KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 08:00 Mynd/Samsett/Twittersíða handboltans í KR KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. KR-ingar taka ákvörðun um það í hádeginu í dag hvort þeir dragi lið sitt úr keppni en Ívar Benediktsson skrifar um málið í Morgunblaðinu. KR býr til einn eitt óvissuástandið í íslenska handboltanum með því að draga lið sitt úr keppni því þá gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR í Olís-deildinni. Víkingar töpuðu fyrir KR í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni og gera tilkall til sætisins en það gera örugglega Þróttur, sem tapaði í hinu umspilinu og Akureyri handboltafélag, sem féll úr Olís-deildinni. Það er verið að fjölga í deildinni þannig að þetta mál er allt mjög flókið. Akureyrarliðið er reyndar ekki lengur til þar sem KA hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Þór þótt að það sé eftir að ganga endanlega frá því hjá HSÍ. Ívar segir í frétt sinni í dag að ástæðan fyrir því að KR sé að fara draga lið sitt úr keppni sé sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta sé ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður nefnilega ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar í viðbót við annað starf KR þar sem körfuboltinn er í aðalhlutverki á veturna. Handboltalið KR hefur æft í litla salnum út í KR að mestum hluta en spilað heimaleiki sína í stóra salnum. Við þá aðstöðu telja forráðamenn handknattleiksdeildar KR sig ekki geta lifað með og þá geta þeir heldur ekki spilað alla heimaleiki sína á föstudagskvöldum eins og í vetur. „Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur þannig að það er ekki vandamálið. Hinsvegar er ljóst að innan KR ríkir meiri hefð fyrir körfubolta en handbolta og þar af leiðandi situr handboltinn á hakanum,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR , við Morgunblaðið. Björgvin segir það líka vera tilgangslaust að skrá sig til leiks í 1. deild vitandi það að liðið geti ekki spilað í efstu deild vinni það sér sæti þar eins og gerðist í vetur.Ekki leiðir! pic.twitter.com/Ekmp5Othk4— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 pic.twitter.com/iu2aVXfdFh— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15 ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01 ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03 Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54 Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. KR-ingar taka ákvörðun um það í hádeginu í dag hvort þeir dragi lið sitt úr keppni en Ívar Benediktsson skrifar um málið í Morgunblaðinu. KR býr til einn eitt óvissuástandið í íslenska handboltanum með því að draga lið sitt úr keppni því þá gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR í Olís-deildinni. Víkingar töpuðu fyrir KR í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni og gera tilkall til sætisins en það gera örugglega Þróttur, sem tapaði í hinu umspilinu og Akureyri handboltafélag, sem féll úr Olís-deildinni. Það er verið að fjölga í deildinni þannig að þetta mál er allt mjög flókið. Akureyrarliðið er reyndar ekki lengur til þar sem KA hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Þór þótt að það sé eftir að ganga endanlega frá því hjá HSÍ. Ívar segir í frétt sinni í dag að ástæðan fyrir því að KR sé að fara draga lið sitt úr keppni sé sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta sé ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður nefnilega ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar í viðbót við annað starf KR þar sem körfuboltinn er í aðalhlutverki á veturna. Handboltalið KR hefur æft í litla salnum út í KR að mestum hluta en spilað heimaleiki sína í stóra salnum. Við þá aðstöðu telja forráðamenn handknattleiksdeildar KR sig ekki geta lifað með og þá geta þeir heldur ekki spilað alla heimaleiki sína á föstudagskvöldum eins og í vetur. „Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur þannig að það er ekki vandamálið. Hinsvegar er ljóst að innan KR ríkir meiri hefð fyrir körfubolta en handbolta og þar af leiðandi situr handboltinn á hakanum,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR , við Morgunblaðið. Björgvin segir það líka vera tilgangslaust að skrá sig til leiks í 1. deild vitandi það að liðið geti ekki spilað í efstu deild vinni það sér sæti þar eins og gerðist í vetur.Ekki leiðir! pic.twitter.com/Ekmp5Othk4— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 pic.twitter.com/iu2aVXfdFh— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15 ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01 ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03 Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54 Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15
ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01
ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03
Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54
Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30