Ábyrgðin ekki útgerðarinnar, heldur Seðlabanka og fyrri ríkisstjórnar Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Í leiðara Þorbjörns Þórðarsonar í blaðinu 9. febrúar, sem ber fyrirsögnina „ Ábyrgðin er útgerðarinnar“, lýsir hann þeirri skoðun sinni, að útgerðin beri meginábyrgð á þeim hnút, sem sjómannadeilan var þá komin í, og, að hún hafi þess vegna átt að fórna sínum hagsmunum og láta undan kröfum sjómanna í almannaþágu. Margt, sem Þorbjörn segir í þessum leiðara, er skýrlegt og skynsamlegt, og er ég honum um margt sammála. Þetta gildir þó ekki um skilgreininguna á rót vandans, sem útvegsmenn og sjómenn stóðu og standa frammi fyrir – reyndar flestir eða allir landsmenn – heldur ekki um orsakir og ábyrgð á hnútnum. Á árinu 2015 var útflutningsverðmæti sjávarafurða okkar Íslendinga um 260 milljarðar. Þá fengust að meðaltali 148 krónur fyrir 1 evru. Nú, 12-18 mánuðum síðar, fær útgerðin um 120 krónur fyrir evruna. Miðað við sama útflutningsmagn og sama markaðsverð, fær útgerðin í ár um 210 milljarða í stað 260 milljarða 2015. Vegna styrkingar krónunnar er útgerðin að tapa 50 milljörðum króna í ár, miðað við afkomuna 2015. Hvernig geta menn komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé hennar mál og ábyrgð að axla frekari sameiginlega byrðir landsmanna? Afkoman kann að hafa verið góð eða mjög góð 2015, en nú er hún greinilega að komast í járn. Hverjum er um að kenna? Eins og ég hef fjallað um í ýmsum greinum, hér og í Morgunblaðinu, liggur orsökin í „handónýtri krónu“, sem byggir á allt of litlu hagkerfi og hoppar og skoppar upp og niður, eins og stjórnlítil smákæna, á úthafi efnahags- og gengismála. Meginábyrgðin liggur því í mínum huga hjá Seðlabankanum og fyrri ríkisstjórn, en þessir aðilar horfðu upp á það og létu það gerast og viðgangast, án mikilla aðgerða, að krónan styrktist um tæplega 20% á 12-15 mánuðum. Og nú, þrátt fyrir það, að krónan hafi síðustu 6-12 mánuði sennilega verið sterkasti gjaldmiðill álfunnar, var Seðlabankinn að framlengja 5% óbreytta stýrivexti. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabanka Evrópu 0,0%, en evran er samt, ásamt Bandaríkjadal, öflugasti stórgjaldmiðill heims og stýrivextir í t.a.m. Svíþjóð og Sviss eru í mínus!Yfirkeyrðir vextir Þessir yfirkeyrðu vextir Seðlabankans ásamt áframhaldandi gjaldeyrishöftum halda gengi krónunnar langt yfir raunvirði hennar, en raunvirði hlýtur að jafnaði að vera það gengi, sem heldur meginatvinnuvegunum gangandi á viðunandi rekstursgrundvelli. Það virðist vera, að „rétt gengi“ nú væri um 140 til 145 krónur í evru. Við slíkt gengi hefði verið vandræðalaust fyrir útgerðina að ljúka sanngjörnum samningum við sjómenn, án þeirra langvarandi og kostnaðarsömu verkfalla, sem menn urðu að ganga í gegnum. Í mínum huga myndi skipuleg en hröð lækkun stýrivaxta niður í 1-2%, ásamt frekari afnámi gjaldeyrishafta og heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta að vild erlendis,á nokkrum vikum/mánuðum leiða til ofangreindrar leiðréttingar á genginu, en þessu má auðvitað stýra með skref fyrir skref aðgerðum. Mér er óskiljanlegt, hvað Seðlabankinn er að hugsa og fara með 5% stýrivöxtum; þetta nálgast þó skipulega sjálfseyðileggingu – efnahagslegt harakiri – í mínum huga, á sama tíma og ESB-stýrivextir eru sem sagt 0,0%, stýrivextir í Bretlandi eru aðeins 0,25%, þrátt fyrir veikt pund, stýrivextir í Noregi eru 0,50% og stýrivextir í Svíþjóð og Sviss eru í MÍNUS; - 0,35% í Svíþjóð og niður í -1,25% í Sviss!! Stýrivextir fyrir okkar sterku krónu eru 20 sinnum hærri, en fyrir veikburða pundið, og 10 sinnum hærri en fyrir óstöðuga norska krónu, en verðbólgan í þessum tveimur löndum er og verður svipuð 2017 og hér! Hvað gengur mönnunum eiginlega til? Þeir virðast vera fastir í einhverri gamalli aðferðafræði! Þessi okurvaxtastefna bitnar auðvitað ekki aðeins á útgerðinni, heldur líka og ekki síður á stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar; ferðamannaiðnaðinum. Hann fær nú líka inn allar sínar erlendu tekjur með um 20-25% skerðingu, miðað við 2015. Við bætist, að þessi óskiljanlega stefna Seðlabanka viðheldur stórfelldri eignatilfærslu milli þeirra, sem skulda, til þeirra, sem eiga; þeir fátæku verða fátækari og þeir ríku ríkari, fyrir tilstuðlan