Erlent

Telja sig hafa afsannað goðsögnina um Snjómanninn

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd af fótspori sem tekið var í Tíbet árið 1954 sem sagt var af Snjómanninum ógurlega.
Mynd af fótspori sem tekið var í Tíbet árið 1954 sem sagt var af Snjómanninum ógurlega. Vísir/Getty
Vísindamenn telja sig hafa afsannað goðsögnina um Snjómanninn ógurlega. The Guardian greinir frá þessu og vísar í skýrslu sem birtist í The Royal Sociaty Journal.

Vísindamennirnir telja að sjónarvottar, sem hafi talið sig sjá Snjómanninn ógurlega, hafi í raun séð eitt þriggja tegunda bjarndýra sem halda til á afskekktum stað í Himalayafjöllum.

Rannsóknin byggir á líffræðilegum og DNA greiningum á bjarndýrunum og samanburði á þeim rannsóknum við frásagnir sjónarvotta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×