. 8. september 2017 08:24
Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01
Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29