Seðlabanka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Þorbjörns Þórðarsonar í blaðinu 9. febrúar, sem ber fyrirsögnina „ Ábyrgðin er útgerðarinnar“, lýsir hann þeirri skoðun sinni, að útgerðin beri meginábyrgð á þeim hnút, sem sjómannadeilan var þá komin í, og, að hún hafi þess vegna átt að fórna sínum hagsmunum og láta undan kröfum sjómanna í almannaþágu. Margt, sem Þorbjörn segir í þessum leiðara, er skýrlegt og skynsamlegt, og er ég honum um margt sammála. Þetta gildir þó ekki um skilgreininguna á rót vandans, sem útvegsmenn og sjómenn stóðu og standa frammi fyrir – reyndar flestir eða allir landsmenn – heldur ekki um orsakir og ábyrgð á hnútnum. Á árinu 2015 var útflutningsverðmæti sjávarafurða okkar Íslendinga um 260 milljarðar. Þá fengust að meðaltali 148 krónur fyrir 1 evru. Nú, 12-18 mánuðum síðar, fær útgerðin um 120 krónur fyrir evruna. Miðað við sama útflutningsmagn og sama markaðsverð, fær útgerðin í ár um 210 milljarða í stað 260 milljarða 2015. Vegna styrkingar krónunnar er útgerðin að tapa 50 milljörðum króna í ár, miðað við afkomuna 2015. Hvernig geta menn komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé hennar mál og ábyrgð að axla frekari sameiginlega byrðir landsmanna? Afkoman kann að hafa verið góð eða mjög góð 2015, en nú er hún greinilega að komast í járn. Hverjum er um að kenna? Eins og ég hef fjallað um í ýmsum greinum, hér og í Morgunblaðinu, liggur orsökin í „handónýtri krónu“, sem byggir á allt of litlu hagkerfi og hoppar og skoppar upp og niður, eins og stjórnlítil smákæna, á úthafi efnahags- og gengismála. Meginábyrgðin liggur því í mínum huga hjá Seðlabankanum og fyrri ríkisstjórn, en þessir aðilar horfðu upp á það og létu það gerast og viðgangast, án mikilla aðgerða, að krónan styrktist um tæplega 20% á 12-15 mánuðum. Og nú, þrátt fyrir það, að krónan hafi síðustu 6-12 mánuði sennilega verið sterkasti gjaldmiðill álfunnar, var Seðlabankinn að framlengja 5% óbreytta stýrivexti. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabanka Evrópu 0,0%, en evran er samt, ásamt Bandaríkjadal, öflugasti stórgjaldmiðill heims og stýrivextir í t.a.m. Svíþjóð og Sviss eru í mínus!Yfirkeyrðir vextir Þessir yfirkeyrðu vextir Seðlabankans ásamt áframhaldandi gjaldeyrishöftum halda gengi krónunnar langt yfir raunvirði hennar, en raunvirði hlýtur að jafnaði að vera það gengi, sem heldur meginatvinnuvegunum gangandi á viðunandi rekstursgrundvelli. Það virðist vera, að „rétt gengi“ nú væri um 140 til 145 krónur í evru. Við slíkt gengi hefði verið vandræðalaust fyrir útgerðina að ljúka sanngjörnum samningum við sjómenn, án þeirra langvarandi og kostnaðarsömu verkfalla, sem menn urðu að ganga í gegnum. Í mínum huga myndi skipuleg en hröð lækkun stýrivaxta niður í 1-2%, ásamt frekari afnámi gjaldeyrishafta og heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta að vild erlendis,á nokkrum vikum/mánuðum leiða til ofangreindrar leiðréttingar á genginu, en þessu má auðvitað stýra með skref fyrir skref aðgerðum. Mér er óskiljanlegt, hvað Seðlabankinn er að hugsa og fara með 5% stýrivöxtum; þetta nálgast þó skipulega sjálfseyðileggingu – efnahagslegt harakiri – í mínum huga, á sama tíma og ESB-stýrivextir eru sem sagt 0,0%, stýrivextir í Bretlandi eru aðeins 0,25%, þrátt fyrir veikt pund, stýrivextir í Noregi eru 0,50% og stýrivextir í Svíþjóð og Sviss eru í MÍNUS; - 0,35% í Svíþjóð og niður í -1,25% í Sviss!! Stýrivextir fyrir okkar sterku krónu eru 20 sinnum hærri, en fyrir veikburða pundið, og 10 sinnum hærri en fyrir óstöðuga norska krónu, en verðbólgan í þessum tveimur löndum er og verður svipuð 2017 og hér! Hvað gengur mönnunum eiginlega til? Þeir virðast vera fastir í einhverri gamalli aðferðafræði! Þessi okurvaxtastefna bitnar auðvitað ekki aðeins á útgerðinni, heldur líka og ekki síður á stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar; ferðamannaiðnaðinum. Hann fær nú líka inn allar sínar erlendu tekjur með um 20-25% skerðingu, miðað við 2015. Við bætist, að þessi óskiljanlega stefna Seðlabanka viðheldur stórfelldri eignatilfærslu milli þeirra, sem skulda, til þeirra, sem eiga; þeir fátæku verða fátækari og þeir ríku ríkari, fyrir tilstuðlan Seðlabanka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun