Stefán Karl vill lóð undir grænmetisgámaþorp Haraldur Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Spretta hefur óskað eftir tímabundnum afnotum af lóðinni Strandgötu 86 í Hafnarfirði. Vísir/Ernir Sprotafyrirtækið Spretta, í eigu Stefáns Karls Stefánssonar leikara, hefur óskað eftir lóð við Strandgötu í Hafnarfirði undir gámaþorp og vill rækta þar sprettur (e. microgreens) og salat. Vill fyrirtækið gera þriggja til fimm ára samning og hefur Stefán Karl óskað eftir fundi með bæjaryfirvöldum sem allra fyrst.Stefán Karl Stefánsson, leikari og eigandi Sprettu ehf.Vísir/andriForsvarsmenn Sprettu, þau Stefán Karl og Soffía Steingrímsdóttir, sendu Hafnarfjarðarhöfn bréf þann 7. nóvember og óskuðu eftir samstarfi vegna tilraunaverkefnisins. Í því segjast þau vilja rækta spretturnar og innan tíðar salat í endurunnum frystigámum á lóðinni Strandgötu 86 fyrir veitingahús og almenning. Lóðin sé á milli „gamla Slipphússins“ og „gamla Íshússins“ við höfnina og að þau telji hana geta hentað verkefninu um matvælaræktun í borg (e. urban farming) afar vel. „Í gámaþorpi því sem við myndum vilja reisa við höfnina yrði gætt vandlega að útliti og aðkomu allri. Frágangur lóðar yrði á okkar ábyrgð og í fullri samvinnu við yfirvöld.“ „Þarna gæti orðið til vísir að matvælamarkaði í Hafnarfjarðarbæ þar sem hugsa mætti sér að um helgar væri hægt að nálgast hafnfirska matvöru og kaffisölu í hjarta bæjarins,“ segir í bréfinu og þar tekið fram að fyrirmyndir verkefnisins séu sóttar meðal annars til Bandaríkjanna og Bretlands. Erindi Sprettu var tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar síðasta föstudag og Lúðvík Geirssyni hafnarstjóra þá falið að ræða nánar við forráðamenn félagsins.Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðar.„Hafnarstjórnin hefur ekki tekið neina afstöðu og kallaði eftir frekari gögnum og upplýsingum. Þar er málið statt núna,“ segir Lúðvík í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er lóð sem höfnin á og er á mikilvægum stað hérna sem tengir saman miðbæjarsvæðið og höfnina og við höfum haldið eftir, því að bæði skipulag og nánari hugmyndavinna um framtíð svæðisins eru ófrágengin.“ „Við undirbúum nú opna samkeppni um allt þetta svæði sem fer í gang í byrjun nýs árs og á meðan erum við ekki að úthluta lóðinni en þarna er Spretta einungis að biðja um tímabundin afnot,“ segir Lúðvík. Ekki náðist í Stefán Karl eða Soffíu Steingrímsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Sprotafyrirtækið Spretta, í eigu Stefáns Karls Stefánssonar leikara, hefur óskað eftir lóð við Strandgötu í Hafnarfirði undir gámaþorp og vill rækta þar sprettur (e. microgreens) og salat. Vill fyrirtækið gera þriggja til fimm ára samning og hefur Stefán Karl óskað eftir fundi með bæjaryfirvöldum sem allra fyrst.Stefán Karl Stefánsson, leikari og eigandi Sprettu ehf.Vísir/andriForsvarsmenn Sprettu, þau Stefán Karl og Soffía Steingrímsdóttir, sendu Hafnarfjarðarhöfn bréf þann 7. nóvember og óskuðu eftir samstarfi vegna tilraunaverkefnisins. Í því segjast þau vilja rækta spretturnar og innan tíðar salat í endurunnum frystigámum á lóðinni Strandgötu 86 fyrir veitingahús og almenning. Lóðin sé á milli „gamla Slipphússins“ og „gamla Íshússins“ við höfnina og að þau telji hana geta hentað verkefninu um matvælaræktun í borg (e. urban farming) afar vel. „Í gámaþorpi því sem við myndum vilja reisa við höfnina yrði gætt vandlega að útliti og aðkomu allri. Frágangur lóðar yrði á okkar ábyrgð og í fullri samvinnu við yfirvöld.“ „Þarna gæti orðið til vísir að matvælamarkaði í Hafnarfjarðarbæ þar sem hugsa mætti sér að um helgar væri hægt að nálgast hafnfirska matvöru og kaffisölu í hjarta bæjarins,“ segir í bréfinu og þar tekið fram að fyrirmyndir verkefnisins séu sóttar meðal annars til Bandaríkjanna og Bretlands. Erindi Sprettu var tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar síðasta föstudag og Lúðvík Geirssyni hafnarstjóra þá falið að ræða nánar við forráðamenn félagsins.Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðar.„Hafnarstjórnin hefur ekki tekið neina afstöðu og kallaði eftir frekari gögnum og upplýsingum. Þar er málið statt núna,“ segir Lúðvík í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er lóð sem höfnin á og er á mikilvægum stað hérna sem tengir saman miðbæjarsvæðið og höfnina og við höfum haldið eftir, því að bæði skipulag og nánari hugmyndavinna um framtíð svæðisins eru ófrágengin.“ „Við undirbúum nú opna samkeppni um allt þetta svæði sem fer í gang í byrjun nýs árs og á meðan erum við ekki að úthluta lóðinni en þarna er Spretta einungis að biðja um tímabundin afnot,“ segir Lúðvík. Ekki náðist í Stefán Karl eða Soffíu Steingrímsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira