Erlent

Fá kannabis vegna krabba

Kannabis er leyft í lækningaskyni á Grænlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kannabis er leyft í lækningaskyni á Grænlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN vísir/stefán
GRÆNLAND Fimm alvarlega veikir krabbameinssjúklingar á Grænlandi hafa fengið lyfseðil upp á kannabis frá því að efnið var leyft í lækningaskyni í mars síðastliðnum. Grænlenska útvarpið hefur það eftir yfirlækninum Assia Brandrup-Lukanow að árangurinn hafi verið jákvæður. Læknirinn segir kannabismeðferðina vera stuðningsmeðferð. Kannabis lini þjáningar og ógleði sem fylgir til dæmis lyfjameðferð eða morfíngjöf. Þar sem kannabislyf séu tiltölulega ný á markaðnum og enn ekki komin mikil reynsla af notkun þeirra sé fyrsta val lækna að beita hefðbundnum meðferðum. – ibs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×