Fleiri telja að aðstæður í atvinnulífinu muni versna Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 15:46 Á vef SA segir að um margra ára skeið hafi fleiri talið að aðstæður muni batna en ekki versna. Það hefur nú breyst að undanförnu. Vísir/Vilhelm Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í atvinnulífinu hér á landi vera góðar. Þeir telja þó að þær muni versna á næstunni. Þá hefur skortur á starfsfólki dregist saman og segjast þrír af hverjum tíu stjórnendum nú finna fyrir vinnuaflsskorti. Þá kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup að búast megi við 1,5 prósenta fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum. Það samsvarar um tvö þúsund störfum. Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að vísitala efnahagslífsins, sem endurspegli mun á fjölda stjórnenda sem meti aðstæður góðar og slæmar, sé enn mjög há.„Þrír af hverjum fjórum stjórnendum telja aðstæður góðar í atvinnulífinu, en einungis 3% að þær séu slæmar. Litlu munar á mati stjórnenda fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni og annarra atvinnugreina þar sem 71% þeirra fyrrnefndu telja aðstæður góðar en 77% hinna síðarnefndu,“ segir á vefnum. Þó flestir stjórnendur telji að aðstæður í atvinnulífinu verði svipaðar eftir sex mánuði, fer þeim fjölgandi sem telja að aðstæður muni versna. 65 prósent telja að aðstæður verði óbreyttar, ellefu prósent telja að þær muni batna og 24 prósent segja að þær muni versna. Á vef SA segir að um margra ára skeið hafi fleiri talið að aðstæður muni batna en ekki versna. Það hefur nú breyst að undanförnu. Þegar kemur að skorti á starfsfólki er hann minni en hann hefur verið síðustu tvö ár. Aðeins 30 prósent stjórnenda telja fyrirtæki þeirra búa við slíkan skort. Það hlutfall hefur verið um 40 prósent í ár og í fyrra. Skorturinn er minnstur í sjávarútvegi og verslun, eða um 15 prósent. Hann er hins vegar mestur í flutningum, ferðaþjónustu og byggingarfjármálastarfsemi, eða 35 til 50 prósent. Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í atvinnulífinu hér á landi vera góðar. Þeir telja þó að þær muni versna á næstunni. Þá hefur skortur á starfsfólki dregist saman og segjast þrír af hverjum tíu stjórnendum nú finna fyrir vinnuaflsskorti. Þá kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup að búast megi við 1,5 prósenta fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum. Það samsvarar um tvö þúsund störfum. Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að vísitala efnahagslífsins, sem endurspegli mun á fjölda stjórnenda sem meti aðstæður góðar og slæmar, sé enn mjög há.„Þrír af hverjum fjórum stjórnendum telja aðstæður góðar í atvinnulífinu, en einungis 3% að þær séu slæmar. Litlu munar á mati stjórnenda fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni og annarra atvinnugreina þar sem 71% þeirra fyrrnefndu telja aðstæður góðar en 77% hinna síðarnefndu,“ segir á vefnum. Þó flestir stjórnendur telji að aðstæður í atvinnulífinu verði svipaðar eftir sex mánuði, fer þeim fjölgandi sem telja að aðstæður muni versna. 65 prósent telja að aðstæður verði óbreyttar, ellefu prósent telja að þær muni batna og 24 prósent segja að þær muni versna. Á vef SA segir að um margra ára skeið hafi fleiri talið að aðstæður muni batna en ekki versna. Það hefur nú breyst að undanförnu. Þegar kemur að skorti á starfsfólki er hann minni en hann hefur verið síðustu tvö ár. Aðeins 30 prósent stjórnenda telja fyrirtæki þeirra búa við slíkan skort. Það hlutfall hefur verið um 40 prósent í ár og í fyrra. Skorturinn er minnstur í sjávarútvegi og verslun, eða um 15 prósent. Hann er hins vegar mestur í flutningum, ferðaþjónustu og byggingarfjármálastarfsemi, eða 35 til 50 prósent.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent