BMW Z5 tryllir lýðinn í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 12:58 Nýr BMW Z5 er alls ekki slæmur fyrir augað. BMW er fyrirferðarmikið á bílasýningunni í Frankfurt og einn margra bíla sem BMW sýnir nú er hinn tilvonandi Z5 bíll, þó ekki sé víst að bíllinn fái það endanlega nafn. BMW ætlar að hefja sölu á þessum nýja sportbíl á næsta ári, en hann var þróaður í samstarfi við Toyota. Útfærsla Toyota á honum gæti fullt eins fengið nafnið Supra, en það verður bara að koma í ljós eins og í tilfelli BMW. Bíllinn sem sést hér á myndinni er með blæju úr mjúku efni en ekki stáli eins og forverinn og léttir það bílinn umtalsvert. Í yfirbyggingu bílsins er notað talsvert af koltrefjum og svo virðist sem BMW sé mjög umhugað að hafa bílinn sem léttastan. BMW hefur ekki látið uppi hvaða vélar verða í boði, en víst er að það eru aðeins bensínvélar, en heyrst hefur að bjóðast muni að auki tengiltvinnútgáfa og að hún verði fjórhjóladrifin.Bíllinn dró að sér áhugasama gesti í Frankfurt.Alveg viðunandi baksvipur. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent
BMW er fyrirferðarmikið á bílasýningunni í Frankfurt og einn margra bíla sem BMW sýnir nú er hinn tilvonandi Z5 bíll, þó ekki sé víst að bíllinn fái það endanlega nafn. BMW ætlar að hefja sölu á þessum nýja sportbíl á næsta ári, en hann var þróaður í samstarfi við Toyota. Útfærsla Toyota á honum gæti fullt eins fengið nafnið Supra, en það verður bara að koma í ljós eins og í tilfelli BMW. Bíllinn sem sést hér á myndinni er með blæju úr mjúku efni en ekki stáli eins og forverinn og léttir það bílinn umtalsvert. Í yfirbyggingu bílsins er notað talsvert af koltrefjum og svo virðist sem BMW sé mjög umhugað að hafa bílinn sem léttastan. BMW hefur ekki látið uppi hvaða vélar verða í boði, en víst er að það eru aðeins bensínvélar, en heyrst hefur að bjóðast muni að auki tengiltvinnútgáfa og að hún verði fjórhjóladrifin.Bíllinn dró að sér áhugasama gesti í Frankfurt.Alveg viðunandi baksvipur.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent