Ford íhugar að hætta sölu bíla víða í S-Ameríku Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 09:41 Einn af útsölustöðum Ford í S-Ameríku. Þrettán síðustu ársfjórðunga hefur verið tap af sölu bíla Ford í S-Ameríku. Þessari staðreynd finnst ráðamönnum Ford í Detroit erfitt að kyngja og íhuga fyrir vikið að draga bíla sína af markaði í þeim löndum álfunnar sem verst gengur. Ekki er víst að Ford muni draga sig af þessum svæðum nema tímabundið, eða uns efnahagsástand þar lagast. Það gæti verið ansi stór biti fyrir Ford að draga sig alfarið af markaði í álfunni, en slæmt stjórnmálalegt og efnahagslegt ástand víða í löndum S-Ameríku gerir starfsemi Ford þar víða lítt áhugaverða og engu fyrirtæki finnst eðlilegt að horfa uppá svo viðvarandi taprekstur sem þar fer fram. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur Ford tapað 61 milljarði króna á starfseminni í S-Ameríku og tapið var enn meira í fyrra á sama tíma. General Motors hætti allri sölu bíla sinna í Venezuela á þessu ári. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent
Þrettán síðustu ársfjórðunga hefur verið tap af sölu bíla Ford í S-Ameríku. Þessari staðreynd finnst ráðamönnum Ford í Detroit erfitt að kyngja og íhuga fyrir vikið að draga bíla sína af markaði í þeim löndum álfunnar sem verst gengur. Ekki er víst að Ford muni draga sig af þessum svæðum nema tímabundið, eða uns efnahagsástand þar lagast. Það gæti verið ansi stór biti fyrir Ford að draga sig alfarið af markaði í álfunni, en slæmt stjórnmálalegt og efnahagslegt ástand víða í löndum S-Ameríku gerir starfsemi Ford þar víða lítt áhugaverða og engu fyrirtæki finnst eðlilegt að horfa uppá svo viðvarandi taprekstur sem þar fer fram. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur Ford tapað 61 milljarði króna á starfseminni í S-Ameríku og tapið var enn meira í fyrra á sama tíma. General Motors hætti allri sölu bíla sinna í Venezuela á þessu ári.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent