KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 08:00 Mynd/Samsett/Twittersíða handboltans í KR KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. KR-ingar taka ákvörðun um það í hádeginu í dag hvort þeir dragi lið sitt úr keppni en Ívar Benediktsson skrifar um málið í Morgunblaðinu. KR býr til einn eitt óvissuástandið í íslenska handboltanum með því að draga lið sitt úr keppni því þá gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR í Olís-deildinni. Víkingar töpuðu fyrir KR í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni og gera tilkall til sætisins en það gera örugglega Þróttur, sem tapaði í hinu umspilinu og Akureyri handboltafélag, sem féll úr Olís-deildinni. Það er verið að fjölga í deildinni þannig að þetta mál er allt mjög flókið. Akureyrarliðið er reyndar ekki lengur til þar sem KA hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Þór þótt að það sé eftir að ganga endanlega frá því hjá HSÍ. Ívar segir í frétt sinni í dag að ástæðan fyrir því að KR sé að fara draga lið sitt úr keppni sé sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta sé ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður nefnilega ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar í viðbót við annað starf KR þar sem körfuboltinn er í aðalhlutverki á veturna. Handboltalið KR hefur æft í litla salnum út í KR að mestum hluta en spilað heimaleiki sína í stóra salnum. Við þá aðstöðu telja forráðamenn handknattleiksdeildar KR sig ekki geta lifað með og þá geta þeir heldur ekki spilað alla heimaleiki sína á föstudagskvöldum eins og í vetur. „Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur þannig að það er ekki vandamálið. Hinsvegar er ljóst að innan KR ríkir meiri hefð fyrir körfubolta en handbolta og þar af leiðandi situr handboltinn á hakanum,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR , við Morgunblaðið. Björgvin segir það líka vera tilgangslaust að skrá sig til leiks í 1. deild vitandi það að liðið geti ekki spilað í efstu deild vinni það sér sæti þar eins og gerðist í vetur.Ekki leiðir! pic.twitter.com/Ekmp5Othk4— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 pic.twitter.com/iu2aVXfdFh— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15 ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01 ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03 Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54 Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. KR-ingar taka ákvörðun um það í hádeginu í dag hvort þeir dragi lið sitt úr keppni en Ívar Benediktsson skrifar um málið í Morgunblaðinu. KR býr til einn eitt óvissuástandið í íslenska handboltanum með því að draga lið sitt úr keppni því þá gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR í Olís-deildinni. Víkingar töpuðu fyrir KR í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni og gera tilkall til sætisins en það gera örugglega Þróttur, sem tapaði í hinu umspilinu og Akureyri handboltafélag, sem féll úr Olís-deildinni. Það er verið að fjölga í deildinni þannig að þetta mál er allt mjög flókið. Akureyrarliðið er reyndar ekki lengur til þar sem KA hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Þór þótt að það sé eftir að ganga endanlega frá því hjá HSÍ. Ívar segir í frétt sinni í dag að ástæðan fyrir því að KR sé að fara draga lið sitt úr keppni sé sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta sé ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður nefnilega ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar í viðbót við annað starf KR þar sem körfuboltinn er í aðalhlutverki á veturna. Handboltalið KR hefur æft í litla salnum út í KR að mestum hluta en spilað heimaleiki sína í stóra salnum. Við þá aðstöðu telja forráðamenn handknattleiksdeildar KR sig ekki geta lifað með og þá geta þeir heldur ekki spilað alla heimaleiki sína á föstudagskvöldum eins og í vetur. „Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur þannig að það er ekki vandamálið. Hinsvegar er ljóst að innan KR ríkir meiri hefð fyrir körfubolta en handbolta og þar af leiðandi situr handboltinn á hakanum,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR , við Morgunblaðið. Björgvin segir það líka vera tilgangslaust að skrá sig til leiks í 1. deild vitandi það að liðið geti ekki spilað í efstu deild vinni það sér sæti þar eins og gerðist í vetur.Ekki leiðir! pic.twitter.com/Ekmp5Othk4— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 pic.twitter.com/iu2aVXfdFh— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15 ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01 ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03 Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54 Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15
ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01
ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03
Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54
Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30