Full losun hafta er möguleg strax Sigurður Hannesson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Sterk staða þjóðarbúsins og styrking krónunnar að undanförnu hefur skapað tækifæri til tafarlauss afnáms hafta. Trúverðug áætlun um losun fjármagnshafta hefur skilað miklum árangri. Erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri en nú og Ísland hefur áunnið sér traust að nýju á alþjóðavettvangi. Íslensk fyrirtæki, félög og einstaklingar geta nú fjárfest erlendis og lífeyrissjóðir hafa að mestu nýtt heimildir sínar til þess. Tvennt þurfti til að gera erlenda fjárfestingu mögulega; tryggja að uppgjör á slitabúum gömlu bankanna stefndu Íslandi ekki í voða og aflandskrónur færðust út úr hagkerfinu með skipulegum hætti. Bæði þessi verkefni voru leyst á síðasta ári og í framhaldinu hafa skapast aðstæður til að losa höftin að fullu. Fjárfestingar á erlendum mörkuðum geta dregið úr efnahagsáhættu og eru því ekki aðeins skynsamlegar heldur nauðsynlegar fyrir lítið og opið hagkerfi. Fyrst og fremst hafa lífeyrissjóðir nýtt heimildir sínar til að fjárfesta erlendis en einstaklingar og fyrirtæki í minni mæli. Hátt vaxtastig á Íslandi þýðir að ávöxtun hérlendis er góð, fjármagn leitar frekar til landsins en frá því og krónan styrkist jafnt og þétt. Hvort tveggja freistar frekar en að fjárfesta erlendis en það getur breyst fljótt eins og dæmin sanna. Málefnum slitabúanna tókst að ljúka án nokkurra eftirmála. Aflandskrónueigendur stóðu frammi fyrir skýrum valkostum. Annars vegar að selja aflandskrónur fyrir gjaldeyri með þátttöku í útboði eða binda þær til lengri tíma, þar til búið væri að losa um höft á aðra. Stjórnvöld hafa nú gefið í skyn að hleypa ætti aflandskrónueigendum með eignir sínar úr landi á þessu ári, þvert á þær áætlanir sem hafa skapað trúverðugleika fyrir land og þjóð. Með slíkri stefnubreytingu væru hagsmunir kröfuhafa teknir fram fyrir hagsmuni landsmanna. Hið gagnstæða á ávallt að vera í forgrunni enda er það frumskylda stjórnvalda að standa vörð um hagsmuni Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sterk staða þjóðarbúsins og styrking krónunnar að undanförnu hefur skapað tækifæri til tafarlauss afnáms hafta. Trúverðug áætlun um losun fjármagnshafta hefur skilað miklum árangri. Erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri en nú og Ísland hefur áunnið sér traust að nýju á alþjóðavettvangi. Íslensk fyrirtæki, félög og einstaklingar geta nú fjárfest erlendis og lífeyrissjóðir hafa að mestu nýtt heimildir sínar til þess. Tvennt þurfti til að gera erlenda fjárfestingu mögulega; tryggja að uppgjör á slitabúum gömlu bankanna stefndu Íslandi ekki í voða og aflandskrónur færðust út úr hagkerfinu með skipulegum hætti. Bæði þessi verkefni voru leyst á síðasta ári og í framhaldinu hafa skapast aðstæður til að losa höftin að fullu. Fjárfestingar á erlendum mörkuðum geta dregið úr efnahagsáhættu og eru því ekki aðeins skynsamlegar heldur nauðsynlegar fyrir lítið og opið hagkerfi. Fyrst og fremst hafa lífeyrissjóðir nýtt heimildir sínar til að fjárfesta erlendis en einstaklingar og fyrirtæki í minni mæli. Hátt vaxtastig á Íslandi þýðir að ávöxtun hérlendis er góð, fjármagn leitar frekar til landsins en frá því og krónan styrkist jafnt og þétt. Hvort tveggja freistar frekar en að fjárfesta erlendis en það getur breyst fljótt eins og dæmin sanna. Málefnum slitabúanna tókst að ljúka án nokkurra eftirmála. Aflandskrónueigendur stóðu frammi fyrir skýrum valkostum. Annars vegar að selja aflandskrónur fyrir gjaldeyri með þátttöku í útboði eða binda þær til lengri tíma, þar til búið væri að losa um höft á aðra. Stjórnvöld hafa nú gefið í skyn að hleypa ætti aflandskrónueigendum með eignir sínar úr landi á þessu ári, þvert á þær áætlanir sem hafa skapað trúverðugleika fyrir land og þjóð. Með slíkri stefnubreytingu væru hagsmunir kröfuhafa teknir fram fyrir hagsmuni landsmanna. Hið gagnstæða á ávallt að vera í forgrunni enda er það frumskylda stjórnvalda að standa vörð um hagsmuni Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar