Stærð íslensku bankanna Jón Guðni Ómarsson skrifar 22. mars 2017 09:00 Mikil umræða hefur verið á Íslandi síðustu árin um það hvernig bæta megi íslenska bankakerfið og tryggja að það sinni sínu hlutverki sem best, en lágmarka um leið þá áhættu sem af því getur skapast. Ein spurningin er hver sé rétt stærð á bönkunum.Samanburður við útlönd Fyrst er rétt að huga að því hvernig íslenska bankakerfið er í samanburði við nágrannalöndin. Á Íslandi hefur kerfið minnkað úr rúmlega áttfaldri landsframleiðslu árið 2008 niður undir tvöfalda landsframleiðslu í lok árs 2014. Kerfið hefur því minnkað um tæp 80% samkvæmt þeim mælikvarða og er nú hóflegt að stærð ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin. Mikið er rætt um skort á samkeppni á innanlandsmarkaði með bankaþjónustu, en þegar betur er að gáð má sjá að hlutdeild íslensku bankanna er einungis um 50% í útlánum til fyrirtækja og húsnæðislánum til einstaklinga. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru mjög virkir í báðum flokkum og á fyrirtækjamarkaði hafa erlendir lánveitendur töluverða aðkomu, þó svo að hún einskorðist fyrst og fremst við einstaka geira og stærri fyrirtæki.Samsetning efnahagsreiknings banka Af heildareignum íslensku bankanna eru um 70% í formi útlána, rúmlega 20% í formi lausafjáreigna og aðrar eignir nema einungis tæplega 10% af eignum. Lausafé er ekki ráðlegt að minnka og það er því fyrst og fremst minnkun á lánasafninu sem hefði einhver veruleg áhrif á stærð efnahagsreikninganna.Um 40% af lánasafni íslensku bankanna eru lán til einstaklinga en um 60% lán til fyrirtækja, sem teljast flestöll til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja á alþjóðavísu. Af útlánunum eru um 18% í erlendum myntum og einungis lítill hluti þeirra út fyrir landsteinana. Útlánin eru því að nánast öllu leyti til innlendra lántaka og ætlað að tryggja grundvöll heilbrigðs efnahagslífs hérlendis. Í Evrópu og Bandaríkjunum beinist þungi umræðunnar varðandi bankakerfin að töluverðu leyti að því hvernig best er hægt að tryggja aðgang að fjármagni og leitað er leiða til að hvetja banka til útlána til einstaklinga og minni fyrirtækja. Rétt er einnig að nefna að bankar og aðrir lánveitendur eiga vitanlega að vanda til verka varðandi lánveitingar, þannig að gætt sé hófs í útlánavexti og gengið fram af ábyrgð og varfærni.Niðurstaða Íslenska bankakerfið er nú einungis um fjórðungur af stærð kerfisins fyrir bankahrunið 2008. Stærð kerfisins er einnig í línu við það sem við sjáum í nágrannalöndunum. Á efnahagsreikningum bankanna má fyrst og fremst finna lausafé og hefðbundnar lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja. Vandséð er því hvernig ná má fram verulegri minnkun á efnahagsreikningi bankanna án þess að það hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið. Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu íslensku bankanna eru hins vegar tækifæri til arðgreiðslna á komandi misserum og munu þær greiðslur renna að mjög stórum hluta til íslenska ríkisins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á Íslandi síðustu árin um það hvernig bæta megi íslenska bankakerfið og tryggja að það sinni sínu hlutverki sem best, en lágmarka um leið þá áhættu sem af því getur skapast. Ein spurningin er hver sé rétt stærð á bönkunum.Samanburður við útlönd Fyrst er rétt að huga að því hvernig íslenska bankakerfið er í samanburði við nágrannalöndin. Á Íslandi hefur kerfið minnkað úr rúmlega áttfaldri landsframleiðslu árið 2008 niður undir tvöfalda landsframleiðslu í lok árs 2014. Kerfið hefur því minnkað um tæp 80% samkvæmt þeim mælikvarða og er nú hóflegt að stærð ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin. Mikið er rætt um skort á samkeppni á innanlandsmarkaði með bankaþjónustu, en þegar betur er að gáð má sjá að hlutdeild íslensku bankanna er einungis um 50% í útlánum til fyrirtækja og húsnæðislánum til einstaklinga. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru mjög virkir í báðum flokkum og á fyrirtækjamarkaði hafa erlendir lánveitendur töluverða aðkomu, þó svo að hún einskorðist fyrst og fremst við einstaka geira og stærri fyrirtæki.Samsetning efnahagsreiknings banka Af heildareignum íslensku bankanna eru um 70% í formi útlána, rúmlega 20% í formi lausafjáreigna og aðrar eignir nema einungis tæplega 10% af eignum. Lausafé er ekki ráðlegt að minnka og það er því fyrst og fremst minnkun á lánasafninu sem hefði einhver veruleg áhrif á stærð efnahagsreikninganna.Um 40% af lánasafni íslensku bankanna eru lán til einstaklinga en um 60% lán til fyrirtækja, sem teljast flestöll til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja á alþjóðavísu. Af útlánunum eru um 18% í erlendum myntum og einungis lítill hluti þeirra út fyrir landsteinana. Útlánin eru því að nánast öllu leyti til innlendra lántaka og ætlað að tryggja grundvöll heilbrigðs efnahagslífs hérlendis. Í Evrópu og Bandaríkjunum beinist þungi umræðunnar varðandi bankakerfin að töluverðu leyti að því hvernig best er hægt að tryggja aðgang að fjármagni og leitað er leiða til að hvetja banka til útlána til einstaklinga og minni fyrirtækja. Rétt er einnig að nefna að bankar og aðrir lánveitendur eiga vitanlega að vanda til verka varðandi lánveitingar, þannig að gætt sé hófs í útlánavexti og gengið fram af ábyrgð og varfærni.Niðurstaða Íslenska bankakerfið er nú einungis um fjórðungur af stærð kerfisins fyrir bankahrunið 2008. Stærð kerfisins er einnig í línu við það sem við sjáum í nágrannalöndunum. Á efnahagsreikningum bankanna má fyrst og fremst finna lausafé og hefðbundnar lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja. Vandséð er því hvernig ná má fram verulegri minnkun á efnahagsreikningi bankanna án þess að það hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið. Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu íslensku bankanna eru hins vegar tækifæri til arðgreiðslna á komandi misserum og munu þær greiðslur renna að mjög stórum hluta til íslenska ríkisins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun