BL fyrst umboða að selja yfir 6.000 bíla á einu ári Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 09:26 Mini er eitt af nýjum bílamerkjum BL.BL hóf einnig sölu Jaguar bíla á árinu. Um síðustu mánaðarmót var bílaumboðið BL búið að selja 5.914 bíla á árinu og ljóst að stutt yrði í sölu sex þúsundasta bílsins. Þegar sölutölur hjá Samgöngustofu voru skoðaðar í gær kom í ljós að seldir bílar hjá BL voru komnir í 6.024. Ekki er vitað til þess að nokkurt bílaumboð hafi áður selt yfir 6.000 bíla á einu ári. Sem dæmi er þessi sala svo til um helmingi meiri en heildarbílasalan á landinu árið 2009. BL er talsvert lang söluhæsta umboð landsins og með á milli 28 og 29 prósenta hlutdeild í heildarsölunni. Hjá umboðinu eru ein 10 bílamerki, þ.e. Hyundai, Nissan, Renault, Subaru, Dacia, BMW, Land Rover, Jaguar, Mini og Isuzu. Fjölgaði merkjunum um tvö á árinu en BL hóf að selja bíla frá Jaguar og Mini á Íslandi. BL hafði um síðustu mánaðarmót selt 1.164 fleiri bíla en árið áður og hafði salan því vaxið um 24,5% á milli ára þessa fyrstu 10 mánuði ársins. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Um síðustu mánaðarmót var bílaumboðið BL búið að selja 5.914 bíla á árinu og ljóst að stutt yrði í sölu sex þúsundasta bílsins. Þegar sölutölur hjá Samgöngustofu voru skoðaðar í gær kom í ljós að seldir bílar hjá BL voru komnir í 6.024. Ekki er vitað til þess að nokkurt bílaumboð hafi áður selt yfir 6.000 bíla á einu ári. Sem dæmi er þessi sala svo til um helmingi meiri en heildarbílasalan á landinu árið 2009. BL er talsvert lang söluhæsta umboð landsins og með á milli 28 og 29 prósenta hlutdeild í heildarsölunni. Hjá umboðinu eru ein 10 bílamerki, þ.e. Hyundai, Nissan, Renault, Subaru, Dacia, BMW, Land Rover, Jaguar, Mini og Isuzu. Fjölgaði merkjunum um tvö á árinu en BL hóf að selja bíla frá Jaguar og Mini á Íslandi. BL hafði um síðustu mánaðarmót selt 1.164 fleiri bíla en árið áður og hafði salan því vaxið um 24,5% á milli ára þessa fyrstu 10 mánuði ársins.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent