Útópía í Marshallhúsinu Starkaður Sigurðarson skrifar 28. mars 2017 16:26 Listamaður var sá sem fann upp orðið útópía. Hinn pólitíski dýrlingur Sir Thomas More, fyrir fimmhundruð og einu ári, bjó orðið til. Þá hafa allir sínar hugmyndir um hvað það þýðir, en Íslendingar eru vel kunnugir sýndarveruleika útópíu. En beinþýtt úr grískunni, 'ou-topia', merkir 'ou' 'ekki', 'topia' 'staður', þá gerir orðið: 'ekki-staður', 'enginn-staður'. Útópía er ekki til. Það veit listafólk vel. Ólafur Elíasson er með verk til sýnis í nýju vinnustofunni sinni í Marshallhúsinu: hvíthúðuð lítil tunna, tromma, hengd lárétt upp á vegg í höfuð hæð. Á trommunni, í áttina að aðnjótanda, er rauður hnappur sem ýta má á. Er maður stendur fyrir framan þennan hvíta sívalning sem kemur út úr veggnum og ýtir á hnappinn þá uppljómar fyrir augum manns, leiftur snöggt og eldings bjart, orðið „UTOPIA“. Ljósið birtist svo bjart að orðið verður eftir í augunum, í nokkrar sekúndur, fyrir framan mann hvert sem litið er. Sniðugt verk. Þá stendur maður þarna í endurgerðu Marshallhúsinu, hugsandi bjartar hugsanir, framtíðar hugsanir, hugsandi að þessi nýja starfsemi sé sú rétta fyrir þetta hús, þegar maður stendur í kringum allt þetta fólk og þessa gleði og góð verk, þá er áhugavert að athuga hvaðan þetta hús kemur. Marshallhúsið var byggt og gefið nafn af Marshalláætlunni eftir seinna stríð. Hluti af þeirri endurreisn sem knýja átti brotna Evrópu eftir öll þessi ár hörmunga sem enduðu í kjarnorkusprengjum. Þegar heimurinn tókst á við mesta vanda flóttamanna sem sést hafði. Hér á Íslandi var peningurinn notaður í uppbyggingingu, í að byggja hús til að verka síld. Sú útópíska hugmynd. En síldin synti burt og húsið hefur staðið autt undarfarin ár. Nýlistasafnið, Kling og Bang, og Ólafur Elíasson vita öll hvað útópía er. Marshallhúsið er stórglæsilegt og sýningarnar sem opnuðu húsið á ný voru einmitt þær sem þurftu og einmitt það sem best lýsir stefnu þessa þrautseiga listafólks. Við erum heppin að eiga þau að, þau sem hafa lifað af síðasta áratug íslendingasögunnar, þar sem Nýlistarsafnið var í bakarí í bakhúsi í Breiðholtinu, hverfi sem á líka framtíðina fyrir sér, og þar sem fyrrum húsnæði Kling og Bang á Hverfisgötunni var alltaf meira hótellóð en alþjóðlega virt listagallerý. Það er gott að finna þeim heimili. Húsið er leigt af borginni, sem sjálf leigir húsið af HB Granda, og er leigusamningurinn til fimmtán ára. Sem er öruggara en það þriggja mánaða handaband sem Kling og Bang lifði við árum saman. Dagur B. Eggertsson lofaði Granda friðhelgi frá hótelum og gistiheimilum, og hans ljósmæðrastarf í þessu ferli var og er mikilvægt, hann virðist leggja hjarta sitt í þessa jörð. En Ísland útópíunnar er hverfult eins og allir vita: hver getur séð fyrir sér hvað, eða hvar, Ísland verður árið 2032? Hvað með eftir fimm ár? Eitt? Síldin getur komið, síldin getur farið. Nú búum við öll við Marshallhúsið uppljómað, gleðilega hátíð. Þetta er byrjun, glæsileg byrjun, sem við eigum sennilega skilið, en nú reynir á hvort við getum haldið í þetta og látið dafna. Vissar línur hafa verið dregnar, ekki stríðslínur, ekki enn landamæralínur, en það þarf að hlúa að því, berjast fyrir því, sem áunnist hefur. Vonandi mun langvarandi útópísk hugsun einhverntímann brenna út, leiftra bara í augum listunnenda og ferðamanna í tómri síldartunnu. Vonandi mun það fyrirbæri sem listin er hér á landi, fyrirbæri sem ekki má réttlæta út frá peningum, finna sér heimili og framtíðarlíf úti á Granda, en ekki bara úti á Granda, vonandi finnur listin sér langvarandi heimili hér í augum fólksins líka. 18. mars var opnaður nýr staður í Reykjavík, sem kallast svo sem ekki tíðindi nú til dags, en þetta er öðruvísi staður, hugsjónarríkur, raunverulegur, grásteyptur staður sem má halda upp á. Paradís fyrir þá sem vita að paradís er ekki til. Staður sem kalla má hvað? Það kemur í ljós. En þetta er engin útópía, þetta er terra firma úti á Granda, eitthvað til að byggja