Spennandi samstarf Bandaríkjanna og Rússa Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. október 2017 07:00 Geimhöfn á braut um tunglið er á teikniborði NASA og rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscosmos. Slík aðstaða er sögð forsenda mannaðra geimferða til Mars og víðar auk þess sem framkvæmdir og rannsóknir á tunglinu verða fýsilegri. Vonir eru bundnar við að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta áratugar. Þótt um afar ánægjulegar fréttir sé að ræða vekur tilkynningin um samstarf þessara fornu fjenda óneitanlega upp spurningar. Þrátt fyrir farsælt samstarf ríkjanna í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) undanfarna áratugi andar köldu milli ríkjanna þessa dagana og geimrannsóknir eru fjarri því í forgangi hjá leiðtogunum Trump og Putin.70% niðurskurður Útgjöld NASA hafa lítið breyst að raunvirði undanfarna þrjá áratugi en sem hlutfall af fjárlögum hafa þau stöðugt lækkað og verða á næsta ári um 0,4% útgjalda ríkisins. Rússar hafa skorið fjárfestingar til Roscosmos niður um tæp 70% frá því fyrir hina miklu lækkun olíuverðs um árið og hafa slegið meiriháttar verkefnum á borð við mannaðar tunglferðir og framkvæmdir á yfirborði tunglsins á frest. Fjárheimildir stofnunarinnar eru í dag einungis 12% af því sem NASA hefur úr að spila en árið 2014 stóð til að koma hlutfallinu fljótlega upp í 50%.Dýrasta geimverkefnið Ekkert hefur verið gefið út varðandi hugsanlegan kostnað við geimhöfnina en ljóst er að um langdýrasta geimverkefni sögunnar verður að ræða. Til samanburðar kostaði Apollo tunglferðaáætlunin á 7. og 8. áratugnum um 15.000 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag og ISS örlítið meira. Þrátt fyrir kostnaðinn við ISS er hún einungis 400 km frá jörðu en tunglið tæplega 1.000 sinnum lengra í burtu.Hlutverk einkaaðila Árleg útgjöld allra geimferðastofnana jarðar eru samtals um þriðjungur kostnaðarins við byggingu ISS og því hljótum við að spyrja okkur hver á að borga fyrir hina nýju geimhöfn við tunglið. Með því fyrsta sem NASA og Roscosmos hafa komið sér saman um er að samræma allar tæknilegar útfærslur þannig að fleiri geti komið að verkefninu og nýtt sér stöðina. Hver veit nema einkaaðilar á borð við Elon Musk og SpaceX geti komið að framkvæmdinni en þeim hefur tekist að draga umtalsvert úr kostnaði við minni háttar geimverkefni að undanförnu. Vissulega er ferð til sporbrautar tunglsins af allt annarri stærðargráðu en þjónusta við gervihnetti og geimstöðvar við jörðina en miðað við hversu vel hefur gengið er mikið hagsmunamál að einkaaðilar leiki stórt hlutverk í þessu spennandi samstarfsverkefni Rússa og Bandaríkjamanna.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Geimhöfn á braut um tunglið er á teikniborði NASA og rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscosmos. Slík aðstaða er sögð forsenda mannaðra geimferða til Mars og víðar auk þess sem framkvæmdir og rannsóknir á tunglinu verða fýsilegri. Vonir eru bundnar við að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta áratugar. Þótt um afar ánægjulegar fréttir sé að ræða vekur tilkynningin um samstarf þessara fornu fjenda óneitanlega upp spurningar. Þrátt fyrir farsælt samstarf ríkjanna í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) undanfarna áratugi andar köldu milli ríkjanna þessa dagana og geimrannsóknir eru fjarri því í forgangi hjá leiðtogunum Trump og Putin.70% niðurskurður Útgjöld NASA hafa lítið breyst að raunvirði undanfarna þrjá áratugi en sem hlutfall af fjárlögum hafa þau stöðugt lækkað og verða á næsta ári um 0,4% útgjalda ríkisins. Rússar hafa skorið fjárfestingar til Roscosmos niður um tæp 70% frá því fyrir hina miklu lækkun olíuverðs um árið og hafa slegið meiriháttar verkefnum á borð við mannaðar tunglferðir og framkvæmdir á yfirborði tunglsins á frest. Fjárheimildir stofnunarinnar eru í dag einungis 12% af því sem NASA hefur úr að spila en árið 2014 stóð til að koma hlutfallinu fljótlega upp í 50%.Dýrasta geimverkefnið Ekkert hefur verið gefið út varðandi hugsanlegan kostnað við geimhöfnina en ljóst er að um langdýrasta geimverkefni sögunnar verður að ræða. Til samanburðar kostaði Apollo tunglferðaáætlunin á 7. og 8. áratugnum um 15.000 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag og ISS örlítið meira. Þrátt fyrir kostnaðinn við ISS er hún einungis 400 km frá jörðu en tunglið tæplega 1.000 sinnum lengra í burtu.Hlutverk einkaaðila Árleg útgjöld allra geimferðastofnana jarðar eru samtals um þriðjungur kostnaðarins við byggingu ISS og því hljótum við að spyrja okkur hver á að borga fyrir hina nýju geimhöfn við tunglið. Með því fyrsta sem NASA og Roscosmos hafa komið sér saman um er að samræma allar tæknilegar útfærslur þannig að fleiri geti komið að verkefninu og nýtt sér stöðina. Hver veit nema einkaaðilar á borð við Elon Musk og SpaceX geti komið að framkvæmdinni en þeim hefur tekist að draga umtalsvert úr kostnaði við minni háttar geimverkefni að undanförnu. Vissulega er ferð til sporbrautar tunglsins af allt annarri stærðargráðu en þjónusta við gervihnetti og geimstöðvar við jörðina en miðað við hversu vel hefur gengið er mikið hagsmunamál að einkaaðilar leiki stórt hlutverk í þessu spennandi samstarfsverkefni Rússa og Bandaríkjamanna.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun