Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. desember 2017 15:10 Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti að Apple hægi á símum svo að fólk neyðist til að kaupa nýjan. vísir/getty Tæknifyrirtækið Apple hefur nú staðfest grunsemdir margra að það hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum. Fréttaveita BBC greinir frá. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið afkastamikla hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð. Ástæðan leit loks dagsins ljós nú nýlega eftir að notandi spjallborðssíðunnar Reddit sýndi fram á að iPhone 6 Plus væri hraðari en iPhone 6S. Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þó svo að skýring sé á ákvörðun Apple að hægja á símum hafa þeir í framhaldinu verið gagnrýndir fyrir að upplýsa ekki viðskiptavini sína um við hverju megi búast þegar þeir fjárfesta í vörum fyrirtækisins. Apple Neytendur Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknifyrirtækið Apple hefur nú staðfest grunsemdir margra að það hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum. Fréttaveita BBC greinir frá. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið afkastamikla hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð. Ástæðan leit loks dagsins ljós nú nýlega eftir að notandi spjallborðssíðunnar Reddit sýndi fram á að iPhone 6 Plus væri hraðari en iPhone 6S. Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þó svo að skýring sé á ákvörðun Apple að hægja á símum hafa þeir í framhaldinu verið gagnrýndir fyrir að upplýsa ekki viðskiptavini sína um við hverju megi búast þegar þeir fjárfesta í vörum fyrirtækisins.
Apple Neytendur Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira