Óvíst hvort Núðluhúsið verði opnað aftur: Segir taílenskum mat standa ógn af hárri húsaleigu Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2017 15:39 Starfsfólk Núðluhússins. Vísir/GVA „Vandamálið er að ég veit það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Jón Haukdal Styrmisson spurður hvenær Núðluhúsið verður opnað aftur. Núðluhúsið - Ruanthai hafði verið rekið á annarri hæð Kjörgarðs við Laugaveg 59 síðastliðin 10 ár. Miklar breytingar hafa staðið yfir á Kjörgarði í vetur þar sem nýrri hæð var komið á húsið og verða íbúðir á þriðju og fjórðu hæð þess. Núðluhúsið fór út úr Kjörgarði 1. febrúar síðastliðinn en á annarri hæð Kjörgarðs var einnig rekin verslunin Storkurinn. Fyrirhugað er að nýr veitingastaður verði rekinn á annarri hæð Kjörgarðs.Verslunarkjarninn Kjörgarður við Laugaveg 59 í Reykjavík.VísirJón Haukdal er einn af eigendum Núðluhússins en 23 ár eru frá því að staðurinn var opnaður. Fyrstu þrettán árin var hann rekinn á Vitastíg en síðustu tíu ár í Kjörgarði. „Við erum bara að leita að húsnæði,“ segir Jón Haukdal sem segir engar líkur á því að Núðluhúsið verði opnað aftur í sumar, en það gæti gerst í haust. „Við erum bara að leita að húsnæði. Ég ætla ekki að segja 100 prósent, en stefnan er að opna aftur,“ segir Jón Haukdal. Hann segir eigendur Kjörgarðs hafa keypt eigendur Núðluhússins út úr fjögurra ára leigusamningi. Hann segir vandamálið við rekstur taílenskra veitingastaða að um sé að ræða ódýran mat sem þoli ekki þá háu húsaleigu sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Húsaleigan eins og hún er í dag er bara rugl og það myndi þýða að við þyrftum að vera með matinn upp úr öllu valdi í verði og ég nenni ekki að standa í því.“ Ekki sé endilega verið að leita að húsnæði miðsvæðis, allt komi til greina. „Við erum alveg tilbúin að færa okkur eitthvað annað ef það er gott húsnæði á góðu verði.“ Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Vandamálið er að ég veit það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Jón Haukdal Styrmisson spurður hvenær Núðluhúsið verður opnað aftur. Núðluhúsið - Ruanthai hafði verið rekið á annarri hæð Kjörgarðs við Laugaveg 59 síðastliðin 10 ár. Miklar breytingar hafa staðið yfir á Kjörgarði í vetur þar sem nýrri hæð var komið á húsið og verða íbúðir á þriðju og fjórðu hæð þess. Núðluhúsið fór út úr Kjörgarði 1. febrúar síðastliðinn en á annarri hæð Kjörgarðs var einnig rekin verslunin Storkurinn. Fyrirhugað er að nýr veitingastaður verði rekinn á annarri hæð Kjörgarðs.Verslunarkjarninn Kjörgarður við Laugaveg 59 í Reykjavík.VísirJón Haukdal er einn af eigendum Núðluhússins en 23 ár eru frá því að staðurinn var opnaður. Fyrstu þrettán árin var hann rekinn á Vitastíg en síðustu tíu ár í Kjörgarði. „Við erum bara að leita að húsnæði,“ segir Jón Haukdal sem segir engar líkur á því að Núðluhúsið verði opnað aftur í sumar, en það gæti gerst í haust. „Við erum bara að leita að húsnæði. Ég ætla ekki að segja 100 prósent, en stefnan er að opna aftur,“ segir Jón Haukdal. Hann segir eigendur Kjörgarðs hafa keypt eigendur Núðluhússins út úr fjögurra ára leigusamningi. Hann segir vandamálið við rekstur taílenskra veitingastaða að um sé að ræða ódýran mat sem þoli ekki þá háu húsaleigu sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Húsaleigan eins og hún er í dag er bara rugl og það myndi þýða að við þyrftum að vera með matinn upp úr öllu valdi í verði og ég nenni ekki að standa í því.“ Ekki sé endilega verið að leita að húsnæði miðsvæðis, allt komi til greina. „Við erum alveg tilbúin að færa okkur eitthvað annað ef það er gott húsnæði á góðu verði.“
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira