Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2017 19:08 Skipulagsstofnun telur að lagning Vestfjarðavegar um Teigsskóg muni hafa veruleg og óafturkræf áhrif á skóginn og segir jarðgöng undir Hjallaháls ásamt vegi yfir Ódrjúgsháls uppfylla best skilyrði um minnst umhverfisáhrif. Vegagerðin hyggst engu að síður óska eftir framkvæmdaleyfi um Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Málið snýst um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og hvernig hægt verði að losna við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Vegagerðin, með stuðningi sveitarfélaga á Vestfjörðum, hefur lengi vilja leggja veginn um Teigsskóg en mætt andstöðu landeigenda og náttúruverndarsamtaka. Skipulagsstofnun birti síðdegis álit sitt á matsskýrslu Vegagerðarinnar.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við lögðum fram fimm valkosti og í raun leggst Skipulagsstofnun ekki gegn neinum þeirra,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Skipulagsstofnun telur í ljósi þess að allar veglínurnar fimm uppfylli umferðaröryggiskröfur hafi ekki verið sýnt fram á brýna nauðsyn á að leggja veginn um Teigsskóg, sem hefði í för með sér mest rask á verndaðu vistkerfi. Þá sé óvissa um áhrif þverana á lífríki í fjörum og grunnsævi en vegamálastjóri segir að því verði svarað með frekari rannsóknum strax í sumar. Skipulagsstofnun telur að ekki verði hægt að fyrirbyggja eða draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vegar um Teigsskóg nema að takmörkuðu leyti en telur að jarðgöng undir Hjallaháls ásamt endurbyggingu vegarins um Ódrjúgsháls hafi minnst umhverfisáhrif. Vegamálastjóri segir þá leið hins vegar 4,5 milljörðum króna dýrari. Auk þess fylgi jarðgangaleið undir Hjallaháls sá ókostur að áfram sé gert ráð fyrir vegi um Ódrjúgsháls.Vegamálastjóri sýnir þáverandi ráðherra vegamála Teigsskóg sumarið 2013.Vísir/DaníelVegagerðin hyggst halda sínu striki og stefnir að því að umsókn um framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg verði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði. „Við viljum það. Það er ekki síst með tilliti til þess að það er alveg ljóst að það liggur ekki fyrir fjármagn í miklu dýrari leiðir og við viljum bara fá þessar framkvæmdir í gang sem allra fyrst.“ Hreinn viðurkennir að mikil óvissa ríki um hversu hratt það gangi. „Ég er að vonast til að við getum eitthvað farið að hreyfa okkur í haust.“ Nýja brúin yfir Kjálkafjörð séð frá gamla veginum. Hún var opnuð haustið 2014. Skipulagsstofnun taldi skaða vegna þessa verks óbætanlegan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rifja má upp að fyrir fimm árum gaf Skipulagsstofnun afar neikvæða umsögn um annað verkefni á sunnanverðum Vestfjörðum, vegagerð um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð, og sagði skaða vegna framkvæmdanna verða óbætanlegan. Þveranir fjarðanna yrðu mjög áberandi mannvirki og myndu rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði yrðu verulega neikvæð. Þrátt fyrir þessa umsögn Skipulagsstofnunar var vegurinn lagður og tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Tengdar fréttir Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03 Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Skipulagsstofnun skilaði ekki áliti um Teigsskóg á tilskildum tíma Skipulagsstofnun skilaði ekki inn áliti sínu á matsskýrslu Vegagerðarinnar fyrir Vestfjarðaveg milli Bjarkalundar og Skálaness áður en lögboðinn frestur rann út í gær. 28. mars 2017 10:09 Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Veglínur sem Vegagerðin vill meta í Gufudalssveit Ný veglína um Teigsskóg er meðal valkosta í nýrri matsáætlun sem Vegagerðin hefur sent Skipulagstofnun til formlegrar ákvörðunar vegna framtíðarlegu Vestfjarðavegar. 26. ágúst 2014 12:45 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Skipulagsstofnun telur að lagning Vestfjarðavegar um Teigsskóg muni hafa veruleg og óafturkræf áhrif á skóginn og segir jarðgöng undir Hjallaháls ásamt vegi yfir Ódrjúgsháls uppfylla best skilyrði um minnst umhverfisáhrif. Vegagerðin hyggst engu að síður óska eftir framkvæmdaleyfi um Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Málið snýst um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og hvernig hægt verði að losna við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Vegagerðin, með stuðningi sveitarfélaga á Vestfjörðum, hefur lengi vilja leggja veginn um Teigsskóg en mætt andstöðu landeigenda og náttúruverndarsamtaka. Skipulagsstofnun birti síðdegis álit sitt á matsskýrslu Vegagerðarinnar.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við lögðum fram fimm valkosti og í raun leggst Skipulagsstofnun ekki gegn neinum þeirra,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Skipulagsstofnun telur í ljósi þess að allar veglínurnar fimm uppfylli umferðaröryggiskröfur hafi ekki verið sýnt fram á brýna nauðsyn á að leggja veginn um Teigsskóg, sem hefði í för með sér mest rask á verndaðu vistkerfi. Þá sé óvissa um áhrif þverana á lífríki í fjörum og grunnsævi en vegamálastjóri segir að því verði svarað með frekari rannsóknum strax í sumar. Skipulagsstofnun telur að ekki verði hægt að fyrirbyggja eða draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vegar um Teigsskóg nema að takmörkuðu leyti en telur að jarðgöng undir Hjallaháls ásamt endurbyggingu vegarins um Ódrjúgsháls hafi minnst umhverfisáhrif. Vegamálastjóri segir þá leið hins vegar 4,5 milljörðum króna dýrari. Auk þess fylgi jarðgangaleið undir Hjallaháls sá ókostur að áfram sé gert ráð fyrir vegi um Ódrjúgsháls.Vegamálastjóri sýnir þáverandi ráðherra vegamála Teigsskóg sumarið 2013.Vísir/DaníelVegagerðin hyggst halda sínu striki og stefnir að því að umsókn um framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg verði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði. „Við viljum það. Það er ekki síst með tilliti til þess að það er alveg ljóst að það liggur ekki fyrir fjármagn í miklu dýrari leiðir og við viljum bara fá þessar framkvæmdir í gang sem allra fyrst.“ Hreinn viðurkennir að mikil óvissa ríki um hversu hratt það gangi. „Ég er að vonast til að við getum eitthvað farið að hreyfa okkur í haust.“ Nýja brúin yfir Kjálkafjörð séð frá gamla veginum. Hún var opnuð haustið 2014. Skipulagsstofnun taldi skaða vegna þessa verks óbætanlegan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rifja má upp að fyrir fimm árum gaf Skipulagsstofnun afar neikvæða umsögn um annað verkefni á sunnanverðum Vestfjörðum, vegagerð um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð, og sagði skaða vegna framkvæmdanna verða óbætanlegan. Þveranir fjarðanna yrðu mjög áberandi mannvirki og myndu rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði yrðu verulega neikvæð. Þrátt fyrir þessa umsögn Skipulagsstofnunar var vegurinn lagður og tekinn í notkun fyrir tveimur árum.
Tengdar fréttir Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03 Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Skipulagsstofnun skilaði ekki áliti um Teigsskóg á tilskildum tíma Skipulagsstofnun skilaði ekki inn áliti sínu á matsskýrslu Vegagerðarinnar fyrir Vestfjarðaveg milli Bjarkalundar og Skálaness áður en lögboðinn frestur rann út í gær. 28. mars 2017 10:09 Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Veglínur sem Vegagerðin vill meta í Gufudalssveit Ný veglína um Teigsskóg er meðal valkosta í nýrri matsáætlun sem Vegagerðin hefur sent Skipulagstofnun til formlegrar ákvörðunar vegna framtíðarlegu Vestfjarðavegar. 26. ágúst 2014 12:45 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03
Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30
Skipulagsstofnun skilaði ekki áliti um Teigsskóg á tilskildum tíma Skipulagsstofnun skilaði ekki inn áliti sínu á matsskýrslu Vegagerðarinnar fyrir Vestfjarðaveg milli Bjarkalundar og Skálaness áður en lögboðinn frestur rann út í gær. 28. mars 2017 10:09
Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56
Veglínur sem Vegagerðin vill meta í Gufudalssveit Ný veglína um Teigsskóg er meðal valkosta í nýrri matsáætlun sem Vegagerðin hefur sent Skipulagstofnun til formlegrar ákvörðunar vegna framtíðarlegu Vestfjarðavegar. 26. ágúst 2014 12:45