Eggin og erlendu körfurnar Sigurður Guðjón Gíslason skrifar 14. mars 2017 11:52 Í fyrsta sinn frá árinu 2008 eru engar takmarkanir á fjárfestingu einstaklinga, fyrirtækja og lífeyrissjóða í erlendum verðbréfum. Þessir aðilar geta nú fjárfest í erlendum hlutabréfum eða skuldabréfum í gegnum sjóði eða beint og þannig dreift betur áhættunni í sínum eignasöfnum.Af hverju ættum við Íslendingar að fjárfesta erlendis?Um 40% af neysluvörum okkar Íslendinga eru fluttar inn frá útlöndum. Þessar vörur eru til dæmis bensín, lyf, föt og matur. Þetta þýðir að ef krónan lækkar í verði (veikist) þá mun hluti af því sem við kaupum til daglegra nota hækka í verði. Flest viljum við Íslendingar líka ferðast til útlanda og njóta þar menningar, matar og drykkjar. Utanlandsferð er ekkert annað en neysla sem hækkar í verði ef krónan veikist. Með því að eiga erlendan sparnað þá minnkum við eða eyðum sveiflum í ferðakostnaði sem kemur til vegna breytinga á gengi krónunnar. Hægt er t.d. að setja sér markmið um að eiga erlendan sparnað sem dugar fyrir utanlandsferðum fjölskyldunnar næstu árin.Er góður tími til að fjárfesta erlendis núna?Það er alltaf erfitt að tímasetja markaðinn rétt. Margir benda á að hlutabréfverð erlendis sé orðið hátt eftir hækkanir síðustu ára. Hlutabréf í bandaríkjunum (S&P 500) hækkuðu um 12% árið 2016 og Heimsvísitala MSCI hækkaði á sama tíma um 7,5%, bæði mælt í USD. Erlend hlutabréf hafa svo haldið áfram að hækka á þessu ári og hafa hlutabréf í bandaríkjunum til að mynda hækkað um rúm 5% frá áramótum. Hækkanir erlendis eru þó ekki úr lausu lofti gripnar. Ágætis gangur hefur verið í hagkerfum heimsins og hafa til að mynda OECD og IMF verið að hækka hagvaxtarspár sínar fyrir heimsbúskapinn en þar spila stærstu hagkerfin Bandaríkin og Kína stórt hlutverk. Raungengi íslensku krónunnar er sögulega hátt hvort sem það er reiknað á grundvelli launa eða verðlags. Hátt raungengi þýðir í sinni einföldustu mynd að erlendur gjaldeyrir er sögulega ódýr þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðbólgu og launabreytingum. Raungengið er nú á svipuðum slóðum og árið 2007 en mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir að efnahagskerfi landsins er mikið mun heilbrigðara. Skuldsetning er hófleg í flestum tilvikum og afgangur er talsverður af viðskiptum við útlönd. Það er sérstaklega erfitt að spá fyrir um gjaldeyrishreyfingar til skemmri tíma þar sem flæði á gjaldeyrismarkaði getur fallið til á mjög mismunandi tímum. Við höfum notið góðs af því síðustu ár að útlendingar hafa komið til landsins af miklum krafti og keypt mikið af íslenskum krónum og selt evrur, dollarar og aðra gjaldmiðla á móti. Nú er spurningin sú hvað ferðaþjónustan þolir mikið meiri styrkingu áður en við sjáum minni vöxt ferðamanna.Eignadreifing er lykilatriðiÞegar 20 ára söguleg ávöxtun eignaflokka er skoðuð sést að Heimsvísitala MSCI hefur hækkað um 9% á ársgrundvelli mælt í íslenskum krónum. Á sama tíma hefur OMXIPI vísitala innlendra hlutabréfa hækkað um 2% á ársgrundvelli. Auðvitað er djúp efnahagslægð á Íslandi inn í þessum tölum en á sama tíma hefur heimurinn farið í gegnum eina af sínum stærstu niðursveiflum. Mikilvægt er að átta sig á að talsverðar sveiflur geta verið bæði á verði gjaldmiðla og hlutabréfa og því varasamt fyrir íslenska fjárfesta að fara inn á erlenda markaði í stórum skrefum. Góð eignastýring gengur út á að finna markmið um vægi erlendra verðbréfa og fjárfesta svo í skrefum yfir ákveðið tímabil til dæmis 12 til 18 mánuði. Með þessari aðferð sem oftar en ekki er kölluð meðaltalsaðferðin er hægt að minnka líkur á að keypt sé á alltof háu verði eða selt á alltof lágu verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn frá árinu 2008 eru engar takmarkanir á fjárfestingu einstaklinga, fyrirtækja og lífeyrissjóða í erlendum verðbréfum. Þessir aðilar geta nú fjárfest í erlendum hlutabréfum eða skuldabréfum í gegnum sjóði eða beint og þannig dreift betur áhættunni í sínum eignasöfnum.Af hverju ættum við Íslendingar að fjárfesta erlendis?Um 40% af neysluvörum okkar Íslendinga eru fluttar inn frá útlöndum. Þessar vörur eru til dæmis bensín, lyf, föt og matur. Þetta þýðir að ef krónan lækkar í verði (veikist) þá mun hluti af því sem við kaupum til daglegra nota hækka í verði. Flest viljum við Íslendingar líka ferðast til útlanda og njóta þar menningar, matar og drykkjar. Utanlandsferð er ekkert annað en neysla sem hækkar í verði ef krónan veikist. Með því að eiga erlendan sparnað þá minnkum við eða eyðum sveiflum í ferðakostnaði sem kemur til vegna breytinga á gengi krónunnar. Hægt er t.d. að setja sér markmið um að eiga erlendan sparnað sem dugar fyrir utanlandsferðum fjölskyldunnar næstu árin.Er góður tími til að fjárfesta erlendis núna?Það er alltaf erfitt að tímasetja markaðinn rétt. Margir benda á að hlutabréfverð erlendis sé orðið hátt eftir hækkanir síðustu ára. Hlutabréf í bandaríkjunum (S&P 500) hækkuðu um 12% árið 2016 og Heimsvísitala MSCI hækkaði á sama tíma um 7,5%, bæði mælt í USD. Erlend hlutabréf hafa svo haldið áfram að hækka á þessu ári og hafa hlutabréf í bandaríkjunum til að mynda hækkað um rúm 5% frá áramótum. Hækkanir erlendis eru þó ekki úr lausu lofti gripnar. Ágætis gangur hefur verið í hagkerfum heimsins og hafa til að mynda OECD og IMF verið að hækka hagvaxtarspár sínar fyrir heimsbúskapinn en þar spila stærstu hagkerfin Bandaríkin og Kína stórt hlutverk. Raungengi íslensku krónunnar er sögulega hátt hvort sem það er reiknað á grundvelli launa eða verðlags. Hátt raungengi þýðir í sinni einföldustu mynd að erlendur gjaldeyrir er sögulega ódýr þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðbólgu og launabreytingum. Raungengið er nú á svipuðum slóðum og árið 2007 en mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir að efnahagskerfi landsins er mikið mun heilbrigðara. Skuldsetning er hófleg í flestum tilvikum og afgangur er talsverður af viðskiptum við útlönd. Það er sérstaklega erfitt að spá fyrir um gjaldeyrishreyfingar til skemmri tíma þar sem flæði á gjaldeyrismarkaði getur fallið til á mjög mismunandi tímum. Við höfum notið góðs af því síðustu ár að útlendingar hafa komið til landsins af miklum krafti og keypt mikið af íslenskum krónum og selt evrur, dollarar og aðra gjaldmiðla á móti. Nú er spurningin sú hvað ferðaþjónustan þolir mikið meiri styrkingu áður en við sjáum minni vöxt ferðamanna.Eignadreifing er lykilatriðiÞegar 20 ára söguleg ávöxtun eignaflokka er skoðuð sést að Heimsvísitala MSCI hefur hækkað um 9% á ársgrundvelli mælt í íslenskum krónum. Á sama tíma hefur OMXIPI vísitala innlendra hlutabréfa hækkað um 2% á ársgrundvelli. Auðvitað er djúp efnahagslægð á Íslandi inn í þessum tölum en á sama tíma hefur heimurinn farið í gegnum eina af sínum stærstu niðursveiflum. Mikilvægt er að átta sig á að talsverðar sveiflur geta verið bæði á verði gjaldmiðla og hlutabréfa og því varasamt fyrir íslenska fjárfesta að fara inn á erlenda markaði í stórum skrefum. Góð eignastýring gengur út á að finna markmið um vægi erlendra verðbréfa og fjárfesta svo í skrefum yfir ákveðið tímabil til dæmis 12 til 18 mánuði. Með þessari aðferð sem oftar en ekki er kölluð meðaltalsaðferðin er hægt að minnka líkur á að keypt sé á alltof háu verði eða selt á alltof lágu verði.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar