Stærð íslensku bankanna Jón Guðni Ómarsson skrifar 22. mars 2017 09:00 Mikil umræða hefur verið á Íslandi síðustu árin um það hvernig bæta megi íslenska bankakerfið og tryggja að það sinni sínu hlutverki sem best, en lágmarka um leið þá áhættu sem af því getur skapast. Ein spurningin er hver sé rétt stærð á bönkunum.Samanburður við útlönd Fyrst er rétt að huga að því hvernig íslenska bankakerfið er í samanburði við nágrannalöndin. Á Íslandi hefur kerfið minnkað úr rúmlega áttfaldri landsframleiðslu árið 2008 niður undir tvöfalda landsframleiðslu í lok árs 2014. Kerfið hefur því minnkað um tæp 80% samkvæmt þeim mælikvarða og er nú hóflegt að stærð ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin. Mikið er rætt um skort á samkeppni á innanlandsmarkaði með bankaþjónustu, en þegar betur er að gáð má sjá að hlutdeild íslensku bankanna er einungis um 50% í útlánum til fyrirtækja og húsnæðislánum til einstaklinga. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru mjög virkir í báðum flokkum og á fyrirtækjamarkaði hafa erlendir lánveitendur töluverða aðkomu, þó svo að hún einskorðist fyrst og fremst við einstaka geira og stærri fyrirtæki.Samsetning efnahagsreiknings banka Af heildareignum íslensku bankanna eru um 70% í formi útlána, rúmlega 20% í formi lausafjáreigna og aðrar eignir nema einungis tæplega 10% af eignum. Lausafé er ekki ráðlegt að minnka og það er því fyrst og fremst minnkun á lánasafninu sem hefði einhver veruleg áhrif á stærð efnahagsreikninganna.Um 40% af lánasafni íslensku bankanna eru lán til einstaklinga en um 60% lán til fyrirtækja, sem teljast flestöll til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja á alþjóðavísu. Af útlánunum eru um 18% í erlendum myntum og einungis lítill hluti þeirra út fyrir landsteinana. Útlánin eru því að nánast öllu leyti til innlendra lántaka og ætlað að tryggja grundvöll heilbrigðs efnahagslífs hérlendis. Í Evrópu og Bandaríkjunum beinist þungi umræðunnar varðandi bankakerfin að töluverðu leyti að því hvernig best er hægt að tryggja aðgang að fjármagni og leitað er leiða til að hvetja banka til útlána til einstaklinga og minni fyrirtækja. Rétt er einnig að nefna að bankar og aðrir lánveitendur eiga vitanlega að vanda til verka varðandi lánveitingar, þannig að gætt sé hófs í útlánavexti og gengið fram af ábyrgð og varfærni.Niðurstaða Íslenska bankakerfið er nú einungis um fjórðungur af stærð kerfisins fyrir bankahrunið 2008. Stærð kerfisins er einnig í línu við það sem við sjáum í nágrannalöndunum. Á efnahagsreikningum bankanna má fyrst og fremst finna lausafé og hefðbundnar lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja. Vandséð er því hvernig ná má fram verulegri minnkun á efnahagsreikningi bankanna án þess að það hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið. Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu íslensku bankanna eru hins vegar tækifæri til arðgreiðslna á komandi misserum og munu þær greiðslur renna að mjög stórum hluta til íslenska ríkisins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Burt með stöðumælana! Björn Jón Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á Íslandi síðustu árin um það hvernig bæta megi íslenska bankakerfið og tryggja að það sinni sínu hlutverki sem best, en lágmarka um leið þá áhættu sem af því getur skapast. Ein spurningin er hver sé rétt stærð á bönkunum.Samanburður við útlönd Fyrst er rétt að huga að því hvernig íslenska bankakerfið er í samanburði við nágrannalöndin. Á Íslandi hefur kerfið minnkað úr rúmlega áttfaldri landsframleiðslu árið 2008 niður undir tvöfalda landsframleiðslu í lok árs 2014. Kerfið hefur því minnkað um tæp 80% samkvæmt þeim mælikvarða og er nú hóflegt að stærð ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin. Mikið er rætt um skort á samkeppni á innanlandsmarkaði með bankaþjónustu, en þegar betur er að gáð má sjá að hlutdeild íslensku bankanna er einungis um 50% í útlánum til fyrirtækja og húsnæðislánum til einstaklinga. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru mjög virkir í báðum flokkum og á fyrirtækjamarkaði hafa erlendir lánveitendur töluverða aðkomu, þó svo að hún einskorðist fyrst og fremst við einstaka geira og stærri fyrirtæki.Samsetning efnahagsreiknings banka Af heildareignum íslensku bankanna eru um 70% í formi útlána, rúmlega 20% í formi lausafjáreigna og aðrar eignir nema einungis tæplega 10% af eignum. Lausafé er ekki ráðlegt að minnka og það er því fyrst og fremst minnkun á lánasafninu sem hefði einhver veruleg áhrif á stærð efnahagsreikninganna.Um 40% af lánasafni íslensku bankanna eru lán til einstaklinga en um 60% lán til fyrirtækja, sem teljast flestöll til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja á alþjóðavísu. Af útlánunum eru um 18% í erlendum myntum og einungis lítill hluti þeirra út fyrir landsteinana. Útlánin eru því að nánast öllu leyti til innlendra lántaka og ætlað að tryggja grundvöll heilbrigðs efnahagslífs hérlendis. Í Evrópu og Bandaríkjunum beinist þungi umræðunnar varðandi bankakerfin að töluverðu leyti að því hvernig best er hægt að tryggja aðgang að fjármagni og leitað er leiða til að hvetja banka til útlána til einstaklinga og minni fyrirtækja. Rétt er einnig að nefna að bankar og aðrir lánveitendur eiga vitanlega að vanda til verka varðandi lánveitingar, þannig að gætt sé hófs í útlánavexti og gengið fram af ábyrgð og varfærni.Niðurstaða Íslenska bankakerfið er nú einungis um fjórðungur af stærð kerfisins fyrir bankahrunið 2008. Stærð kerfisins er einnig í línu við það sem við sjáum í nágrannalöndunum. Á efnahagsreikningum bankanna má fyrst og fremst finna lausafé og hefðbundnar lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja. Vandséð er því hvernig ná má fram verulegri minnkun á efnahagsreikningi bankanna án þess að það hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið. Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu íslensku bankanna eru hins vegar tækifæri til arðgreiðslna á komandi misserum og munu þær greiðslur renna að mjög stórum hluta til íslenska ríkisins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun