Landsbyggðarlausnir Landspítalans Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:54 Hávær umræða um húsnæðisvanda Landspítalans hefur ekki farið framhjá neinum. Allir gangar, skúmaskot og kytrur eru nýttar til umönnunar sjúklinga enda vill hið öfluga og færa starfsfólk sem þar starfar síður þurfa að vísa sjúkum einstaklingum í neyð, frá sér. Þessi vandi kemur mér þó ekki í opna skjöldu. Ævilengd Íslendinga er að aukast, lífstílssjúkdómum og afleiðingum þeirra fjölgar hratt og á sama tíma er þjónustuskerðandi landsbyggðarstefna velferðarkerfisins að stórauka álag á húsnæði Landspítalans.Frá VestmannaeyjumHildur SólveigFlytjum sjúklinga af göngunum Í dag eru fjölmargar sjúkra- og skurðstofur á landsbyggðarsjúkrahúsum vannýttar líkt og meðfylgjandi myndir frá Vestmannaeyjum sýna. Þarna leynast tækifæri í augljósum andstæðum. Með útvistun afmarkaðra verkefna Landspítalans til annarra stofnana mætti stytta biðlista, með fjölgun hjúkrunarrýma mætti draga úr fráflæðisvanda Landspítalans, með opnun skurðstofa mætti draga úr þjónustuþörf landsbyggðarsjúklinga við Landspítala. Með öflugri og markvissri heilbrigðisstefnu fyrir landsbyggðina væri hægt að létta álagi af starfsfólki og húsnæði Landspítala en á sama tíma aukið þá grunnþjónustu og það öryggi sem íbúar á landsbyggðinni hafa fullan rétt á að njóta.Frá VestmannaeyjumHildur SólveigÞörf á sjúkraflugi eykst en neyðarbraut lokað Starfhæfum skurðstofum víðsvegar um landið hefur markvisst verið lokað í hagræðingarskyni en sá sparnaður er í það minnsta véfengjanlegur. T.a.m. hefur kostnaður við sjúkraflug á Íslandi vaxið um 35% á árunum 2012-2015. Það sem alvarlegra er, að eins og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2013, þá hefur viðbragðstími lengst í sjúkraflugi frá Vestfjörðum og Vestmannaeyjum sökum staðsetningar sjúkravélar á Akureyri sem skerðir öryggi íbúa á þeim svæðum. Ofan á allt, þegar íbúar landsbyggðarinnar eru þvingaðir til að sækja lífsnauðsynlega þjónustu til Landspítalans er neyðarbraut flugvallarins í Vatnsmýri lokað, en það er dauðans alvara.Frá VestmannaeyjumHildur SólveigFæðingartíðni í Vestmannaeyjum hefur hrunið um 92,5% Fæðingarþjónusta hefur að sama skapi verið skert verulega og mun að öllu óbreyttu leggjast af á landsbyggðinni, að Akureyri undanskilinni. Sem dæmi má nefna að á árunum 2009-2016 hefur fæðingum í Vestmannaeyjum fækkað úr 40 niður í 3 á ári, eða um 92,5%. Engar mótvægisaðgerðir, á borð við lengra fæðingarorlof eða húsnæðisstyrki, hafa litið dagsins ljós fyrir þær fjölskyldur sem þurfa að dvelja langtímum saman fjarri heimilum sínum.Hildur SólveigSníðum stakk eftir vexti Mikil sérhæfing hefur orðið á undanförnum áratugum innan læknastéttarinnar og eru fleiri sérfræðilæknar á íbúa á Íslandi en á Norðurlöndum. Hinn gamli góði almenni skurðlæknir sem gat framkvæmt keisaraskurð, botnlangaskurð og þar fram eftir götunum er hins vegar að heyra sögunni til. Í ljósi þess tel ég mikla nauðsyn á því að heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við háskólasamfélagið ýti undir þróun svokallaðra landsbyggðarlækninga að fordæmi annarra landa með tilliti til þarfa sveitarfélaga á landsbyggðinni. Hildur SólveigSkýra framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustuNú liggur á borði velferðarráðuneytis mótun heilbrigðisstefnu til 2022. Í drögum hennar er kallað eftir betra skipulagi á þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni og áhersla lögð á fjarheilbrigðisþjónustu. Þetta eru vissulega góð og gild skref en betur má ef duga skal. Ég bind miklar vonir við nýskipaðan heilbrigðisráðherra, ég hef trú á og vænti þess að hann geti mótað þá heildstæðu framtíðarsýn í heilbrigðismálum sem er nauðsynleg fyrir landið allt. Hugsum í tækifærum en ekki torfærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hávær umræða um húsnæðisvanda Landspítalans hefur ekki farið framhjá neinum. Allir gangar, skúmaskot og kytrur eru nýttar til umönnunar sjúklinga enda vill hið öfluga og færa starfsfólk sem þar starfar síður þurfa að vísa sjúkum einstaklingum í neyð, frá sér. Þessi vandi kemur mér þó ekki í opna skjöldu. Ævilengd Íslendinga er að aukast, lífstílssjúkdómum og afleiðingum þeirra fjölgar hratt og á sama tíma er þjónustuskerðandi landsbyggðarstefna velferðarkerfisins að stórauka álag á húsnæði Landspítalans.Frá VestmannaeyjumHildur SólveigFlytjum sjúklinga af göngunum Í dag eru fjölmargar sjúkra- og skurðstofur á landsbyggðarsjúkrahúsum vannýttar líkt og meðfylgjandi myndir frá Vestmannaeyjum sýna. Þarna leynast tækifæri í augljósum andstæðum. Með útvistun afmarkaðra verkefna Landspítalans til annarra stofnana mætti stytta biðlista, með fjölgun hjúkrunarrýma mætti draga úr fráflæðisvanda Landspítalans, með opnun skurðstofa mætti draga úr þjónustuþörf landsbyggðarsjúklinga við Landspítala. Með öflugri og markvissri heilbrigðisstefnu fyrir landsbyggðina væri hægt að létta álagi af starfsfólki og húsnæði Landspítala en á sama tíma aukið þá grunnþjónustu og það öryggi sem íbúar á landsbyggðinni hafa fullan rétt á að njóta.Frá VestmannaeyjumHildur SólveigÞörf á sjúkraflugi eykst en neyðarbraut lokað Starfhæfum skurðstofum víðsvegar um landið hefur markvisst verið lokað í hagræðingarskyni en sá sparnaður er í það minnsta véfengjanlegur. T.a.m. hefur kostnaður við sjúkraflug á Íslandi vaxið um 35% á árunum 2012-2015. Það sem alvarlegra er, að eins og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2013, þá hefur viðbragðstími lengst í sjúkraflugi frá Vestfjörðum og Vestmannaeyjum sökum staðsetningar sjúkravélar á Akureyri sem skerðir öryggi íbúa á þeim svæðum. Ofan á allt, þegar íbúar landsbyggðarinnar eru þvingaðir til að sækja lífsnauðsynlega þjónustu til Landspítalans er neyðarbraut flugvallarins í Vatnsmýri lokað, en það er dauðans alvara.Frá VestmannaeyjumHildur SólveigFæðingartíðni í Vestmannaeyjum hefur hrunið um 92,5% Fæðingarþjónusta hefur að sama skapi verið skert verulega og mun að öllu óbreyttu leggjast af á landsbyggðinni, að Akureyri undanskilinni. Sem dæmi má nefna að á árunum 2009-2016 hefur fæðingum í Vestmannaeyjum fækkað úr 40 niður í 3 á ári, eða um 92,5%. Engar mótvægisaðgerðir, á borð við lengra fæðingarorlof eða húsnæðisstyrki, hafa litið dagsins ljós fyrir þær fjölskyldur sem þurfa að dvelja langtímum saman fjarri heimilum sínum.Hildur SólveigSníðum stakk eftir vexti Mikil sérhæfing hefur orðið á undanförnum áratugum innan læknastéttarinnar og eru fleiri sérfræðilæknar á íbúa á Íslandi en á Norðurlöndum. Hinn gamli góði almenni skurðlæknir sem gat framkvæmt keisaraskurð, botnlangaskurð og þar fram eftir götunum er hins vegar að heyra sögunni til. Í ljósi þess tel ég mikla nauðsyn á því að heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við háskólasamfélagið ýti undir þróun svokallaðra landsbyggðarlækninga að fordæmi annarra landa með tilliti til þarfa sveitarfélaga á landsbyggðinni. Hildur SólveigSkýra framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustuNú liggur á borði velferðarráðuneytis mótun heilbrigðisstefnu til 2022. Í drögum hennar er kallað eftir betra skipulagi á þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni og áhersla lögð á fjarheilbrigðisþjónustu. Þetta eru vissulega góð og gild skref en betur má ef duga skal. Ég bind miklar vonir við nýskipaðan heilbrigðisráðherra, ég hef trú á og vænti þess að hann geti mótað þá heildstæðu framtíðarsýn í heilbrigðismálum sem er nauðsynleg fyrir landið allt. Hugsum í tækifærum en ekki torfærum.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun