Sváfu í tjaldi á Laugaveginum Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2017 15:38 Brynjólfur Löve Mogensen og Heiðar Logi komnir uppí tjaldið góða. Nýr MINI Countryman Plug-In-Hybrid var forkynntur í gærkvöld á veitingastaðnum Sumac við Laugaveg. Forkynningargestum var kynnt sú nýjung að þeim sem yrði fyrstur til að ákveða sig stæði til boða að bóka gistingu í MINI topptjaldi sem sýnt var með bílnum. Bíllinn og topptjaldi hafði verið skráð á gistisíðunni Airbnb sem gistimöguleiki aðeins þessa einu nótt. Þeir félagar Brynjólfur Löve Mogensen og Heiðar Logi tóku áskoruninni, bókuðu gistinguna á Airbnb og gistu í MINI tjaldinu yfir nóttina þrátt fyrir að Brynjólfur hafi átt pantað flug til Kaupmannahafnar og því þurft að vakna kl. 04:00. Nóttin var að sögn þeirra félaga erilsamari en þeir áttu von á en það kom ekki að sök því þeir eru báðir alvanir útivistarmenn sem ekki víla fyrir sér að gista í tjaldi hvar og hvenær sem er. Þegar starfsmenn True North og BL komu morguninn eftir til að taka saman og ganga frá bíl og tjaldi var Brynjólfur floginn til Kaupamannahafnar en Heiðar Logi svaf vært í tjaldinu og lét vel af upplifuninni.Glaðir rétt fyrir svefninn. Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent
Nýr MINI Countryman Plug-In-Hybrid var forkynntur í gærkvöld á veitingastaðnum Sumac við Laugaveg. Forkynningargestum var kynnt sú nýjung að þeim sem yrði fyrstur til að ákveða sig stæði til boða að bóka gistingu í MINI topptjaldi sem sýnt var með bílnum. Bíllinn og topptjaldi hafði verið skráð á gistisíðunni Airbnb sem gistimöguleiki aðeins þessa einu nótt. Þeir félagar Brynjólfur Löve Mogensen og Heiðar Logi tóku áskoruninni, bókuðu gistinguna á Airbnb og gistu í MINI tjaldinu yfir nóttina þrátt fyrir að Brynjólfur hafi átt pantað flug til Kaupmannahafnar og því þurft að vakna kl. 04:00. Nóttin var að sögn þeirra félaga erilsamari en þeir áttu von á en það kom ekki að sök því þeir eru báðir alvanir útivistarmenn sem ekki víla fyrir sér að gista í tjaldi hvar og hvenær sem er. Þegar starfsmenn True North og BL komu morguninn eftir til að taka saman og ganga frá bíl og tjaldi var Brynjólfur floginn til Kaupamannahafnar en Heiðar Logi svaf vært í tjaldinu og lét vel af upplifuninni.Glaðir rétt fyrir svefninn.
Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent