Viðskipti erlent

Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti að Apple hægi á símum svo að fólk neyðist til að kaupa nýjan.
Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti að Apple hægi á símum svo að fólk neyðist til að kaupa nýjan. vísir/getty

Tæknifyrirtækið Apple hefur nú staðfest grunsemdir margra að það hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum. Fréttaveita BBC greinir frá.

Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið afkastamikla hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð.

Ástæðan leit loks dagsins ljós nú nýlega eftir að notandi spjallborðssíðunnar Reddit sýndi fram á að iPhone 6 Plus væri hraðari en iPhone 6S.

Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér.

Þó svo að skýring sé á ákvörðun Apple að hægja á símum hafa þeir í framhaldinu verið gagnrýndir fyrir að upplýsa ekki viðskiptavini sína um við hverju megi búast þegar þeir fjárfesta í vörum fyrirtækisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.