á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Listamaður var sá sem fann upp orðið útópía. Hinn pólitíski dýrlingur Sir Thomas More, fyrir fimmhundruð og einu ári, bjó orðið til. Þá hafa allir sínar hugmyndir um hvað það þýðir, en Íslendingar eru vel kunnugir sýndarveruleika útópíu. En beinþýtt úr grískunni, 'ou-topia', merkir 'ou' 'ekki', 'topia' 'staður', þá gerir orðið: 'ekki-staður', 'enginn-staður'. Útópía er ekki til. Það veit listafólk vel. Ólafur Elíasson er með verk til sýnis í nýju vinnustofunni sinni í Marshallhúsinu: hvíthúðuð lítil tunna, tromma, hengd lárétt upp á vegg í höfuð hæð. Á trommunni, í áttina að aðnjótanda, er rauður hnappur sem ýta má á. Er maður stendur fyrir framan þennan hvíta sívalning sem kemur út úr veggnum og ýtir á hnappinn þá uppljómar fyrir augum manns, leiftur snöggt og eldings bjart, orðið „UTOPIA“. Ljósið birtist svo bjart að orðið verður eftir í augunum, í nokkrar sekúndur, fyrir framan mann hvert sem litið er. Sniðugt verk. Þá stendur maður þarna í endurgerðu Marshallhúsinu, hugsandi bjartar hugsanir, framtíðar hugsanir, hugsandi að þessi nýja starfsemi sé sú rétta fyrir þetta hús, þegar maður stendur í kringum allt þetta fólk og þessa gleði og góð verk, þá er áhugavert að athuga hvaðan þetta hús kemur. Marshallhúsið var byggt og gefið nafn af Marshalláætlunni eftir seinna stríð. Hluti af þeirri endurreisn sem knýja átti brotna Evrópu eftir öll þessi ár hörmunga sem enduðu í kjarnorkusprengjum. Þegar heimurinn tókst á við mesta vanda flóttamanna sem sést hafði. Hér á Íslandi var peningurinn notaður í uppbyggingingu, í að byggja hús til að verka síld. Sú útópíska hugmynd. En síldin synti burt og húsið hefur staðið autt undarfarin ár. Nýlistasafnið, Kling og Bang, og Ólafur Elíasson vita öll hvað útópía er. Marshallhúsið er stórglæsilegt og sýningarnar sem opnuðu húsið á ný voru einmitt þær sem þurftu og einmitt það sem best lýsir stefnu þessa þrautseiga listafólks. Við erum heppin að eiga þau að, þau sem hafa lifað af síðasta áratug íslendingasögunnar, þar sem Nýlistarsafnið var í bakarí í bakhúsi í Breiðholtinu, hverfi sem á líka framtíðina fyrir sér, og þar sem fyrrum húsnæði Kling og Bang á Hverfisgötunni var alltaf meira hótellóð en alþjóðlega virt listagallerý. Það er gott að finna þeim heimili. Húsið er leigt af borginni, sem sjálf leigir húsið af HB Granda, og er leigusamningurinn til fimmtán ára. Sem er öruggara en það þriggja mánaða handaband sem Kling og Bang lifði við árum saman. Dagur B. Eggertsson lofaði Granda friðhelgi frá hótelum og gistiheimilum, og hans ljósmæðrastarf í þessu ferli var og er mikilvægt, hann virðist leggja hjarta sitt í þessa jörð. En Ísland útópíunnar er hverfult eins og allir vita: hver getur séð fyrir sér hvað, eða hvar, Ísland verður árið 2032? Hvað með eftir fimm ár? Eitt? Síldin getur komið, síldin getur farið. Nú búum við öll við Marshallhúsið uppljómað, gleðilega hátíð. Þetta er byrjun, glæsileg byrjun, sem við eigum sennilega skilið, en nú reynir á hvort við getum haldið í þetta og látið dafna. Vissar línur hafa verið dregnar, ekki stríðslínur, ekki enn landamæralínur, en það þarf að hlúa að því, berjast fyrir því, sem áunnist hefur. Vonandi mun langvarandi útópísk hugsun einhverntímann brenna út, leiftra bara í augum listunnenda og ferðamanna í tómri síldartunnu. Vonandi mun það fyrirbæri sem listin er hér á landi, fyrirbæri sem ekki má réttlæta út frá peningum, finna sér heimili og framtíðarlíf úti á Granda, en ekki bara úti á Granda, vonandi finnur listin sér langvarandi heimili hér í augum fólksins líka. 18. mars var opnaður nýr staður í Reykjavík, sem kallast svo sem ekki tíðindi nú til dags, en þetta er öðruvísi staður, hugsjónarríkur, raunverulegur, grásteyptur staður sem má halda upp á. Paradís fyrir þá sem vita að paradís er ekki til. Staður sem kalla má hvað? Það kemur í ljós. En þetta er engin útópía, þetta er terra firma úti á Granda, eitthvað til að byggja á.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar