AMG A45 verður norðanmegin við 400 hestöflin Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2017 12:00 Mercedes AMG A45 í prufunum. Öflugasti fjöldaframleiddi 4 strokka bíll heims í dag er Mercedes Benz AMG A45 og er þessi litli bíll með heil 381 hestafl undir húddinu. Það þykir þeim hjá AMG sportbíladeild Benz þó ekki nóg og eru að vinna að næstu gerð bílsins sem verður meira en 400 hestöfl. Þessi hestaflatala hefur verið staðfest frá vígstöðvum Benz en hugsanlegt er að hjá AMG sé einnig verið að vinna að enn öflugri gerð bílsins. Mikið hefur sést til hins nýja AMG A45 í prófunum, en athygli hefur vakið að þar fara bæði útfærslur með tveimur og fjórum pústurrörum og gæti sá með fjórum verið þessi ofuröfluga gerð. Nýr AMG A45 verður kynntur til leiks á fyrri helmingi næsta árs og þá verða einnig kynnt örlítið hófsamari gerð þessa nýja A-Class bíls og er haft eftir ónefndum starfsmönnum innan raða Benz að hann muni fá nafnið A32 4Matic eða A36Matic. Eins og nafnið bendir til verður hann fjórhjóladrifinn, líkt og AMG A45. Þessi bíll verður yfir 300 hestöfl og á að brúa bilið milli hins 218 hestafla A250 og AMG A45. Allar líkur eru á því að bæði AMG A45 og sá næstöflugasti verði sýndir almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent
Öflugasti fjöldaframleiddi 4 strokka bíll heims í dag er Mercedes Benz AMG A45 og er þessi litli bíll með heil 381 hestafl undir húddinu. Það þykir þeim hjá AMG sportbíladeild Benz þó ekki nóg og eru að vinna að næstu gerð bílsins sem verður meira en 400 hestöfl. Þessi hestaflatala hefur verið staðfest frá vígstöðvum Benz en hugsanlegt er að hjá AMG sé einnig verið að vinna að enn öflugri gerð bílsins. Mikið hefur sést til hins nýja AMG A45 í prófunum, en athygli hefur vakið að þar fara bæði útfærslur með tveimur og fjórum pústurrörum og gæti sá með fjórum verið þessi ofuröfluga gerð. Nýr AMG A45 verður kynntur til leiks á fyrri helmingi næsta árs og þá verða einnig kynnt örlítið hófsamari gerð þessa nýja A-Class bíls og er haft eftir ónefndum starfsmönnum innan raða Benz að hann muni fá nafnið A32 4Matic eða A36Matic. Eins og nafnið bendir til verður hann fjórhjóladrifinn, líkt og AMG A45. Þessi bíll verður yfir 300 hestöfl og á að brúa bilið milli hins 218 hestafla A250 og AMG A45. Allar líkur eru á því að bæði AMG A45 og sá næstöflugasti verði sýndir almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent