Peugeot 208, 2008 og DS3 verða rafmagnsbílar Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2017 10:37 Peugeot 2008. PSA Peugeot-Citroën ætlar ekki að vera neinn eftirbátur annarra bílaframleiðenda við framleiðslu á rafmagnsbílum og mun kynna þrjá nýja slíka bíla á allra næstu árum. Í stað þess að þróa glænýja bíla ætlar Peugeot að bjóða Peugeot 208 og lúxusbílgerðina DS3 sem hreinræktaða rafmagnsbíla árið 2019 og kemur DS3 á undan 208. Árið þar á eftir kemur svo að rafmagnsútgáfu 2008 bílsins. Enn fleiri útgáfur af tengiltvinnbílum eru í bígerð hjá PSA og fá bílgerðirnar DS7 Crossback, Peugeot 5008 og Citroën C5 Aircross fyrstir þá meðferð. PSA ætlar reyndar að kynna 7 bílgerðir sem tengiltvinnbíla uns árið 2023 rennur sitt skeið. PSA framleiðir nú þegar einar 5 bílgerðir sem fá má eingöngu með rafmagnsdrifrás, þ.e. Citroën C Zero, Peugeot iOn, Citroën e-Mehari og sendibílana Peugeot Partner og Citroën Berlingo. Meiningin er að meira en þriðjungur lúxusbílalínunnar DS verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2025. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent
PSA Peugeot-Citroën ætlar ekki að vera neinn eftirbátur annarra bílaframleiðenda við framleiðslu á rafmagnsbílum og mun kynna þrjá nýja slíka bíla á allra næstu árum. Í stað þess að þróa glænýja bíla ætlar Peugeot að bjóða Peugeot 208 og lúxusbílgerðina DS3 sem hreinræktaða rafmagnsbíla árið 2019 og kemur DS3 á undan 208. Árið þar á eftir kemur svo að rafmagnsútgáfu 2008 bílsins. Enn fleiri útgáfur af tengiltvinnbílum eru í bígerð hjá PSA og fá bílgerðirnar DS7 Crossback, Peugeot 5008 og Citroën C5 Aircross fyrstir þá meðferð. PSA ætlar reyndar að kynna 7 bílgerðir sem tengiltvinnbíla uns árið 2023 rennur sitt skeið. PSA framleiðir nú þegar einar 5 bílgerðir sem fá má eingöngu með rafmagnsdrifrás, þ.e. Citroën C Zero, Peugeot iOn, Citroën e-Mehari og sendibílana Peugeot Partner og Citroën Berlingo. Meiningin er að meira en þriðjungur lúxusbílalínunnar DS verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2025.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent