Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði 19. september 2017 06:00 Óvíst er hvenær Sjanghæ opnar dyr sínar á nýjan leik. vísir/svenni Veitingastaðurinn Sjanghæ hefur ekki verið opnaður að nýju eftir umfjöllun Ríkisútvarpsins um að grunur hafi leikið á mansali á staðnum. Eftir rannsókn stéttarfélagsins Einingar Iðju á launaskýrslum kom í ljós að ekki var fótur fyrir þeim sögusögnum. Eigendur staðarins íhuga alvarlega lagalegu stöðu sína. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því þann 30. ágúst síðastliðinn að grunur léki á mansali á veitingastaðnum og að kokkar fengju greiddar um 30 þúsund krónur í mánaðarlaun. Reyndin var síðan allt önnur og voru laun kokkanna, sem komu frá Kína, 465 þúsund krónur á mánuði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þau laun eru rétt um eitt hundrað þúsund krónum hærri en lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum.Óvíst er hvenær Sjanghæ opnar dyr sínar á nýjan leik. Fréttablaðið/Sveinn„Ég get staðfest það að veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri hefur verið lokaður síðan fjölmiðlaumfjöllun um staðinn hófst,“ segir Jóhannes Már Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins. Það var ekki ætlunin í upphafi að loka staðnum strax eftir fjölmiðlaumfjöllunina. Hún hafi samt sem áður valdið því að fáir viðskiptavinir komu á staðinn. „Fljótlega varð ljóst að hjá því varð ekki komist að loka,“ bætir Jóhannes Már við. Óvíst er hvenær veitingastaðurinn verður opnaður aftur. Þá mun væntanlega koma í ljós hver langtímaáhrif umfjöllunar um staðinn mun hafa á reksturinn að mati Jóhannesar. Nú sé hann að fara yfir málið með eigendunum og á næstu dögum verður tekin ákvörðun um það hvort dómsmál verði höfðað. „Það kom ekki stakur viðskiptavinur inn á staðinn eftir að fyrsta fréttin af málinu fór í loftið, og birgjar farnir að sækja tæki sem þeir höfðu lánað inn á veitingastaðinn. Þau viðbrögð verður að telja fullkomlega eðlileg, þegar um alvarlegar ásakanir um refsiverða háttsemi er að ræða. Eigandi veitingastaðarins var í fréttum grunaður um brot sem varðar allt að 12 ára fangelsi,“ segir Jóhannes Már. Rætt var við Jóhannes Má í Bítinu í morgun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri segir allar líkur á að eigendur staðarins muni fara í mál við Ríkisútvarpið. 8. september 2017 08:24 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Veitingastaðurinn Sjanghæ hefur ekki verið opnaður að nýju eftir umfjöllun Ríkisútvarpsins um að grunur hafi leikið á mansali á staðnum. Eftir rannsókn stéttarfélagsins Einingar Iðju á launaskýrslum kom í ljós að ekki var fótur fyrir þeim sögusögnum. Eigendur staðarins íhuga alvarlega lagalegu stöðu sína. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því þann 30. ágúst síðastliðinn að grunur léki á mansali á veitingastaðnum og að kokkar fengju greiddar um 30 þúsund krónur í mánaðarlaun. Reyndin var síðan allt önnur og voru laun kokkanna, sem komu frá Kína, 465 þúsund krónur á mánuði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þau laun eru rétt um eitt hundrað þúsund krónum hærri en lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum.Óvíst er hvenær Sjanghæ opnar dyr sínar á nýjan leik. Fréttablaðið/Sveinn„Ég get staðfest það að veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri hefur verið lokaður síðan fjölmiðlaumfjöllun um staðinn hófst,“ segir Jóhannes Már Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins. Það var ekki ætlunin í upphafi að loka staðnum strax eftir fjölmiðlaumfjöllunina. Hún hafi samt sem áður valdið því að fáir viðskiptavinir komu á staðinn. „Fljótlega varð ljóst að hjá því varð ekki komist að loka,“ bætir Jóhannes Már við. Óvíst er hvenær veitingastaðurinn verður opnaður aftur. Þá mun væntanlega koma í ljós hver langtímaáhrif umfjöllunar um staðinn mun hafa á reksturinn að mati Jóhannesar. Nú sé hann að fara yfir málið með eigendunum og á næstu dögum verður tekin ákvörðun um það hvort dómsmál verði höfðað. „Það kom ekki stakur viðskiptavinur inn á staðinn eftir að fyrsta fréttin af málinu fór í loftið, og birgjar farnir að sækja tæki sem þeir höfðu lánað inn á veitingastaðinn. Þau viðbrögð verður að telja fullkomlega eðlileg, þegar um alvarlegar ásakanir um refsiverða háttsemi er að ræða. Eigandi veitingastaðarins var í fréttum grunaður um brot sem varðar allt að 12 ára fangelsi,“ segir Jóhannes Már. Rætt var við Jóhannes Má í Bítinu í morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri segir allar líkur á að eigendur staðarins muni fara í mál við Ríkisútvarpið. 8. september 2017 08:24 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri segir allar líkur á að eigendur staðarins muni fara í mál við Ríkisútvarpið. 8. september 2017 08:24
Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01
Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29