Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í fjórða sæti á LET Access mótaröðinni sem fór fram í Tékklandi.
Valdís lék á -4 höggum undir pari samtals en Valdís fékk skolla á seinustu holunni á öðrum keppnisdeginum og rétt missti því af þremur efstu kylfingunum, sem voru jafnar í efstu sætunum á -5 höggum.
Þriðja degi mótsins var aflýst í kjölfar elds sem kom upp í geymslurými klúbbhúsins í Tékklandi og því þurftu
Lucie Andre, Agathe Sauzon og Nina Muehl, sem deildu efsta sætinu, að fara í þriggja holu bráðabana um fyrsta sætið.
Bráðabaninn endaði með því að Lucie Andre vann mótið eftir að hafa spilað holurnar þrjár á pari.
Valdís í fjórða sæti á LET Access mótinu
Elías Orri Njarðarson skrifar

Mest lesið



Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn
