Misvægið hefur aukist um 140 prósent á fimm árum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Bankarnir hafa mikla fjárhagslega hagsmuni af því að verðbólga aukist. Samsett mynd/Vilhelm Verðtryggingarmisvægi stóru viðskiptabankanna þriggja jókst um rúma 73 milljarða króna í fyrra og var 384 milljarðar í lok síðasta árs. Sem fyrr var misvægið hvað mest í bókum Landsbankans en verðtryggðar eignir bankans, umfram verðtryggðar skuldir, voru 207 milljarðar króna í lok síðasta árs eða um 82 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Jókst misvægið hjá bankanum um 38 milljarða á milli ára. Alls hefur misvægi bankanna aukist úr 160 milljörðum í 384 milljarða, eða um 139 prósent, á síðustu fimm árum. Í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins er bent á að verðtryggingarskekkja upp á 384 milljarða króna í lok síðasta árs þýði að hreinar vaxtatekjur bankanna aukist um 3,8 milljarða króna við hverja prósentustigsaukningu í verðbólgu. Vísitala neysluverðs hækkaði um 2,1 prósent í fyrra samanborið við 2,0 prósent árið áður. Til útskýringar er verðtryggingarmisvægi banka munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum bankanna. Allir bankarnir þrír eiga meira af slíkum eignum en skuldum sem þýðir að meiri verðbólga skilar bönkunum aukningu í hreinum vaxtatekjum. Það er þó nokkur einföldun að segja að bankarnir hagnist beinlínis á aukinni verðbólgu, enda er þá ekki tekið tillit til þess að vextir ákvarðast meðal annars af væntingum um verðbólguþróun. Ef verðbólgan þróast í samræmi við væntingar eiga bankarnir að hagnast álíka mikið af óverðtryggðum eignum og skuldum og verðtryggðum. Þannig er hagstæðara fyrir banka að hafa jákvætt verðtryggingarmisvægi ef verðbólga reynist meiri en væntingar. Sé hún minni en væntingar tapa bankarnir hins vegar á því að hafa slíkt jákvætt misvægi. Eins og áður sagði jókst verðtryggingarmisvægi Landsbankans um 38 milljarða króna í fyrra og var 207 milljarðar króna í lok ársins. Eins prósentustigs aukning í verðbólgu eykur því vaxtatekjur bankans um 2,1 milljarð króna. Samkvæmt nýbirtum árshlutareikningi bankans fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs jókst misvægið um 24 milljarða á tímabilinu og var samtals orðið tæpir 232 milljarðar króna, eða 97 prósent af eiginfjárgrunni bankans, í lok júnímánaðar. Verðtryggingarmisvægi Íslandsbanka jókst um rúma fjórtán milljarða í fyrra og var 60,9 milljarðar króna eða um 34 prósent af eiginfjárgrunni bankans í lok ársins. Hjá Arion banka jókst misvægið um 21 milljarð á síðasta ári og var 116 milljarðar í árslok eða um 55 prósent af eigin fé bankans. Til samanburðar var misvægið 45 milljarðar í lok árs 2012. Ólíkt því sem gildir um gjaldeyrisjöfnuð banka hafa engar reglur verið settar um hversu hátt hlutfall verðtryggingarmisvægis má vera af eiginfjárstöðu þeirra. Samkvæmt reglum Seðlabankans má gjaldeyrisjöfnuður banka ekki nema meira en fimmtán prósentum af eigin fé. Sambærilegar reglur um verðtryggingarmisvægi voru afnumdar á tíunda áratugnum. Í byrjun árs 2014 lagði meirihluti sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á nýjum neytandalánum það til að bönkum yrði gert skylt að hafa jafnvægi á milli verðtryggðra eigna og skulda. Viðvarandi verðtryggingarmisvægi bankanna, eins og þekkst hefur undanfarin ár, yrði þannig óheimilt. Var hugmynd meirihlutans sú að ýta undir þá þróun að vægi verðtryggðra skulda heimilanna myndi minnka og um leið skapa hvata fyrir bankana til að bjóða neytendum aukið framboð af óverðtryggðum íbúðalánum. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira
Verðtryggingarmisvægi stóru viðskiptabankanna þriggja jókst um rúma 73 milljarða króna í fyrra og var 384 milljarðar í lok síðasta árs. Sem fyrr var misvægið hvað mest í bókum Landsbankans en verðtryggðar eignir bankans, umfram verðtryggðar skuldir, voru 207 milljarðar króna í lok síðasta árs eða um 82 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Jókst misvægið hjá bankanum um 38 milljarða á milli ára. Alls hefur misvægi bankanna aukist úr 160 milljörðum í 384 milljarða, eða um 139 prósent, á síðustu fimm árum. Í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins er bent á að verðtryggingarskekkja upp á 384 milljarða króna í lok síðasta árs þýði að hreinar vaxtatekjur bankanna aukist um 3,8 milljarða króna við hverja prósentustigsaukningu í verðbólgu. Vísitala neysluverðs hækkaði um 2,1 prósent í fyrra samanborið við 2,0 prósent árið áður. Til útskýringar er verðtryggingarmisvægi banka munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum bankanna. Allir bankarnir þrír eiga meira af slíkum eignum en skuldum sem þýðir að meiri verðbólga skilar bönkunum aukningu í hreinum vaxtatekjum. Það er þó nokkur einföldun að segja að bankarnir hagnist beinlínis á aukinni verðbólgu, enda er þá ekki tekið tillit til þess að vextir ákvarðast meðal annars af væntingum um verðbólguþróun. Ef verðbólgan þróast í samræmi við væntingar eiga bankarnir að hagnast álíka mikið af óverðtryggðum eignum og skuldum og verðtryggðum. Þannig er hagstæðara fyrir banka að hafa jákvætt verðtryggingarmisvægi ef verðbólga reynist meiri en væntingar. Sé hún minni en væntingar tapa bankarnir hins vegar á því að hafa slíkt jákvætt misvægi. Eins og áður sagði jókst verðtryggingarmisvægi Landsbankans um 38 milljarða króna í fyrra og var 207 milljarðar króna í lok ársins. Eins prósentustigs aukning í verðbólgu eykur því vaxtatekjur bankans um 2,1 milljarð króna. Samkvæmt nýbirtum árshlutareikningi bankans fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs jókst misvægið um 24 milljarða á tímabilinu og var samtals orðið tæpir 232 milljarðar króna, eða 97 prósent af eiginfjárgrunni bankans, í lok júnímánaðar. Verðtryggingarmisvægi Íslandsbanka jókst um rúma fjórtán milljarða í fyrra og var 60,9 milljarðar króna eða um 34 prósent af eiginfjárgrunni bankans í lok ársins. Hjá Arion banka jókst misvægið um 21 milljarð á síðasta ári og var 116 milljarðar í árslok eða um 55 prósent af eigin fé bankans. Til samanburðar var misvægið 45 milljarðar í lok árs 2012. Ólíkt því sem gildir um gjaldeyrisjöfnuð banka hafa engar reglur verið settar um hversu hátt hlutfall verðtryggingarmisvægis má vera af eiginfjárstöðu þeirra. Samkvæmt reglum Seðlabankans má gjaldeyrisjöfnuður banka ekki nema meira en fimmtán prósentum af eigin fé. Sambærilegar reglur um verðtryggingarmisvægi voru afnumdar á tíunda áratugnum. Í byrjun árs 2014 lagði meirihluti sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á nýjum neytandalánum það til að bönkum yrði gert skylt að hafa jafnvægi á milli verðtryggðra eigna og skulda. Viðvarandi verðtryggingarmisvægi bankanna, eins og þekkst hefur undanfarin ár, yrði þannig óheimilt. Var hugmynd meirihlutans sú að ýta undir þá þróun að vægi verðtryggðra skulda heimilanna myndi minnka og um leið skapa hvata fyrir bankana til að bjóða neytendum aukið framboð af óverðtryggðum íbúðalánum.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira