Lexus fjölgar jepplingunum Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2017 09:56 Lexus UX tilraunabíllinn á bílasýningunni í París. Úrval jeppa og jepplinga hefur aukist mjög á undanförnum árum og ekkert lát er á nýjum gerðum þeirra. Lexus er nú þegar með ágætt úrval í formi RX og NX bílanna, en ætlar þó að bæta í flóruna. Þar verður á ferðinni örlítið minni bíll en NX-sportjeppinn og verður hann byggður á UX tilraunabílnum sem Lexus sýndi á bílasýningunni í París í fyrra. Með þessum bíl freistar Lexus þess að draga yngri kaupendur að Lexus bílum. UX tilraunabíllinn þótti fersklega teiknaður og hæfilega djarfur til að höfða til yngri kaupenda svo vonandi breytir Lexus honum ekki mikið frá tilraunaútgáfunni. UX bíllinn var mjög framúrstefnulegur að innan og með mjög óvenjuleg sæti sem að samanstanda af gúmmíböndum vöfðum utan um einfalda burðargrind. Þar sem NX bíll Lexus er að hluta til með sömu íhluti og Toyota RAV4 bíllinn má búast við að nýr UX jepplingur deili íhlutum með nýja Toyota C-HR jepplingnum. Hann gæti líka deilt íhlutum með nýjum Prius og það yki líkurnar á því að hann yrði einnig í boði sem Hybrid bíll, eða tengiltvinnbíll. Búist er við því að Lexus muni brátt sýna endanlega framleiðsluútgáfu UX og sé að flýta sér að koma bílnum á markað vegna mikillar eftirspurnar sem er eftir smærri jepplingum um allan heim.Harla óvenjuleg sæti. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent
Úrval jeppa og jepplinga hefur aukist mjög á undanförnum árum og ekkert lát er á nýjum gerðum þeirra. Lexus er nú þegar með ágætt úrval í formi RX og NX bílanna, en ætlar þó að bæta í flóruna. Þar verður á ferðinni örlítið minni bíll en NX-sportjeppinn og verður hann byggður á UX tilraunabílnum sem Lexus sýndi á bílasýningunni í París í fyrra. Með þessum bíl freistar Lexus þess að draga yngri kaupendur að Lexus bílum. UX tilraunabíllinn þótti fersklega teiknaður og hæfilega djarfur til að höfða til yngri kaupenda svo vonandi breytir Lexus honum ekki mikið frá tilraunaútgáfunni. UX bíllinn var mjög framúrstefnulegur að innan og með mjög óvenjuleg sæti sem að samanstanda af gúmmíböndum vöfðum utan um einfalda burðargrind. Þar sem NX bíll Lexus er að hluta til með sömu íhluti og Toyota RAV4 bíllinn má búast við að nýr UX jepplingur deili íhlutum með nýja Toyota C-HR jepplingnum. Hann gæti líka deilt íhlutum með nýjum Prius og það yki líkurnar á því að hann yrði einnig í boði sem Hybrid bíll, eða tengiltvinnbíll. Búist er við því að Lexus muni brátt sýna endanlega framleiðsluútgáfu UX og sé að flýta sér að koma bílnum á markað vegna mikillar eftirspurnar sem er eftir smærri jepplingum um allan heim.Harla óvenjuleg sæti.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent