Mitsubishi stærsta vörumerkið í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 15:45 Mitsubishi Outlander bílar í röðum, en þeir hafa selst með miklum ágætum í ár. Mitsubishi er stærsta vörumerkið í bílasölu til einstaklinga í nýliðnum nóvembermánuði og skýtur öllum öðrum bílategundum aftur fyrir sig. 125 eintök af Mitsubishi bílum seldust hjá Heklu í nóvembermánuði og það gerir ríflega 17% markaðshlutdeild. Að auki er Mitsubishi Outlander mest seldi jepplingur landsins en um mánaðarmót höfðu 663 bílar af þeirri tegund verið nýskráðir það sem af er ári. Af þeim er 551 af tegundinni Mitsubishi Outlander PHEV sem fangað hefur hug og hjörtu íslenskra neytenda með miklum gæðum og afar hagstæðu 100 ára afmælisverði. Mitsubishi er ekki aðeins stærstur á einkabílamarkaði heldur tryggir sér annað sætið á fólks- og sendibílamarkaði með 142 bíla selda. Ekkert vörumerki í bílasölu á Íslandi hefur vaxið hraðar frá sama tíma í fyrra en vöxturinn er um 144%, eða úr 342 bílum fyrstu 11 mánuði ársins 2016 í 842 í ár. Hekla heldur jafnframt sterkri stöðu sinni í sölu á vistvænum bílum og eru þeir orðnir 1.251 á árinu og hlutdeild Heklu á þeim markaði hér á landi er yfir 60%. Þá er hlutdeild Heklu í tengiltvinnbílum enn sterkari, eða 64% og lætur því nærri að tveir af hverjum þremur tengiltvinnbílum á Íslandi séu frá Heklu. „Íslendingar hafa tekið Mitsubishi opnum örmum á árinu og þessi góða sala er staðfesting á því að fyrirtækið hefur náð að framleiða bíl sem smellpassar við íslenskar aðstæður á verði sem slær í gegn. Sú staðreynd að Mitsubishi er söluhæsta bílamerki landsins rímar vel við þá upplifun eigenda Mitsubishi að þarna er kominn bíll sem hittir í mark,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent
Mitsubishi er stærsta vörumerkið í bílasölu til einstaklinga í nýliðnum nóvembermánuði og skýtur öllum öðrum bílategundum aftur fyrir sig. 125 eintök af Mitsubishi bílum seldust hjá Heklu í nóvembermánuði og það gerir ríflega 17% markaðshlutdeild. Að auki er Mitsubishi Outlander mest seldi jepplingur landsins en um mánaðarmót höfðu 663 bílar af þeirri tegund verið nýskráðir það sem af er ári. Af þeim er 551 af tegundinni Mitsubishi Outlander PHEV sem fangað hefur hug og hjörtu íslenskra neytenda með miklum gæðum og afar hagstæðu 100 ára afmælisverði. Mitsubishi er ekki aðeins stærstur á einkabílamarkaði heldur tryggir sér annað sætið á fólks- og sendibílamarkaði með 142 bíla selda. Ekkert vörumerki í bílasölu á Íslandi hefur vaxið hraðar frá sama tíma í fyrra en vöxturinn er um 144%, eða úr 342 bílum fyrstu 11 mánuði ársins 2016 í 842 í ár. Hekla heldur jafnframt sterkri stöðu sinni í sölu á vistvænum bílum og eru þeir orðnir 1.251 á árinu og hlutdeild Heklu á þeim markaði hér á landi er yfir 60%. Þá er hlutdeild Heklu í tengiltvinnbílum enn sterkari, eða 64% og lætur því nærri að tveir af hverjum þremur tengiltvinnbílum á Íslandi séu frá Heklu. „Íslendingar hafa tekið Mitsubishi opnum örmum á árinu og þessi góða sala er staðfesting á því að fyrirtækið hefur náð að framleiða bíl sem smellpassar við íslenskar aðstæður á verði sem slær í gegn. Sú staðreynd að Mitsubishi er söluhæsta bílamerki landsins rímar vel við þá upplifun eigenda Mitsubishi að þarna er kominn bíll sem hittir í mark,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.
Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent