Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 23:56 Samsæriskenningar þess efnis að Apple hægi viljandi á eldri gerðum síma til að hvetja til kaupa á nýrri gerð hafa oft litið dagsins ljós undanfarin ár. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple hefur beðist afsökunar á því að hægja á iPhone-símum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið birti afsökunarbeiðnina á vefsíðu sinni í dag og hyggst koma til móts við óánægða notendur. Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins var þá sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á stýrikerfi tækjanna til að halda í við rafhlöðuna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem birtist í dag, er þó áréttað að aldrei hafi neitt verið gert vísvitandi í þeim tilgangi að stytta líftíma símanna. „Fyrst og fremst höfum við aldrei – og myndum aldrei – gera neitt sem yrði vísvitandi til þess að stytta líftíma nokkurrar Apple-vöru, eða gera lítið úr upplifun notenda til þess að keyra uppfærslur,“ segir í tilkynningunni.Lækka verð á rafhlöðuskiptaþjónustu sinni Þá hyggst fyrirtækið leita ýmissa leiða til að koma til móts við viðskiptavini sína vegna málsins. Verð á rafhlöðuskiptum í símtækjum sem ekki eru lengur í ábyrgð mun til að mynda lækka um 50 Bandaríkjadali, eða rúmar 5000 íslenskar krónur. Um er að ræða síma af gerðinni iPhone 6 og allar yngri útgáfur sem komið hafa á eftir. Verð fyrir rafhlöðuskipti hjá Apple fer úr 79 Bandaríkjadölum, eða rúmum 8000 íslenskum krónum, og niður í 29 dali, eða um 3000 íslenskar krónur. Þá ætlar Apple gefa út hugbúnað á næsta ári sem gerir notendum kleift að fylgjast með ástandi rafhlaða í iPhone-símum og meta þannig líftíma þeirra. Samsæriskenningar þess efnis að Apple hægi viljandi á eldri gerðum síma til að hvetja til kaupa á nýrri gerð hafa oft litið dagsins ljós undanfarin ár. Þá hafa tveir Ísraelar kært fyrirtækið fyrir að hafa meðal annars leynt notendur upplýsingum. Tækni Tengdar fréttir Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Apple hyggst kaupa Shazam fyrir 42 milljarða Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hyggst kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði tæplega 42 milljarða króna. 10. desember 2017 17:51 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Tæknirisinn Apple hefur beðist afsökunar á því að hægja á iPhone-símum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið birti afsökunarbeiðnina á vefsíðu sinni í dag og hyggst koma til móts við óánægða notendur. Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins var þá sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á stýrikerfi tækjanna til að halda í við rafhlöðuna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem birtist í dag, er þó áréttað að aldrei hafi neitt verið gert vísvitandi í þeim tilgangi að stytta líftíma símanna. „Fyrst og fremst höfum við aldrei – og myndum aldrei – gera neitt sem yrði vísvitandi til þess að stytta líftíma nokkurrar Apple-vöru, eða gera lítið úr upplifun notenda til þess að keyra uppfærslur,“ segir í tilkynningunni.Lækka verð á rafhlöðuskiptaþjónustu sinni Þá hyggst fyrirtækið leita ýmissa leiða til að koma til móts við viðskiptavini sína vegna málsins. Verð á rafhlöðuskiptum í símtækjum sem ekki eru lengur í ábyrgð mun til að mynda lækka um 50 Bandaríkjadali, eða rúmar 5000 íslenskar krónur. Um er að ræða síma af gerðinni iPhone 6 og allar yngri útgáfur sem komið hafa á eftir. Verð fyrir rafhlöðuskipti hjá Apple fer úr 79 Bandaríkjadölum, eða rúmum 8000 íslenskum krónum, og niður í 29 dali, eða um 3000 íslenskar krónur. Þá ætlar Apple gefa út hugbúnað á næsta ári sem gerir notendum kleift að fylgjast með ástandi rafhlaða í iPhone-símum og meta þannig líftíma þeirra. Samsæriskenningar þess efnis að Apple hægi viljandi á eldri gerðum síma til að hvetja til kaupa á nýrri gerð hafa oft litið dagsins ljós undanfarin ár. Þá hafa tveir Ísraelar kært fyrirtækið fyrir að hafa meðal annars leynt notendur upplýsingum.
Tækni Tengdar fréttir Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Apple hyggst kaupa Shazam fyrir 42 milljarða Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hyggst kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði tæplega 42 milljarða króna. 10. desember 2017 17:51 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10
Apple hyggst kaupa Shazam fyrir 42 milljarða Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hyggst kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði tæplega 42 milljarða króna. 10. desember 2017 17:51
Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09