Hugmynd frá almenningi! Ögmundur Jónasson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á kerfi Miltons Friedmans um að fjármagn fylgi sjúklingi þannig að heilbrigðisstofnanir keppist um það sín í milli að fá sjúklinga í viðskipti. En forverinn vildi banna arðtöku úr slíkum samkeppnisrekstri. Núverandi ráðherra sýnir engan lit í þá veru. Að því marki sem hann yfirleitt sýnir lit, þá er það á sveif með fjárfestum og nægir þar að minna á að hann hefur látið óátalið að Klíníkin reki legudeild og er þar kominn enn einn vísir að heilbrigðiskerfi á arðsemisforsendum. Allt fjármagnað úr ríkissjóði. Aldrei má horfa framhjá því að ekki er um að ræða raunverulegan einkabisniss, heldur heimild fjárfestum til handa að seilast ofan í vasa almennings í gegnum heilbrigðiskerfið. Handlangarar þeirra á Alþingi sjá um að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að samkeppni um sjúklinga auki gæði þjónustunnar og muni gera hana skilvirkari. Lengra gengur hann ekki í umræðu um málið. Hann svarar aldrei efnislegum rökum þeirra sem benda á að reynslan erlendis sýni að slíkt fyrirkomulag hafi í framkvæmd aukið félagslega mismunun tekjulitlu fólki í óhag og hafi gert skipulag þjónustunnar vandkvæðum háð auk þess að vera kostnaðarsamara. Er þá komið að fyrirsögninni. Kveikjan er frétt í Fréttblaðinu 11. júlí sl. þar sem haft er eftir umhverfisráðherranum, að ráðið til að glíma við umhverfisvandann sé að leita eftir hugmyndum frá almenningi. Prýðilegt. En hvers vegna segja eitt og gera síðan annað? Hvernig væri að ríkisstjórnin hlustaði eftir hugmyndum og afstöðu almennings hvað heilbrigðismálin áhrærir? Það gerir hún hins vegar ekki. Í margítrekuðum skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá í vor, kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti, tæplega 80%, vill að heilbrigðisþjónustan sé rekin á vegum hins opinbera. Flokkast þetta ekki sem hugmynd frá almenningi?Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á kerfi Miltons Friedmans um að fjármagn fylgi sjúklingi þannig að heilbrigðisstofnanir keppist um það sín í milli að fá sjúklinga í viðskipti. En forverinn vildi banna arðtöku úr slíkum samkeppnisrekstri. Núverandi ráðherra sýnir engan lit í þá veru. Að því marki sem hann yfirleitt sýnir lit, þá er það á sveif með fjárfestum og nægir þar að minna á að hann hefur látið óátalið að Klíníkin reki legudeild og er þar kominn enn einn vísir að heilbrigðiskerfi á arðsemisforsendum. Allt fjármagnað úr ríkissjóði. Aldrei má horfa framhjá því að ekki er um að ræða raunverulegan einkabisniss, heldur heimild fjárfestum til handa að seilast ofan í vasa almennings í gegnum heilbrigðiskerfið. Handlangarar þeirra á Alþingi sjá um að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að samkeppni um sjúklinga auki gæði þjónustunnar og muni gera hana skilvirkari. Lengra gengur hann ekki í umræðu um málið. Hann svarar aldrei efnislegum rökum þeirra sem benda á að reynslan erlendis sýni að slíkt fyrirkomulag hafi í framkvæmd aukið félagslega mismunun tekjulitlu fólki í óhag og hafi gert skipulag þjónustunnar vandkvæðum háð auk þess að vera kostnaðarsamara. Er þá komið að fyrirsögninni. Kveikjan er frétt í Fréttblaðinu 11. júlí sl. þar sem haft er eftir umhverfisráðherranum, að ráðið til að glíma við umhverfisvandann sé að leita eftir hugmyndum frá almenningi. Prýðilegt. En hvers vegna segja eitt og gera síðan annað? Hvernig væri að ríkisstjórnin hlustaði eftir hugmyndum og afstöðu almennings hvað heilbrigðismálin áhrærir? Það gerir hún hins vegar ekki. Í margítrekuðum skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá í vor, kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti, tæplega 80%, vill að heilbrigðisþjónustan sé rekin á vegum hins opinbera. Flokkast þetta ekki sem hugmynd frá almenningi?Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar