Skortur á talsmönnum Stjórnarmaðurinn skrifar 10. júlí 2017 12:00 Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins. Nú er ESB ekki þjóðríki, heldur ríkjasamband sem einkum er haldið saman af bjúrókratískum öflum. Fáir skilgreina sig fyrst og síðast sem Evrópubúa, og þar af leiðandi krauma ekki undir niðri sömu kraftar og valda því að menn grípa til varna fyrir land sitt jafnvel þótt málstaðnum geti verið ábótavant. Afstaða fólks sem hliðhollt er ESB byggist þannig yfirleitt á köldu hagsmunamati, en afstaða andstæðinga sambandsins á það til að grundvallast á tilfinningum frekar en rökum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er í raun birtingarmynd stórbættra samskipta í álfunni. Í dag þykir til dæmis fjarstæðukennt að stórþjóðir Evrópu heyi styrjaldir sín á milli, en eins og flestir vita þá er það sannkallað nýmæli í sögunni. Sögu Evrópu frá styrjaldarlokum má sömuleiðis kalla efnahagslegt kraftaverk. Álfan var rústir einar eftir stríð en nú eru lífskjör betri að meðaltali en í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem hefði þótt óhugsandi á eftirstríðsárunum. Athyglisvert er að leiða hugann að þessu nú þegar fer að draga til tíðinda í Brexit viðræðunum. Í kosningabaráttunni var því sýknt og heilagt haldið fram að ESB stæði á brauðfótum í efnahagslegu tilliti og réði alls ekki við flóttamannavandann. Hvort tveggja reyndist þvættingur – hagkerfi evrusvæðisins óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en Breta einungis um 0,2%. Þá hefur mikill árangur náðst í atvinnusköpun innan sambandsins og hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2009. Því er fátt sem bendir til þess að ESB sé að liðast í sundur eða að evran sé handónýtur gjaldmiðill eins og gjarnan heyrist fleygt. Er því nema von að í Bretlandi sé nú mikil andstaða við að ganga úr sambandinu? Sennilega verður ferlinu ekki snúið við úr þessu – kjósendur skutu sig í fótinn – en margt bendir til þess að Brexit verði einungis að nafninu til. Við Íslendingar ættum að læra af raunum Breta nú þegar við bíðum eftir að okkar ofursterka króna fari að bíta fólk og fyrirtæki svo undan svíði. ESB á sér kannski ekki marga ástríðufulla talsmenn. Það er samt eitthvert mesta pólitíska og efnahagslega afrek síðustu aldar, og hvað okkur Íslendinga snertir er evran okkar langraunhæfasti kostur í gjaldmiðilsmálum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins. Nú er ESB ekki þjóðríki, heldur ríkjasamband sem einkum er haldið saman af bjúrókratískum öflum. Fáir skilgreina sig fyrst og síðast sem Evrópubúa, og þar af leiðandi krauma ekki undir niðri sömu kraftar og valda því að menn grípa til varna fyrir land sitt jafnvel þótt málstaðnum geti verið ábótavant. Afstaða fólks sem hliðhollt er ESB byggist þannig yfirleitt á köldu hagsmunamati, en afstaða andstæðinga sambandsins á það til að grundvallast á tilfinningum frekar en rökum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er í raun birtingarmynd stórbættra samskipta í álfunni. Í dag þykir til dæmis fjarstæðukennt að stórþjóðir Evrópu heyi styrjaldir sín á milli, en eins og flestir vita þá er það sannkallað nýmæli í sögunni. Sögu Evrópu frá styrjaldarlokum má sömuleiðis kalla efnahagslegt kraftaverk. Álfan var rústir einar eftir stríð en nú eru lífskjör betri að meðaltali en í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem hefði þótt óhugsandi á eftirstríðsárunum. Athyglisvert er að leiða hugann að þessu nú þegar fer að draga til tíðinda í Brexit viðræðunum. Í kosningabaráttunni var því sýknt og heilagt haldið fram að ESB stæði á brauðfótum í efnahagslegu tilliti og réði alls ekki við flóttamannavandann. Hvort tveggja reyndist þvættingur – hagkerfi evrusvæðisins óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en Breta einungis um 0,2%. Þá hefur mikill árangur náðst í atvinnusköpun innan sambandsins og hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2009. Því er fátt sem bendir til þess að ESB sé að liðast í sundur eða að evran sé handónýtur gjaldmiðill eins og gjarnan heyrist fleygt. Er því nema von að í Bretlandi sé nú mikil andstaða við að ganga úr sambandinu? Sennilega verður ferlinu ekki snúið við úr þessu – kjósendur skutu sig í fótinn – en margt bendir til þess að Brexit verði einungis að nafninu til. Við Íslendingar ættum að læra af raunum Breta nú þegar við bíðum eftir að okkar ofursterka króna fari að bíta fólk og fyrirtæki svo undan svíði. ESB á sér kannski ekki marga ástríðufulla talsmenn. Það er samt eitthvert mesta pólitíska og efnahagslega afrek síðustu aldar, og hvað okkur Íslendinga snertir er evran okkar langraunhæfasti kostur í gjaldmiðilsmálum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent