Kínverjar kaupa 5% í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2017 14:51 Tesla Model S. Tencent Holdings sem er kínverskur tæknirisi hefur keypt 5% hlut í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla fyrir 1,78 milljarða dollara, eða fyrir 196 milljarða króna. Með þessum kaupum er Tencent Holdings orðinn einn stærsti eigandinn í Tesla, en sá stærsti er forstjórinn sjálfur, Elon Musk með 21% eignarhlut. Elon Musk hefur einmitt verið að reyna að sækja meira fjármagn fyrir smíðina á Tesla Model 3 bílnum og þróun næstu bíla Tesla. Gengi hlutabréf Tesla hækkaði í gær um 2% og standa bréfin nú í 275,6 dollurum. Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að fjárfesta mikið í rafmagnsbílaframleiðendum þar sem þau óttast sífellt strangari mengunarstaðla í heimalandinu sökum þeirrar miklu loftmengunar sem í landinu er. Sem dæmi um það eru rafmagnsbílaframleiðendurnir LeSee, NextEV, Future Mobility og Qiantu Motor sem fengið hafa fjármagn að undanförnu frá kínverskum tæknifyrirtækjum gegn hlutum í þessum fyrirtækjum. Kínverjar hafa greinilega mikla trú á framtíð rafmagnsbíla. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent
Tencent Holdings sem er kínverskur tæknirisi hefur keypt 5% hlut í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla fyrir 1,78 milljarða dollara, eða fyrir 196 milljarða króna. Með þessum kaupum er Tencent Holdings orðinn einn stærsti eigandinn í Tesla, en sá stærsti er forstjórinn sjálfur, Elon Musk með 21% eignarhlut. Elon Musk hefur einmitt verið að reyna að sækja meira fjármagn fyrir smíðina á Tesla Model 3 bílnum og þróun næstu bíla Tesla. Gengi hlutabréf Tesla hækkaði í gær um 2% og standa bréfin nú í 275,6 dollurum. Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að fjárfesta mikið í rafmagnsbílaframleiðendum þar sem þau óttast sífellt strangari mengunarstaðla í heimalandinu sökum þeirrar miklu loftmengunar sem í landinu er. Sem dæmi um það eru rafmagnsbílaframleiðendurnir LeSee, NextEV, Future Mobility og Qiantu Motor sem fengið hafa fjármagn að undanförnu frá kínverskum tæknifyrirtækjum gegn hlutum í þessum fyrirtækjum. Kínverjar hafa greinilega mikla trú á framtíð rafmagnsbíla.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent