IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 14:35 Svona mun blokkin koma til með að líta út. Mynd/Íbúðalánasjóður IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum og hagkvæmum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. Einnig kemur til greina að leigja stúdentum og jafnvel starfsfólki Costco íbúðir í húsinu. Áætlað er að blokkin verði tilbúin á næsta ári. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði frá verkefninu á nýafstöðnu málþingi Íbúðalánasjóðs um byggingu hagkvæmra íbúða. Tilgangurinn með byggingunni er að halda í starfsfólk og mæta vanda þess fyrir húsnæði.Dæmi um teikningu af íbúðum í blokkinni.Mynd/ÍbúðalánasjóðurÞórarinn segir húsnæðismál starfsfólks einnig vera mál atvinnurekenda. „Framtíðarvígvöllur fyrirtækja í framlínurekstri, t.a.m smásölufyrirtækja, verður um hæft starfsfólk. Sá sem nær til sín og heldur hæfasta starfsfólkinu stendur uppi sem sigurvegari. Við höfum ítrekað orðið fyrir því að hæft starfsfólk hefur látið af störfum hjá okkur vegna vandamála sem tengjast húsnæði á einn eða annan hátt,“ sagði Þórarinn meðal annars í erindi sínu. „Fólk hefur hætt hjá okkur af því að það hefur þurft að flytja og endað á stað þar sem það nær ekki lengur strætó í vinnuna. Ef manni er annt um starfsfólkið sitt þá vill maður aðstoða það á þessum erfiða húsnæðismarkaði.“Minnstu íbúðirnar á 100 þúsund á mánuði Hjá IKEA starfa 350 manns og hyggst fyrirtækið fjölga starfsfólki í 450 á næstu árum. Þórarinn sagði hátt hlutfall starfsfólksins vera ungt fólk eða innflytjendur og væru margir á hrakhólum varðandi húsnæði. Fjölbýlishúsið sem IKEA hyggst láta reisa mun standa við Urriðaholtsstræti 10-12. Fasteignafélag tengt fyrirtækinu á og rekur húsið og gert er ráð fyrir að það verði tilbúið á síðari hluta næsta árs. Um er að ræða fimm hæða hús þar sem fjórar efstu hæðirnar eru með smáíbúðum en sú neðsta er atvinnuhúsnæði í bland við geymslur fyrir íbúðirnar á efri hæð. Leiguverð minnstu íbúðanna verður undir 100 þúsund krónum. „Það er minna en fólk er að greiða fyrir greni hér og þar í bænum,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á ÍslandiMynd/ÍbúðalánasjóðurFrá málþingi Íbúðalánasjóðs.Mynd/Íbúðalánasjóður Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum og hagkvæmum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. Einnig kemur til greina að leigja stúdentum og jafnvel starfsfólki Costco íbúðir í húsinu. Áætlað er að blokkin verði tilbúin á næsta ári. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði frá verkefninu á nýafstöðnu málþingi Íbúðalánasjóðs um byggingu hagkvæmra íbúða. Tilgangurinn með byggingunni er að halda í starfsfólk og mæta vanda þess fyrir húsnæði.Dæmi um teikningu af íbúðum í blokkinni.Mynd/ÍbúðalánasjóðurÞórarinn segir húsnæðismál starfsfólks einnig vera mál atvinnurekenda. „Framtíðarvígvöllur fyrirtækja í framlínurekstri, t.a.m smásölufyrirtækja, verður um hæft starfsfólk. Sá sem nær til sín og heldur hæfasta starfsfólkinu stendur uppi sem sigurvegari. Við höfum ítrekað orðið fyrir því að hæft starfsfólk hefur látið af störfum hjá okkur vegna vandamála sem tengjast húsnæði á einn eða annan hátt,“ sagði Þórarinn meðal annars í erindi sínu. „Fólk hefur hætt hjá okkur af því að það hefur þurft að flytja og endað á stað þar sem það nær ekki lengur strætó í vinnuna. Ef manni er annt um starfsfólkið sitt þá vill maður aðstoða það á þessum erfiða húsnæðismarkaði.“Minnstu íbúðirnar á 100 þúsund á mánuði Hjá IKEA starfa 350 manns og hyggst fyrirtækið fjölga starfsfólki í 450 á næstu árum. Þórarinn sagði hátt hlutfall starfsfólksins vera ungt fólk eða innflytjendur og væru margir á hrakhólum varðandi húsnæði. Fjölbýlishúsið sem IKEA hyggst láta reisa mun standa við Urriðaholtsstræti 10-12. Fasteignafélag tengt fyrirtækinu á og rekur húsið og gert er ráð fyrir að það verði tilbúið á síðari hluta næsta árs. Um er að ræða fimm hæða hús þar sem fjórar efstu hæðirnar eru með smáíbúðum en sú neðsta er atvinnuhúsnæði í bland við geymslur fyrir íbúðirnar á efri hæð. Leiguverð minnstu íbúðanna verður undir 100 þúsund krónum. „Það er minna en fólk er að greiða fyrir greni hér og þar í bænum,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á ÍslandiMynd/ÍbúðalánasjóðurFrá málþingi Íbúðalánasjóðs.Mynd/Íbúðalánasjóður
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira